Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 7

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Blaðsíða 7
1962 Norrœn tíðindi Norrœna félagiö 40 ára Norræna félagið var stofnað 29. sept. 1922, en þremur árum áður höfðu sams konar félög verið stofnuð í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. 1 Finnlandi var hliðstætt félag stofnað 1924 og árið 1951 í Færeyjum. Sveinn Bjömsson, fyrsti forseti Is- lands, sem þá var sendiherra í Dan- mörku, mæltist til þess, að áeggjan Norðmannsins prófessors Fredriks Paasche, við Matthías Þórðarson þjóð- minjavörð, að hann beitti sér fyrir stofnun félags í Reykjavík. Matthías Þórðarson varð við þeirri ósk, og varð fyrsti formaður félagsins (1922—32). 1 lögum félagsins, sem nú gilda, hef- ur sú grein, sem fjallar um markmið félagsins og tilgang, staðið óbreytt í 40 ár. En þar segir svo meðal annars: ,,Það er tilgangur félagsins að vera í verki með skyldum félögum á Norður- löndum í því að efla og viðhalda sam- úð og samvinnu meðal allra norrænna þjóða inn á við og út á við“. Þegar þrítugsafmælisins var minnst, birtist glögg yfirlitsgrein í riti félags- ins, Norrænum jólum (1952), þar sem raktir em nokkrir meginþættir úr sögu félagsins og gerð grein fyrir starfsemi þess. Upplýsingar um starf félagsins síðasta áratuginn er aðallega að finna í þeim 12 heftum Norrænna tíðinda, sem út hafa komið síðan 1955. Ekki verður saga félagsins endursögð að þessu sinni. Það bíður næsta áfanga — fimmtugsafmælisins. En hér skal að- eins á það bent, að áhuginn fyrir nor- rænni samvinnu hefur greinilega aukizt síðasta áratuginn bæði hér á landi og meðal norrænu frændþjóðanna. Veiga- mesti viðburður áratugsins á þessu sviði, er vafalaust stofnun og starf Norð- urlandaráðs, en upphafsmenn þeirrar hugmyndar, Hans Hedtoft, þáverandi forsætisráðherra Dana og Nils Herlitz, ríkisþingmaður, prófessor við háskól- ann í Stokkhólmi, voru þeirrar skoðun- ar, að það væri ekki hvað sízt starfsemi Norrænu félaganna í þágu þessara mála að þakka, að stofnun Norðurlandaráðs tókst. Þeir álitu, að þau hefðu öðrum aðilum fremur undirbúið jarðveginn og vakið bæði einstaklinga og félagsheildir meðal frændþjóðanna til meðvitundar um nauðsyn þessa máls. Miklar líkur eru til, að á næsta ára- tug verði nýjum raunhæfum og mikil- vægum áfanga náð á sviði norrænn- ar samvinnu hér á landi, er valdið getur tímamótum í þessum efnum. Ég á við stofnun norrænnar menningarmið- stöðvar í Reykjavík, sem líkur eru til að rísi hér af grunni á árunum 1963— 66. En sú hugmynd er eins og kunnugt er komin frá norrænu félögunum. Nú hefur ákveðin tillaga verið lögð fram á vegum Norrænu Menningarmálanefnd- arinnar um tilhögun og framkvæmd þessa máls, þar sem svo er kveðið á um hlutverk stofnunarinnar, að hún skuli starfa sem tengiliður milli Is- lands og hinna Norðurlandanna til að stuðla að auknum áhuga Islendinga á norrænu samstarfi og til að auka vit- neskju frændþjóðanna um íslenzkt menningarlíf. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Norræn tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.