Norræn tíðindi - 01.12.1962, Qupperneq 16

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Qupperneq 16
Norrœn tíðindi 1962 Öslaði gnoð um bólgna boða, brunaði sleði um hjarnið freðið. Álmasveigir Ilmarinen orðin færði í bragarskorður: „Annikki, mín unga systir, elda kyntu og bað mér gerðu hunangsbað mér bú í flýti, svo baðað geti eg skör og kampa, líkam minn eg iaugað fái, laugað af mér smiðjusótið.“ Ul>p úr laugu aftur stiginn enginn þekkti biðil lengur. Eins og máni ásýnd ljómar, er á vöngum morgunroði. Ilmarinen býr sig í snatri hinum feg- urstu ferðafötum með aðstoð móður sinnar og systur. Hann ákallar veður- guðinn Ukko og sárbænir hann um gott sleðafæri. „Fell af himni fönn og mjöllu, fjöll og dali hyl þú mjöllu að flýta megi eg för og livata, fljótar sleði renni og skjótar“. Ukko mjöll og fannir fellir, fjöll og dali liylur mjöllu. Lyngið fergði fannadyngju, fergðir mjöllu berjamergðin. Rennur sieði um rastir fanna, rýkur snær og mjöllin fýkur, út mn lönd og úrgar strendur, yfir lieiðar, grundir breiðar, bakka, hraun og hlíðarslakka, hrjósturland og brunasanda. Dynur á augu hagl og hrynur, heljargjóstur næðir brjóstið. Ilmarinen nær Váinámöinen eftir þriggja daga akstur og þeir koma sér saman um að láta hina fögru mey norð- ursins ákveða sjálfa, hvorn þeirra hún heldur vilji velja sér að eiginmanni. Síðan hraða þeir för sinni hvað mest þeir mega. Váinö, skáldið óðsins eina, áfram skundar, kemst á undan, renndi í naust með fumi, flaustri, fór til bæjar skrefum stórum, Er liann stóð í útidyrum, orðum vék að liringaskorðu: Veigaþöll, ef vilt mig eiga veita yndi, tryggðum heita mun eg hjá þér ævi una eiga leik við haddinn bleika“. Fljóðið unga Útgarðsþjóðar orð sín felldi í bragarskorður: „Ekki farmann eg mun þekkjast, öldujó er knýr um sjóinn viUtur þokum, vindum trylltur, veðrum hrakinn, stormum skakinn. iVIun eg hjá þér ævi ei una, yndi veita né tryggðum beita. Eigi færðu um ævidaga að eiga leik við haddinn bleika.“ Ilmarinen er nú kominn á leiðarenda og hittir þá fyrst móður meyjarinnar. Hún vill helzt fá Váinámöinen fyrir tengdason, þótt dóttir hennar sé á ann- ari skoðun. Móðirin leggur nú hættu- legar og torleystar þrautir fyrir Ilmar- inen, áður en hún vill gefa honum skýr svör við bónorði hans. Hann á að plægja akur höggormanna, handsama Tuonis- björninn og Manalas-úlfinn og veiða geddu eina mikla. En dóttirin gefur Ilmarinen ráð sem duga og hann leysir allar þrautirnar. Síðan fer hann á fund móðurinnar og spyr: „Er til leiðar blíðust brúður búin og til ferðar snúin?“ 14

x

Norræn tíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.