Norræn tíðindi - 01.12.1962, Page 25
1962
Norrœn tíðindi
Búnir til leiks.
frá Vesturvík, en þar var hópurinn í
boði mikilla járnsmiðja, sem aðallega
framleiða nú landbúnaðarvélar. Var
gestum sýnd framleiðslan og öll véla-
mennskan af miklum kunnáttumönnum.
Þessir járnjöfrar voru miklir höfðingj-
ar heim að sækja og létu sér annt um
gestina, en hópurinn dvaldist þarna
fram eftir degi, að lokið var knattleik,
sem Akurnesingar sigruðu. Var það
síðasti leikur þeirra í förinni, og höfðu
þeir sigrað þrjá leiki af fjórum, sem
þeir alls þreyttu.
Frá bænum Vesturvík hefur áður ver-
ið sagt í þessu tímariti, og skal ekki
þar við bætt, einungis minnt á að hann
stendur við Eystrasalt norðanlega 1
Smálöndum. Hann á sér langa sögu og
viðburðaríka framan af öldum. Hann er
sérlega aðlaðandi bær, með andblæ gam-
als og nýs tíma í byggingum og skipu-
lagi.
Dvölin í Vesturvík var hin ánægju-
legasta, gestirnir skoðuðu bæinn og
kynntust fólki. Veður var ekki eins hag-
stætt og fyrr, sérstaklega síðasta dag-
inn í Vesturvík, og var því minna farið
um, en annars hefði orðið.
Þann 2. ágúst, árla morguns, var far-
ið frá Vesturvík. Var þá lokið heim-
sókninni í vinabæina tvo. Þá var haldið
til Kaupmannahafnar og dvalist þar í
tvo daga. Einnig þar naut hópurinn fyr-
irgreiðslu Norræna félagsins. 1 Kaup-
mannahöfn voru nokkrir merkisstaðir
heimsóttir, en aðallega var það Dýra-
garðurinn og Tívolí, sem heillaði hina
ungu ferðalanga.
Frá Kaupmannahöfn var svo farið
til Oslóar. En þaðan flutti flugvélin
hópinn heim aftur, eins og áætlað var.
Varla þarf að efa, að hinir ungu þátt-
takendur í förinni minnast bjartra daga
í framandi umhverfi og þeirra góðu
kynna, er þeir nutu í vinabæjunum.
Þ. B.
23