Norræn tíðindi - 01.12.1962, Síða 26

Norræn tíðindi - 01.12.1962, Síða 26
Norrœn tíðindi 1962 Samstarf norrænna neytendasamtaka Á fundi Norðurlandaráðs 1957 var samþykkt einróma að leggja það til við ríkisstjórnirnar, að sett yrði á laggirn- ar föst nefnd til að vinna að samstarfi í rannsókn á neyzluvörum og fræðslu til handa neytendum. Þegar sama ár var nefnd þessi skipuð, og hefur hún starf- að síðan með aðild allra Norðurlanda nema íslands. Neytendasamtökin hér á landi eru þó sem slík hin elztu á Norð- urlöndum og hin þriðju elztu í heimi. Þetta kann að hljóma undarlega, en neytendahreyfingin á ekki langa sögu að baki, en hið harla merkilega er, að snemma á næsta ári eru tíu ár liðin frá stofnun þeirra hér á landi. Þess ber vissulega að gæta, að hér er átt við hrein neytendasjónarmið — samtök og stofnanir, sem einungis vinna að hags- munum neytenda almennt og þeirra sem einstaklinga, en hafa engan annan rekstur með höndum, hvorki kaup eða sölu — enga verzlun. Neytendasamtökunum fannst tími til kominn, að ísland yrði aðili að hinni norrænu samstarfsnefnd, sem stofnuð var fyrir 5 árum, og báru fram tilmæli um það við íslenzk stjórnarvöld í s.l. mánuði. Þeim óskum var þannig tekið, að ástæða er til þess að fagna afstöðu ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega viðskiptamálaráðherra, sem mál þetta heyrir fyrst og fremst undir. Hin norræna samstarfsnefnd um neytendamálefni hélt fund í Kaup- mannahöfn dagana 15. og 16. nóvem- ber s.l. og hafði undirritaður þann heiður að vera fulltrúi Islands á þeim fundi. Setningu fundarins var sjón- varpað, og var fulltrúa Islands sýndur sá sómi að vera skipað til sætis við hlið innanríkisráðherra Dana, sem hélt að- alræðuna við setningu fundarins. I sjón- varpsútsendingunni voru því gerð sér- stök skil, að nú væri ísland orðinn form- legur aðili að þess unorræna samstarfi. Komum svo að því, sem ávallt er um spurt: Hvert gagn hefur slíkt norrænt samstarf ? I fyrsta lagi vil ég geta þess, að þær neytendastofnanir, sem óbeint eiga aðild að nefndinni, hafa um árabil veitt Neytendasamtökunum og íslenzk- um neytendum margvíslega aðstoð og leiðbeiningar. Niðurstöður rannsókna þeirra og athugana, sem við höfum tal- ið, að íslenzkum neytendum mættu að gagni koma, höfum við getað birt í leið- beiningabæklingum Neytendasamtak- anna með sérstöku og góðfúslegu leyfi þeirra. En með aðild að nefndinni höf- um við áhrif á það, hvað það er, sem sérstaklega er tekið fyrir, og reynt er sem mest að samræma rannsóknir og athuganir á Norðurlöndum, þannig að starfskraftar nýtist sem bezt og árang- ur verði sem mestur. Á sviði rannsókna höfum við veikasta aðstöðu, þar sem þær eru yfirleitt kostnaðarsamar og oft algjörlega óframkvæmanlegar hér á landi af þeirri ástæðu og oft tæknileg- um einnig. En sjónarmið neytandans er í heild sinni hið sama, hvar sem hann er, — það er afstaða hans gagnvart því, sem hann getur keypt eða hann verður að kaupa. Það er staða hans sem neyt- anda, kaupanda vöru og þjcnustu. Það er réttur hans. Hvernig skal hann sótt- ur og varinn? Og á því sviði höfum við ýmislegt til málanna að leggja, og þar höfum við á ýmsum sviðum meiri 24

x

Norræn tíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norræn tíðindi
https://timarit.is/publication/1680

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.