Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 2

Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 2
Þetta er bara annað hvort við eða þau. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, stofnandi Trés Lífsins Fundið var að eftir- liti með berjum og hnetum. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Sala á FO-vettlingum UN Women á Íslandi hófst í gær en þetta er í áttunda sinn sem UN Women fer af stað í FO-herferð. Ágóði af sölu vettlinganna rennur í að uppræta kynbundið ofbeldi í heiminum en frá því farið var af stað í fyrstu her- ferðina hafa safnast um 80 milljónir króna. Í ár er herferðin helguð hinsegin verkefnum UN Women um allan heim. Mikið bakslag hefur orðið í réttindabaráttu hinsegin fólks á heimsvísu en um tveir milljarðar fólks búa í ríkjum þar sem hinseg- inleiki er álitinn glæpur. Þá banna 84 prósent ríkja heims samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki til- vist þeirra. UN Women á Íslandi fékk 40 hin- segin einstaklinga til að sitja fyrir á öllu því efni sem tengist herferðinni og eru þau andlit herferðarinnar. FO-varningurinn í ár eru vettlingar hannaðir af Védísi Jónsdóttur prjónahönnuði og framleiddir af Varma. Vettlingana má nálgast á heimasíðu Un Women. SJÁ SÍÐU 36 Herferð helguð hinseginleikanum Glatt var á hjalla í frumsýningarteiti FO-herferðarinnar sem var í gær. HEIMA ER BEZT MÁNUDAGA KL. 19.00 OG AFTUR KL. 21.00 Tré lífsins hvetur dómsmála- ráðherra og ríkisstjórnina til að velja Tré lífsins til að taka við þjónustu við bálfarir á Íslandi í stað kirkjunnar. Stofnandi verkefnisins segir tímaskekkju að trúfélag reki bálstofu. birnadrofn@frettabladid.is SAMFÉLAG Stjórn Trés lífsins hvetur dómsmálaráðherra, Jón Gunnars- son, og ríkisstjórnina alla til að taka ákvörðun sem lýsi framsýni, virði valfrelsi og taki tillit til fjölmenn- ingarsamfélagsins Íslands. Ákvörð- unin fælist í því að velja Tré lífsins til að taka við þjónustu við bálfarir á Íslandi. Verkefnið Tré lífsins lýtur að því að opna óháða bálstofu, athafna- rými og minningagarð. Að bálför lokinni getur fólk valið um að láta gróðursetja öskuna ásamt tré í Minningagarði, sem vex til minn- ingar um hinn látna. Tré lífsins er ekki háð trúfélagi. Aðeins ein bálstofa er nú rekin á Íslandi, Bálstofan í Fossvogi. Hún var stofnuð árið 1948. Ákvörðunin sem Tré lífsins ræðir um snýr að því hvort kirkjunni verði veitt fjármagn til að opna nýja bálstofu á Íslandi eða hvort Tré lífsins geti haldið áfram með sitt verkefni. „Við þurfum ekki á stofnfram- lagi frá ríkinu að halda til að halda áfram með okkar verkefni eins og kirkjan þarf,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, stofnandi Trés lífs- ins. „Við fengum að vita það núna í júlí að þessi ákvörðun yrði tekin á haustmánuðum, hvort ríkið ætli að láta kirkjuna fá pening úr ríkissjóði til að byggja nýja bálstofu eða hvort við getum haldið áfram með okkar verkefni,“ segir Sigríður Bylgja. „Þetta er bara annað hvort við eða þau,“ bætir hún við. Sigríður Bylgja segir gott tæki- færi felast í því fyrir ríkisstjórnina að velja Tré lífsins, þannig velji hún nýsköpun, umhverfisvernd og framtíðina. Það felist tímaskekkja í því að trúfélag reki bálstofu. „Það stendur hvergi í lögum eða reglum að ríkið eða kirkja skuli reka bál- stofu,“ segir hún. „Breytingar geta reynst fólki erf- iðar en það er nauðsynlegt að þessi ákvörðun falli með Tré lífsins. Þann- ig er tekið tillit til samfélagsins alls og hversu fjölbreytt það er, að fólk sé ekki neytt til þess að þurfa að fara í gegnum eitt trúfélag þegar það deyr eins og það er núna,“ segir Sigríður Bylgja. Þá segir hún það eina sem standi í vegi fyrir því að verkefnið Tré lífsins geti haldið áfram með sínar áætlan- ir sé ákvörðun ráðherra. Lóð, fyrsta leyfið og vilyrði fyrir 80 prósentum lánsfjármagns til verkefnisins sé tryggt. Ekki sé hægt að halda áfram og safna þeim 20 prósentum sem upp á vanti eða ráðast í gerð samn- inga fyrr en ráðherra gerir ákvörðun sína opinbera. „Ef ráðherra og ríkisstjórnin velja að láta kirkjuna fá peninga úr ríkis- sjóði, umfram árleg fjárframlög ríkisins til kirkjunnar og kirkju- garðanna, þá verður ekkert af Tré lífsins,“ segir Sigríður Bylgja. n Segir tímaskekkju felast í því að trúfélag reki bálstofu Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, stofnandi Trés lífsins, fundaði með Jóni Gunnarssyni, dómsmálaráðherra í maí vegna málsins. MYND/AÐSEND kristinnhaukur@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Eftirlitsstofnun EFTA komst að því í eftirliti í vor að ekki væri tryggt að ákveðnar teg- undir innfluttra matvæla uppfylltu Evrópustaðla. Þetta eru meðal ann- ars ber, hnetur, hnetusmjör, jurta- smjör og te. Samkvæmt skýrslu stofnunar- innar hafa lög ekki verið uppfærð samkvæmt nýjustu Evrópureglu- gerðum og prófanir ekki gerðar nógu oft á landamærum. Einnig að Matvælastofnun gæfi stundum leyfi þrátt fyrir að niðurstöður sýnatöku liggi ekki fyrir. „Þetta eykur lík- urnar á möguleikanum að óörugg matvæli komist á markaðinn,“ segir í skýrslunni. Ísland fékk tíu tilmæli í skýrslunni. n Ísland skammað af eftirlitsstofnun Stofnunin gaf út tíu tilmæli til MAST. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Rampað upp í Reykjadal Fyrsti nýi rampurinn í Reykjadal var vígður í gær við mikinn fögnuð. Það var athafnamaðurinn Haraldur Þorleifsson sem stóð fyrir því. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR 2 Fréttir 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.