Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 4

Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 4
1.155 15,7 prósent kvenna sem starfa á opinberum vettvangi hérlendis hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. 58,8 prósentum hærra útboðsgjald er nú lagt á af ríkinu á erlendar búvörur en var í apríl á þessu ári. 976 þúsund krónur er meðalverð á fermetra íbúðarhús- næðis í Vatnsmýri og Skerjafirði. 5.678 höfðu smitast oftar en einu sinni af Covid hér á landi í lok ágúst. Frá því að verðkönnun ASÍ birtist í fyrra höfum við lækkað álagningu hjá okkur. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmda- stjóri Lyfju n Tölur vikunnar FIAT.IS • ISBAND.IS FULLKOMINN Í BORGARFERÐIR „Ítölsk hönnun hefur alltaf veitt okkur í HAF studio mikinn innblástur og þess vegna varð rafknúinn Fiat 500e fyrir valinu.“ Haf steinn Júlí us son og Karítas Sveins dóttir NÝ SENDING Á LEIÐINNI – TRYGGÐU ÞÉR EINTAK ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 börn í Reykjavík biðu í þessari viku eftir plássi á frístundaheimili. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra sætir harðri gagnrýni fyrir að hafa nýtt undan­ þágu heimild og skipað þjóðminjavörð án þess að auglýsa stöðuna. „Þarna taldi ég að við værum klárlega að tryggja það að fagmennskan fengi að njóta sín,“ sagði Lilja við Fréttablaðið í vikunni. Lára Þorsteinsdóttir 23 ára kona með ein hverfu náði áfangasigri í vikunni er hún fékk inngöngu í áfanga um sagn­ fræðileg vinnubrögð við Háskóla Íslands. Hún hefur gagnrýnt náms­ framboð við skólann fyrir fatlað fólk. „Það er ástæða til að þakka öllum þeim sem lögðu þessu baráttu­ máli mínu lið og opnuðu leiðina fyrir mér inn í sagnfræðinám við Háskóla Íslands,“ skrifaði Lára á Facebook.“ SJÁ SÍÐU 6 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lét af embætti í lok ágúst. „Þetta hafa verið ansi erfið síðustu þrjú ár og það hefur gengið mikið á við heimsfaraldur,“ sagði Þórólfur við Fréttablaðið, „en þetta er eitthvað sem maður er búinn að undirbúa sig fyrir og mennta sig fyrir og þegar maður er að vinna með góðu fólki og fyrst þessi faraldur þurfti að koma er ég þakklátur fyrir að hafa átt þátt í að berjast við hann.“ n n Þrjú í fréttum Niðurstöður verðkönnunar sem Veritabus gerði á dög­ unum á lyfjaverði hjá þeim fjórum lyfsölum sem eru með netverslanir benda til þess að lyfjaverð hafi lækkað hér á landi á milli ára. olafur@frettabladid.is NEYTENDUR Svo virðist sem lyfja­ verð hafi lækkað um nálega þrjú prósent frá því að ASÍ gerði sam­ bærilega könnun í nóvember í fyrra. Þá hefur verðbil milli lyfsala dregist mjög saman. Lyfjaver er eftir sem áður með lægsta verðið en mest hefur verðið lækkað í Lyfju. Lyfsalarnir sem verð var kannað hjá eru Lyfjaver, Lyfja, Garðsapótek og Lyfjaval. Garðsapótek er í eigu Lyfja og heilsu og Lyfjaval er í eigu Orkunnar, sem aftur er í eigu Skeljar fjárfestingafélags. Verð í Lyfju hefur lækkað um tæp níu prósent frá því í nóvember 2021. Í Lyfjavali hefur verð lækkað um tvö prósent. Í Lyfjaveri og Garðsapóteki hefur verð hins vegar hækkað um rúm þrjú prósent á sama tímabili. Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 8,2 prósent á sama tíma. Raun­ lækkun lyfjaverðs er því um 11 pró­ sent og verð í Lyfju hefur lækkað um meira en 15 prósent að raunvirði. Verðbil milli aðila á lyfsölumark­ aði hefur því minnkað verulega. Í nóvember 2021 var munurinn á meðaltalsverði milli dýrustu og ódýrustu lyfjakörfunnar 21,5 pró­ sent en nú er munurinn einungis ríflega 7 prósent, eða um þriðjungur þess sem var. Þá virðist verðlagning lyfjaversl­ ana mun agaðri en fyrr og mun minna er um mikinn verðmun á einstökum vörum milli verslana. Reglur um gjaldtöku fyrir heim­ sendingu eru nokkuð flóknar. Alls staðar er ókeypis ef keypt er fyrir 9.900 krónur eða meira (8.900 í Lyfju). Verð heimsendingar þegar keypt er fyrir lægri fjárhæð er 990 Mikil lækkun lyfjaverðs á milli ára Lyf hafa lækkað verulega í verði milli ára, mest í Lyfju. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR krónur í Lyfju og Garðsapóteki en 1.390 í Lyfjavali og Lyfjaveri. Lyfja býður ávallt ókeypis heimsendingu ef eitt lyfseðilsskylt lyf er í körfunni en hjá öðrum er skilyrði um að tvö ávísanaskyld lyf séu í körfunni til að heimsending sé ókeypis þegar keypt er fyrir minna en 9.900 krónur. Frí heimsending er almennt einungis í boði á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Lyfju, segir fyrirtækið ávallt vinna markvisst að því að halda vöruverði í skefjum. Lyfja rekur 46 apótek hringinn í kringum landið og sama verð er alls staðar. „Auk þess erum við með þrjár verslanir hér á höfuðborgar­ svæðinu sem eru opnar frá 8 til 24 alla daga ársins. Frá því að verð­ könnun ASÍ birtist í fyrra höfum við lækkað álagningu hjá okkur og ráðist í markvissar aðgerðir til að halda kostnaði í skefjum til að leggja okkar af mörkum til að halda vöruverði lágu án þess að það komi niður á því háa þjónustustigi sem við bjóðum.“ Sigríður Margrét nefnir sem dæmi að dótturfyrirtæki Lyfju, Heilsa, sem f lytur inn ýmsar vörur sem Lyfja selur, hafi náð að festa verð á bætiefnum frá Gula miðanum fram til áramóta. Niðurstöður könnunar Verita­ bus gefa til kynna virka og vaxandi samkeppni á lyfsölumarkaði, en þar eru turnarnir tveir, Lyfja og Lyf og heilsa, með stærstu markaðs­ hlutdeildina, Lyfjaval virðist vera í mikilli sókn og Lyfjaver með lægsta verðið. n 4 Fréttir 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.