Fréttablaðið - 03.09.2022, Síða 8

Fréttablaðið - 03.09.2022, Síða 8
Yfirskrift auglýsingar- innar var „Harvey Specter eða Ally McBeal“. Við erum ekki þjóð á meðal þjóða nema að sinna þessum rann- sóknum af kostgæfni. Davíð Þór Óðinsson, jarðfræðingur AKRANES Mínúturnar eru fjölskylduvænni á Akranesi ÞAÐ ER STUTT ninarichter@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Í gær birtist auglýsing á vef Stjórnarráðsins frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyt- inu þar sem auglýst er eftir „frá- bærum lögfræðingi“. Það sem athygli vekur er orðalag auglýsingarinnar. Yfirskriftin er: „Harvey Specter eða Ally McBeal“. Báðar þessar persónur eru skáld- aðar sjónvarpsþáttapersónur úr bandarískum lögfræðiþáttum. Í inngangi auglýsingarinnar segir: „Það skiptir okkur engu máli hvort eða hvaða sjónvarpssería kveikti áhuga þinn á lögfræði.“ Jafnframt er auglýst eftir manneskju sem er: „Nokkurs konar stálhnefi í silki- hanska“. Um er að ræða fullt starf lögfræð- ings á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni. Í júní auglýsti ráðuneytið þrjár stöður, sem titlaðar voru „spek- ingur á sviði háskóla og vísinda“, „talnaspekingur sem elskar árang- ursmælikvarða“ og „snillingur í nýsköpun“. Í júlí kom fram að ráðuneyti ferðamála, viðskipta og menningar- mála hefði til skoðunar umræddar star fsauglýsingar háskóla- og nýsköpunarráðuneytis síðan í júní, þar sem ekki var krafist íslensku- kunnáttu umsækjenda. Íslensk mál- nefnd taldi þar um að ræða skýrt brot á lögum um stöðu íslenskrar tungu. Í nýju auglýsingunni er íslensku- kunnáttu krafist, auk enskukunn- áttu. Þá er gott vald á Norðurlanda- máli einnig talið kostur. n Ráðuneyti Áslaugar Örnu vill ráða til sín íslenskumælandi stálhnefa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, iðn- aðar- og nýsköpunarráðherra. Plógför ísjaka sem fannst á sex hundruð metra dýpi segir sína sögu um stærð ísaldarjökulsins samkvæmt jarðfræðingi stofnunarinnar. Rannsóknarskipið Árni Frið- riksson kortlagði nærri níu þúsund ferkílómetra svæði. ser@frettabladid.is NÁTTÚRA Vísindamenn á vegum Hafrannsóknastofnunar fundu plógför eftir ísjaka á sex hundruð metra dýpi á hafsbotninum út af Látrabjargi í nýafstöðnum leið- angri sínum við að kortleggja hafs- botninn, en álíka för fundust einn- ig á stórri sléttu í hyldjúpunum við Grænlandssund. „Það segir sína sögu um umfang ísaldarjökulsins sem lá yfir landinu og stórum hluta af landgrunninu á síðustu ísöld,“ segir Davíð Þór Óðinsson, jarðfræðingur hjá stofn- uninni og einn leiðangursmanna, en þá hafi sjávarstaða verið allt að 150 metrum lægri en hún þekkist í dag. Þeir héldu til á rannsóknarskip- inu Árna Friðrikssyni frá 3. til 26 ágúst og kortlögðu alls um 8.964 ferkílómetra hafsvæði vestan við Látragrunn, á Dohrnbanka og á Sel- vogsbanka. Leiðangurinn er hluti af átaksverkefni Hafrannsóknastofn- unar um kortlagningu hafsbotns í efnahagslögsögu Íslands. Og þrátt fyrir að talsverð bræla úti fyrir landinu hafi háð rannsóknum þeirra, sem gerðar eru með fjöl- geislamæli, urðu vísindamennirnir margs vísari um líf og lögun undir- djúpanna. Fyrir utan plógförin á svo miklu dýpi sem fyrr er getið má heita að aurkeilur á Látragrunni hafi vakið mikla athygli, en þær myndast við gruggstrauma (e. turbidity currents) þar sem þyngri kornin falla fyrst úr upplausn og mynda lagskipta ein- ingu. Þá vöktu lítil sjávarfjöll vestan við Surtsey líka athygli, um fimmtíu til sextíu metrar á hæð sem virðast raða sér eftir tveimur sprungu- stefnum, annars vegar NA-SV og hins vegar NV-SA á Selvogsbanka. Davíð Þór segir kortlagningu hafsbotnsins afar mikilvæga fyrir Íslendinga, en hagsmunirnir séu margvíslegir, ekki einasta hvað varðar búsvæði botndýra og hrygn- ingarstaði nytjastofna, heldur líka til að gefa stoðir undir verndartil- skipanir, finna heppileg svæði fyrir sjóeldi, lagningu sæstrengja, sjó- öryggi og hafréttarkröfur. „Við erum ekki þjóð á meðal þjóða nema að sinna þessum rann- sóknum af kostgæfni,“ segir Davíð Þór Óðinsson, nýkominn í land og minnir á að líklega eigi enn eftir að kortleggja um helming hafsbotns- ins í lögsögu Íslands. n Plógför ísjaka á miklu dýpi Rannsóknar- skipið Árni Friðriksson kortlagði sjávar- botninn frá 3. til 26. ágúst. MYND/ HAFRANNSÓKNA STOFNUN Sjávarfjöllin sem fundust út af Surtsey. MYND/HAFRANNSÓKNASTOFNUN birnadrofn@frettabladid.is FJÖLMIÐLAR Aukinn kraftur hefur verið færður í dreifingu Fréttablaðs- ins og verður blaðið nú aðgengilegt í öllum Bónusverslunum landsins alla fimm útgáfudaga blaðsins. Á næstu vikum verður dreifing aukin enn frekar og blaðastöndum verð- ur komið fyrir á f leiri fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og á landsvísu. Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðsmála hjá Torgi, segir verkefnið lið í aukinni þjónustu við lesendur. „Við viljum koma blaðinu á sem flesta staði vítt og breitt um landið og á sama tíma bjóðum við les- endum að ná í Fréttablað í stafrænu formi í gegnum Fréttablaðsappið okkar, sem er aðgengilegt fyrir allar tegundir snjallsíma,“ segir hann. Fréttablaðið verður boðið í papp- írsformi í verslunum en á blaða- stöndunum og víða í blaðinu sjálfu er einnig QR-kóði þar sem fólk getur náð í Fréttablaðs-appið þar sem nýjasta tölublað er ávallt í boði eða lesið fréttir á frettabladid.is en þar er einnig hægt að nálgast blaðið á PDF-fomi. n Aukinn kraftur í dreifingu blaðsins Til að byrja með verður hægt að nálgast blaðið í verslunum Bónuss. 8 Fréttir 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.