Fréttablaðið - 03.09.2022, Síða 22

Fréttablaðið - 03.09.2022, Síða 22
Þetta var góður leikur hjá okkur og sann- færandi sigur. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands Okkur datt í hug að það væri skemmti- legast að vera á þeirra vettvangi, nálgast þau á þeirra forsendum. Guðrún Þóra Arnardóttir hjá Sorgarmiðstöðinni Þrátt fyrir erfiðleika í Bestu deildinni á tíma- bilinu gæti FH enn náð í Evrópusæti með því að sigra í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Víkingi R. helgifannar@frettabladid.is FÓTBOLTI Það hefur lifnað yfir karlaliði FH undanfarið, en rúmar tvær vikur eru frá því að haldinn var samstöðufundur í Kaplakrika til að bregðast við afar döpru gengi liðs- ins á tímabilinu, enda liðið komið í algjöra fallbaráttu. Þegar fundurinn var haldinn hafði FH ekki unnið í ellefu leikj- um í röð í deild. Í kjölfar hans kom þó loks sigur, 3-0 gegn Keflavík á heimavelli. Við tók svo markalaust jafntefli á útivelli gegn KR. Á fimmtudag tryggði FH sér sæti í úrslitaleik Mjólkurbikarsins með 2-1 sigri gegn KA á heimavelli. Fögn- uðurinn eftir leik var ósvikinn og andrúmsloftið í Krikanum breytt. Það væri því hægt að færa sterk rök fyrir því að samstöðufundurinn hafi skilað sínu í Hafnarfirðinum. Þó vindurinn blási með Eiði Smára Guðjohnsen og FH þessi misserin er þó ekki hægt að horfa fram hjá því að liðið er enn í fallbar- áttu. Bikarsigur myndi hins vegar fara langt með að fá stuðnings- menn til að fyrirgefa slæmt gengi í deildinni, svo lengi sem FH heldur sér í henni. n Samstöðufundur hefur skilað sínu helgifannar@frettabladid.is RAFÍÞRÓTTIR Sorgarmiðstöðin held- ur á næstunni mót í tölvuleiknum vinsæla FIFA 22, til styrktar ung- mennastarfi sínu. Mótið verður haldið þann 11. september klukkan 14. Fer það fram hjá Arena Gaming, þjóðarleikvangi Íslands í rafíþróttum. Rafíþrótta- samtök Íslands og GameTíví styðja við bakið á mótinu. Það kostar 3.900 krónur að taka þátt, með þátttökugjaldinu fylgja einnig þrír miðar í lukkupott. Hægt verður að kaupa f leiri miða í lukkupottinn á meðan mótinu stendur. Glæsilegir vinningar verða í boði, eins og Playstation 5 tölva og FIFA 23, auk vinninga frá Cinta- mani, Origo Brandson, Bestseller, 66°Norður, Sambíóunum, Nexus, Sportvörum, Altis, Músík og sport, Bætiefnabúllunni, Ölgerðinni og fleirum. Sorgarmiðstöðin hefur það að markmiði að styðja við syrgjendur. Í samtali við Fréttablaðið segir Guð- rún Þóra Arnardóttir hjá samtök- unum að þau hafi viljað halda við- burð sem tengist ungmennastarfi þess sérstaklega. „Við vorum að hugsa um ein- hverja skemmtilega leið til að safna fyrir ungmennastarfið okkar, líka til að ná til ungmenna sem hafa misst. Svo okkur datt í hug að það væri skemmtilegt að vera á þeirra vettvangi, nálgast þau á þeirra for- sendum.“ Sorgarmiðstöðin fékk sterka aðila með sér í lið til að gera mótið sem flottast. „Við höfðum samband við Arena og þau voru rosalega til í að gera þetta með okkur. Fljótlega komu svo Rafíþróttasamtök Íslands með í þetta líka og vildu lyfta þessu á enn hærra plan.“ Tveir verða saman í liði á mótinu. Íslenska landsliðið í FIFA 22 verður á staðnum. Verður hægt að skora á þau í leik. n Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta á mótið þurfa ekki að örvænta. Því verður streymt á Stöð 2 esport, mbl. esport og Twitch-rás RÍSÍ. Því verð- ur lýst af Ómari Frey Sævarssyni. Öllu til tjaldað á FIFA-móti Sorgarmiðstöðvarinnar Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, ásamt Sigurvini Ólafssyni. Það verður keppt í tölvuleiknum FIFA 22 til styrktar Sorgarmiðstöðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Íslenska landsliðið í knatt- spyrnu er í kjörstöðu fyrir hreinan úrslitaleik gegn Hol- landi á útivelli í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2023 eftir stórkostlegan 6-0 sigur á Belarús á Laugardalsvelli í gærkvöldi aron@frettabladid.is FÓTBOLTI Gestirnir frá Belarús réðu ekkert við leikmenn íslenska liðsins sem stjórnuðu leiknum alveg frá fyrstu mínútu. Hápressa liðsins sem og föst leikatriði reyndust gest- unum sérstaklega erfið. Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor í leiknum og þær Selma Sól Magnúsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir settu síðan eitt markið hvor og innsigluðu sigur Íslands. Sigurinn þýðir að jafntefli gegn Hol- landi í lokaumferð riðilsins nægir til þess að tryggja Íslandi beint sæti á HM. Eftir sigur gærkvöldsins situr Ísland á toppi síns riðils með einu stigi meira en Holland en liðin mætast í lokaumferð undankeppn- innar á þriðjudaginn næstkomandi. Örlögin enn í höndum íslenska landsliðsins. Það er eiginlega alveg sama hvar gripið er niður í tengslum við íslenska liðið í gærkvöldi, það virtist allt ganga upp. Miðja liðsins var þétt fyrir, hraði Sveindísar Jane á hægri kantinum í bland við teknísku hlið Amöndu Andradóttur úti vinstra megin olli gestunum miklum vand- ræðum Þorsteinn Halldórsson, lands- liðsþjálfari Íslands vildi hins vegar ekki meina að um óaðfinnanlega frammistöðu hjá sínu liði hafi verið að ræða. „Sem þjálfari er maður alltaf að leita að einhverjum smá- atriðum og vill alltaf gera betur en heilt yfir var þetta góður leikur hjá okkur og sannfærandi sigur. Við gerðum vel í því að láta leik- mönnum Belarús aldrei líða vel inn á vellinum. Við sýndum mikla grimmd, vinnusemi og þrýstum þeim niður þannig það var alltaf langt hjá þeim í markið.“ Það var vel mætt á Laugardalsvöll í gærkvöldi og áhorfendur studdu rækilega við bakið á íslenska lands- liðinu, eitthvað sem Þorsteinn telur að leikmenn taki með sér til Hol- lands. ,,Áhorfendur skipta okkur máli, stuðningurinn og hvatningin er eitthvað sem við tökum með okkur. Þetta ýtir við fólki, hjálpar því og hvetur það áfram. Það var virkilega gaman að vera viðstaddur þennan leik á Laugardalsvelli og finna fyrir þessum stuðningi frá áhorfendum.“ n Stelpurnar okkar skrefi nær HM Stelpurnar okkar fögnuðu hverju markinu á fætur öðru í leik gær- kvöldsins og færði sigurinn stelpurnar á toppinn í sínum riðli. Þær keppa næst við Hol- land í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTONBRINK. Sveindís Jane átti frábæran leik í gærkvöldi. 22 Íþróttir 3. september 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.