Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 36

Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 36
Fátt er betra til að taka á móti haustlægðunum en að elda lokkandi pasta með silkimjúkri sósu og reyktum undirtónum. Hér er upp- skrift að klassísku pasta carbonara fyrir 3-4. jme@frettabladid.is Carbonara er klassískur pasta- réttur frá Ítalíu og þvert á það sem margir halda, þá er ekki ein einasta ögn af rjóma í réttinum. Í staðinn er gerð dásamlega rjómakennd þeyta úr pastavatni, eggi og osti. Hefðbundið er að nota verkað feitt grísakjöt eins og guanciale eða pancetta, en einnig er algengt að skipta því út fyrir beikon. Carbonara pasta 375 g pasta, til dæmis linguini, spagetti, eða annað 150 g rifinn parmesanostur, Pe- corino romano virkar líka vel 3 egg Slatti af nýmöluðum svörtum pipar 200 g pancetta, guanciale eða beikon skorið niður í 0,5 cm teninga Valkvætt: 100 g sveppir, niður- skornir að eigin vali og um 2 dl frosnar grænar baunir Skerðu pancetta niður í um 0,5 cm litla bita og settu á þurra pönnu á lágan hita. Leyfðu fitunni að bráðna og steiktu uns bitarnir eru brúnaðir. Helltu fitunni af í ílát. Hana má nota til að steikja svepp- ina og grænerturnar eða annað í framtíðinni. Í þessu skrefi er einn- Himneskt og hefðbundið haustpasta Besta vopnið gegn haust- lægðinni er huggulegur heimilismatur. Fréttablaðið/ getty ig sniðugt að steikja sveppina og skella grænertunum út á pönnuna á síðustu stundu svo þær þiðni en haldi græna litnum. Rífðu niður ostinn á fína hluta rifjárnsins og hrærðu saman með þremur eggjum og nýmöluðum pipar. Sjóddu pasta samkvæmt pakkningu. Helltu pastavatninu af en geymdu um 3 dl af því til að nota í samsetningunni. Nokkrum mínútum áður en pastað er soðið skaltu hita upp pancetta, sveppina og erturnar ef það hefur kólnað. Eftir að þú hefur sigtað pastað er það aftur sett í pottinn sem það var soðið í. Helltu ostahrærunni út í á meðan pastað er enn heitt. Hrærðu saman samstundis svo eggin eld- ist ekki of hratt. Skvettu nokkrum matskeiðum af pastavatni út í til að þynna sósuna. Settu svo pancetta út í ásamt sveppum og grænertum. Smakkið til með salti, pipar og parmesanosti. Gott er að rífa niður auka parmesanost yfir rétt áður en rétturinn er borinn fram og strá ítalskri saxaðri stein- selju yfir. Guðlast bjargar afgöngunum Margir telja það nær ómögulegt að hita upp afganga af carbonara pasta þar sem eggin í sósunni eiga það til að harðna og sósan missir mjúk- leika sinn. Þar kemur rjóminn hins vegar til bjargar. Pastaafgangarnir eru þá settir á heita pönnuna ásamt smá rjómaslettu. Pastað hitnar og rjóminn sýður og þykknar og mýkir upp sósuna án þess að þynna hana út um of. Hins vegar má þó ekki kalla réttinn „carbonara“ lengur, að minnsta kosti ekki í viðveru Ítala, því slíkt væri guðlast. n Snyrti- og förðunarfræð- ingurinn Maríanna Páls- dóttir lenti í óskemmtilegri lífsreynslu í veiðiferð fyrr á árinu þegar hnéð á henni stokkbólgnaði skyndilega. Hún brá á það ráð að taka inn túrmerik-töflur og bólgan hvarf á nokkrum dögum. „Eftir að ég fékk Covid-bólu- setningarnar byrjaði ég að finna fyrir bólgum í líkamanum, bæði í hnjám og olnbogum. Ég spáði samt ekkert mikið í það en svo fékk ég Covid í mars og þá snarversnuðu bólgurnar,“ segir Maríanna. „Ég er rosalega vakandi fyrir því sem ég geri við líkama minn. Ég drekk endalaust af vatni, ég drekk ekki áfengi, ég tek engin lyf. Það er ekkert sem ég get sett putt- ann á sem ýtir undir bólgur hjá mér. Ég get þess vegna ekki tengt bólgurnar við neitt annað en bólu- setningarnar og svo Covid.“ Í áðurnefndri veiðiferð upplifði Maríanna að liðirnir voru verri en venjulega. „Allt í einu upp úr þurru verð ég stokkbólgin á öðru hnénu og það var þá sem ég tók eftir því hvað túrmerik-töflurnar eru áhrifaríkar. Mér verður alltaf illt í maganum ef ég tek bólgueyðandi lyf svo ég reyni alltaf að sleppa þeim. Ég reyni frekar að finna einhverja náttúrulega lausn fyrst. Eins og að drekka meira vatn, sleppa brauði og sykri eða taka út einhverja fæðu sem mér finnst ekki gera mér gott,“ segir hún. „Nema hvað, í þessari veiðiferð var ég með rótsterkar bólgu- eyðandi töflur, en ég vissi að ef ég tæki þær þá yrði mér á móti rosa- lega illt í maganum. Það var ekki í boði í þessum aðstæðum. Ég var úti í náttúrunni innan um kletta og gljúfur og ég gat ekki verið að drepast í maganum þar. En ég gat heldur ekki staðið úti í á að veiða með rosalegan verk í hnénu.“ Bólgurnar hurfu Kokkurinn í Stóru-Laxá kom þá með þessa frábæru hugmynd, að taka inn túrmerik-töflurnar frá ICEHERBS, sem hún var með í veiðihúsinu og viti menn, þær snarvirkuðu. „Það er ráðlagt að taka eina til tvær töflur á dag en ég tók fjórar til fimm, það er ekki ráðlagt en ég gerði það bara í nokkra daga. Það snarvirkaði, bólgurnar bara hurfu. Ég er viss um að það var túrme- Túrmerik bjargaði veiðiferðinni Maríanna uppgötvaði túrmerik- töflur þegar hún bólgnaði skyndilega upp í veiðiferð. En bólgurnar snarminnkuðu eftir inntöku túrmeriksins. MyND/aðSeND rikinu að þakka því það eina sem ég gerði öðruvísi en venjulega var að dæla í mig túrmerik-töfl- unum,“ segir hún. „Ég fann mun á öllum líkamanum, ekki bara hnénu. Ég tek vítamín fyrir húð, hár og neglur, D-vítamín og svo tek ég túrmerik. Ég tek engin önnur bætiefni. Ef ég prófa að sleppa túrme- rikinu í svona viku þá finn ég strax mun svo ég held áfram að taka það.“ Maríanna segir að með túrmerikinu hafi henni tekist að halda bólgunum niðri og hún hafi ekki aftur lent í svipuðu atviki og í veiðiferðinni. „Ég tek alltaf eina til tvær töflur á dag og þetta hefur ekki gerst aftur. Eftir að hafa prófað þetta myndi ég aldrei dæla lyfjum í börnin mín án þess að prófa náttúrulega leið fyrst. Ég er agndofa yfir því hvað túrmerik hefur gert fyrir mig.“ Náttúrulegt bætiefni ICEHERBS framleiðir bæði mildar túrmerik-töflur og sterkar túr- merkik-töflur. Auk túrmeriks innihalda þær íslensk fjallagrös sem eru viðurkennd lækningajurt sem hjálpar til við að draga úr bjúg. Sterkar túrmeriktöflur innihalda auk þess svartan pipar sem eykur upptöku túrmeriksins og marg- faldar áhrifin. Túrmerik hefur verið þekkt í þúsundir ára fyrir eiginleika sína sem bólgueyðandi jurt og sem kröftug andoxun. Túr- merik er einnig talið geta hjálpað gegn ýmsum öðrum kvillum, allt frá meltingartruflunum upp í gigtarsjúkdóma. Bætiefnin frá ICEHERBS eru hrein og náttúruleg. Lögð er áhersla á að virkni skili sér í réttum blöndum og að eiginleikar inni- haldsefnanna viðhaldi sér að fullu. Vörurnar eru framleiddar á Íslandi og innihalda engin óþarfa fylliefni. n ICEHERBS fæst í öllum betri matvöruverslunum, apótekum, heilsuvöruverslunum og glæsi- legri vefverslun iceherbs.is. 4 kynningarblað A L LT 3. september 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.