Fréttablaðið - 03.09.2022, Qupperneq 47
Vilt þú hafa áhrif
á framtíð orkumála?
Orkstofnun leitar að færum sérfræðingum í leiðandi störf sem gefa tækifæri til að móta umgjörð orkumála
í takt við kröfur samtímans þar sem áhersla er lögð á orkuskipti, nýsköpun og loftslagsmál
os.is
Fjármála og rekstarstjóri
Leitað er að öflugum stjórnanda með mikla færni á sviði fjármála og
rekstrar til að leiða uppbyggingu og þróun á rekstri og innri þjónustu.
Starfið krefst reynslu af mannaforráðum, færni í rekstrar og áætlanagerð,
sem og af árangursríku umbótastarfi. Um er að ræða krefjandi
uppbyggingarstarf hjá stofnun sem gegnir lykilhlutverki í sjálfbærri
nýtingu orkuauðlinda, orkuskiptum og innleiðingu nýrrar orkutækni.
Nánari upplýsingar um ábyrgð, hæfniskröfur, umsóknafrest
og fleira má finna inn á vefsíðu Orkustofnunar:
os.is/Orkustofnun/laus-storf/
Sérfræðingur í beinni nýtingu
jarðhita og hitaveitum
Leitað er að sérfræðingi með brennandi áhuga á hitaveitum og lífsgæðum
landsmanna er tengjast beinni nýtingu jarðhita. Viðkomandi þarf að
hafa góða innsýn í rekstur hitaveitna og sjálfbæra jarðhitanýtingu, vera
drífandi, geta miðlað upplýsingum um málaflokkinn innan stofnunar
og utan og sýnt frumkvæði er varðar tækifæri til úrbóta. Starfið felur
í sér mikilvægt hlutverk í erlendum samskiptum og verkefnum á sviði
stjórnsýslu og fræðslu um hitaveitur og jarðhita. Spennandi tækifæri
til að hafa áhrif á orkuskipti og loftslagsmál í Evrópu og miðla íslensku
hugviti í þeim efnum.
Lögfræðingur á sviði orku og auðlindamála
Leitað er að lögfræðingi með brennandi áhuga á sviði umhverfis-,
auðlinda- og orkumála og innsýn í stjórnsýslu til að hafa yfirsýn
yfir lagalega umgjörð stofnunarinnar og nýta þekkingu sína til rýni,
umsagna og álitsgerða. Um er að ræða krefjandi starf sem reynir á
lögfræðilega kunnáttu og færni.
Umsjónarmaður niðurgreiðslna og styrkja
til umhverfisvænnar orkuöflunar
Leitað er að sérfræðingi til að halda utan um niðurgreiðslur á
rafhitun og verkefni sem lúta að fjölbreyttum leiðum til að draga
úr rafhitunarþörf til húshitunar. Viðkomandi þarf að hafa brennandi
áhuga á málaflokknum, vera drífandi, geta miðlað upplýsingum innan
stofnunar sem og utan og sýna frumkvæði er varðar tækifæri til úrbóta
innan málaflokksins. Starfið krefst góðra samskiptahæfileika og áhuga
á að koma með virkum hætti að verkefnum sem snúa að möguleikum
til umhverfisvænnar orkuöflunar og raforkuframleiðslu sem dregið
geta úr raforkuþörf til hitunar.
Orkustofnun starfar í þágu samfélagsins og í takt við orkustefnu
Íslands. Hlutverk hennar er að skapa skýra umgjörð um orkumál, stuðla
að nýsköpun og upplýstri umræðu og að veita stjórnvöldum faglega
ráðgjöf í þágu almannaheilla. Stefna Orkustofnunar er að byggja upp
þekkingu á fagsviðum stofnunarinnar svo sem á sviðum orkuvinnslu,
orkunýtingar og loftslagsmála, stunda skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu,
sem og sjálfstætt vandað eftirlit.
Orkustofnun leggur áherslu á að vera framsýn, traust og skilvirk stofnun,
með sem jafnast kynjahlutfall.