Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 70

Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 70
Þrívíð litrík verk Krist- ínar Dýrfjörð sýna meðal annars þúfur, móa og fjöll. Hún sýnir verk sín á Safna- safninu á Akureyri þessa dagana. Næsta sumar mun hún halda sýningu í Lista- safni Samúels Jónssonar í Selárdal. starri@frettabladid.is Kristín Dýrfjörð, dósent við Hug- og félagsvísindasvið við Háskólann á Akureyri, sýnir útsaumaðar myndir á Safnasafninu á Svalbarðseyri við Eyjafjörð þessa dagana. Sýningin ber heitið Að undrast með nál – Þar sem þráðurinn verður sagan, og verður í gangi út ágúst en færist ásamt fleiri verkum yfir í Háskól- ann á Akureyri um miðjan október. „Verkin mín eru frjáls saumur, þau verða til þegar ég horfi á stram- mann sem ég sauma í. Upphaflega voru þau alfarið tvívíð þar sem ég saumaði aðallega fugla, jurtir og barnabörnin mín við leik í nátt- úrunni. En ég er mjög nýjungagjörn og þarf sífellt að ögra mér og þá kom upp sú hugmynd að reyna að gera verkin þrívíð, reyna að gera þúfur og fjöll í þau.“ Saumar líka minningar Hugmyndir að verkum koma úr ólíkum áttum að hennar sögn. „Fyrst voru það bara hugmyndir um þúfur, seinna voru það jafn- vel þúfur tengdar upplifun af stað, eins og af Holtavörðuheiði þegar ég hef stoppað þar. Ég tek mikið af myndum af jurtum og landslagi, en segist þá vera að safna litum sem Blanda af slökun og skapandi áskorunum Kristín Dýrfjörð, dósent við Hug- og félagsvísindasvið við Háskólann á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Verk Kristínar Dýrfjörð sýna meðal annars þúfur, móa og fjöll. Þrívíð verk Kristínar Dýrfjörð eru bæði litfögur og falleg. stundum og stundum ekki lenda í myndunum mínum.“ Í vor og sumar tók hún upp á því að sauma minningar um ferðir eða atvik. „Sem dæmi saumaði ég litla sögu sem mamma sagði mér úr sínu lífi. Með því varð hennar minning mín minning og okkur sameiginleg.“ Í upphafi saumaði Kristín alfarið með tvinna en hún hefur víkkað út notkun sína. „Í dag nota ég allt mögulegt garn í myndirnar. Ég nota ull, útsaumsgarn, hör, silki og raunar hvaða þráð sem er. Mikið hefur mér verið fært en svo kaupi ég líka á nytjamörkuðum og einstaka sinnum fell ég í freistingu og kaupi mér í búðum.“ Lengi verið aðdáandi útsaums Það eru ekki mörg ár síðan Kristín tók upp saumaskap en árið 2019 var hún stödd í útlöndum við vinnu í nokkrar vikur og þurfti að hafa eitthvað í höndunum til að skapa, svo hún sykki ekki inn í tölvuna sína. „Hins vegar hef ég alla tíð verið ákafur aðdáandi útsaums en taldi mig ekki geta talið út eða farið eftir uppskrift, bara dáðst að þeim sem það geta. Mín leið varð því að vera eins og málverk eða teikning. Verkin verða að flæða fram.“ Horfir og hugsar Í erilsömu starfi sínu hjá Háskólan- um á Akureyri er gott að geta skipt yfir í öðruvísi skapandi verkefni. „Í saumaskap hef ég fundið slökun en líka skapandi áskoranir. Mér líður samt eins, þegar ég horfi á tómt efnið, og þegar ég ætla að byrja að skrifa fræðigrein. Ég horfi og horfi og hugsa, ég hugsa um hvað eigi að vera til staðar, hvaða stóru mynd ég ætla að draga í grein og á mynd. Oft á ég erfitt með að koma mér af stað, en þegar ég byrja rennur verkið vel áfram, svona oftast.“ Ekki hætt að ögra sér Sýningin á Safnasafninu verður fram yfir annan sunnudag í sept- ember en verkin, auk fleiri verka, færast svo yfir í gallerí bókasafns Háskólans á Akureyri í október. Kristínu hefur einnig verið boðið að sýna í Listasafni Samúels Jónssonar í Selárdal næsta sumar. „Það finnst mér einstakur heiður og ætla ég að sauma verk sem tengjast staðnum og verkum hans. Að öðru leyti reikna ég með að sauma áfram enda ekki enn hætt að ögra mér og er þegar farin að hugsa öðruvísi myndir. Hvort mér auðnist að framkvæma hugsanir mínar á eftir að koma í ljós. Í starfi mínu við háskólann er líka margt spennandi fram undan, rannsóknir og kennsla. En ég hef lengi verið upptekin af vinnuaðstæðum í leikskólum landsins og leik barna, þessa daga er ég að byrja að skrifa um hvort tveggja.“ n Verkin mín eru frjáls saumur, þau verða til þegar ég horfi á strammann sem ég sauma í. Kristín Dýrfjörð ME KO .IS 10 kynningarblað A L LT 3. september 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.