Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 76

Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 76
Margar þessara hreyfinga sem vinna gegn réttindum hinsegin fólks eru vel fjár- magnaðar af auð- ugum einstakl- ingum, samtökum og trú- félögum. Nú fyrir helgi fór af stað átt- unda FO herferð UN Women þar sem varningur er seldur til stuðnings verkefnum þeirra. Samtals hafa um 80 milljónir króna safnast í herferðunum og sú í ár verður tileinkuð hin- segin verkefnum. Stella Samúelsdóttir, fram- kvæmdastýra UN Women hér á landi, segir hinsegin málefnin hafa orðið fyrir valinu vegna gríðarlegs bak- slags sem þau merki í réttindabar- áttu hinsegin fólks á síðustu árum. „Þar með talið innan Sameinuðu þjóðanna, þar sem aðildarríki tak- ast á um þessi málefni. Íhaldssamar ríkisstjórnir, trúarhópar og jafnvel frjáls félagasamtök hafa barist gegn réttindum hinsegin fólks í áratugi líkt og þau berjast gegn kynjajafn- rétti. Réttindi hinsegin fólks eru máluð upp sem aðför að hinni hefð- bundnu fjölskyldu og normatífum samfélagslegum gildum,“ segir hún og bætir við að bakslagið megi einn- ig rekja til uppgangs hægri öfgasinn- aðra stjórnmálaflokka og -manna, þjóðernishyggju, útlendingahaturs og bókstafstrúar. Hatursorðræða áberandi „Þessi fjandskapur í garð hinsegin fólks verður æ sýnilegri í milli- ríkjasamböndum og samfélagslegri umræðu. Margar þessara hreyfinga sem vinna gegn réttindum hinsegin fólks eru vel fjármagnaðar af auð- ugum einstaklingum, samtökum og trúfélögum. Þessi félagasamtök vinna ekki einungis gegn réttindum hinsegin fólks, heldur einnig réttind- um kvenna,“ segir Stella og bendir á þróun mála í Bandaríkjunum máli sínu til stuðnings. Ísland er ekki undanskilið þessu bakslagi og segir Stella þau heyra af ungu fólki sem ráðist sé á með sví- virðingum og niðurlægingu. „Þetta er hræðilegt. Þetta er sterka flotta unga fólkið okkar sem er að koma út úr skápnum og telur sig vera að koma út í samfélag umburðar- lyndis, en mætir í staðinn fordómum og hatursorðræðu. Tölurnar tala sínu máli en 80 prósent skólabarna í löndum Evrópusambandsins hafa séð eða heyrt neikvæð ummæli og hegðun í garð skólasystkina sem eru hinsegin. Þetta eru sláandi tölur og væri áhugavert að kanna hver staðan væri hér á landi. Við höfum heyrt að mikið af hatursorðræðu gegn ungu hinsegin fólki eigi sér stað á samfélagsmiðlum, þar sem þau eru hreinlega elt uppi. Við verðum að bregðast við þessu strax.“ Engin töluleg gögn til Eins og fyrr segir mun ágóði her- ferðarinnar í ár renna til hinsegin verkefna UN Women. „Eitt mikilvægasta verkefni UN Women í þágu hinsegin fólks er gagnaöf lun. Ósýnileiki hinsegin fólks, þegar kemur að gögnum, er ein stærsta hindrunin í baráttunni fyrir jöfnum réttindum þeirra. Úrelt viðhorf valda bakslagi Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Áætlað er að um 19 milljónir til 1 milljarður fólks í heiminum í dag sé hinsegin. Þetta eru þó ágiskanir, því töluleg gögn um tilvist þeirra eru ekki tiltæk. Ef við búum ekki yfir upplýsingum um hinsegin fólk, búsetu þess, stöðu og þarfir, er erfitt að bregðast við þeim.“ Stella bætir við að verkefnin hér á landi hafi helst verið vitundar- vakning um stöðuna og að safna fjármunum til verkefna UN Women á alþjóðavísu. „Við tökum heils hugar undir að það verði að auka fræðslu á Íslandi um málefni hinsegin fólks. Án fræðslu komumst við ekkert áfram. Það er ákall eftir fræðslu frá unga fólkinu okkar og við verðum að bregðast við því. Fyrir okkur eldra fólkið held ég að okkur veitti svo sannarlega ekki af því að opna augu okkar fyrir fjölbreytninni, læra og hlusta og bæta um leið samfélagið okkar þannig að við öll fáum að blómstra. Við sem erum foreldrar þurfum líka að fylgjast með því sem börnin okkar eru að gera og horfa á á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar geta verið stórhættulegir börnum þar sem oft er verið að koma á fram- færi efni sem er engan veginn byggt á réttum upplýsingum og getur verið stórhættulegt eins og við erum að heyra mörg dæmi um.“ Ekki nóg að breyta lögum Stella segir okkur heppin hér á landi að almennt hafi stjórnvöld staðið sig vel í því að bæta réttindi og afnema lög sem mismuna vegna kyns og kynhneigðar hinsegin fólks. Einn- ig hafi íslensk stjórnvöld talað fyrir réttindum þessa hóps á alþjóðavett- vangi þar sem því er viðkomið. „Hins vegar er staðan sú í dag að þó að lagaumhverfi og réttindi hafi verið bætt er það enn samfélagið, menningin, samfélagsmiðlar og úrelt viðhorf sem eru að valda bak- slaginu hér á landi. Hvað varðar heilbrigðisþjónustu og þá sérstak- lega fyrir transfólk, þá eru langir bið- listar eftir þjónustu. Allt upp í mörg ár eftir lífsbjargandi þjónustu. Þetta er auðvitað eitthvað sem við verðum að laga.“ Trans og intersex konur UN Women hefur bent á að trans konur og intersex konur glími við útilokun frá konum og femínistum. Aðspurð segist Stella telja að kvennahreyfingin á Íslandi sé nokkuð samstíga í þessum málum og styðji við mannréttindi allra. „Hins vegar eru hópar femínista sem telja sérstaklega að trans konur séu ekki konur og því eigum við ekki að vera að berjast fyrir rétt- indum þeirra. Þessu erum við hjá UN Women alfarið á móti. Saman erum við sterkari enda stöndum við oft á tíðum frammi fyrir sömu áskorunum og erum að berjast fyrir sömu réttindum. Það að einn hópur fái aukin réttindi þýðir ekki að annar missi þau.“ Stella segir mestu mótstöðuna oft á tíðum koma frá löndum í Austur- Evrópu og fátækari ríkjum heims og oft snúa að samkeppni um fjár- magn. „Jafnréttismál eru nú þegar fjár- sveltur málaflokkur og við erum endalaust að eltast við krónur til að geta haldið úti starfinu okkar. Þessi hópur lítur svo á að þarna sé enn einn hópurinn að bætast við og berjast um sömu krónur og aura.“ Stella segir samtökin líta á hin- segin hreyfinguna sem bandamenn. „Enda berjast þau fyrir mannrétt- indum og jöfnum rétti, rétt eins og kvennahreyfingin. Áskoranir hin- segin fólks eru þær sömu og kvenna: það býr við ofbeldi, jaðarsetningu, fordóma, takmörkuð réttindi og lög sem mismuna vegna kyns og kyn- hneigðar. Þeir hópar sem búa við hvað mesta mismunun og fordóma eru trans konur og intersex konur. Víðtæk og samþykkt mismunun Mismunun gegn hinsegin fólki er víðtækari og samþykktari en nokkur önnur mismunun í heiminum í dag,“ segir Stella og bendir á að með því að láta til sín taka í málaflokknum ryðji Íslandsdeildin brautina sem fyrsta landsnefndin af tólf á heimsvísu. „Jafnrétti verður ekki náð nema með jöfnum réttindum allra hópa, þar með talið hinsegin fólks. Kyn, kynvitund og kynhneigð hafa mikil áhrif á réttindi og tækifæri fólks.“ Eins og fyrr segir er FO-varningur til sölu áttunda árið í röð og hefur verið armband, húfur og bolir. „Núna í ár erum við að selja ótrú- lega fallega vettlinga sem eru alís- lensk hönnun og framleiðsla. En Védís Jónsdóttir, prjónahönnuður og legend, sá um að hanna vettlingana og Varmi sér um að framleiða.“ Stella segist stolt af útkomunni: „Védís lagði mikið upp úr því að engin hlið vettlinganna væri eins. Enda táknar það fjölbreytileikann sem er markmið herferðarinnar. Prjónavélarnar hafa ekki stoppað síðustu vikur og það er mikil til- hlökkun hjá okkur að ýta herferð- inni úr vör.“ Hafa safnað um 80 milljónum Í heildina hafa safnast um 80 millj- ónir króna í gegnum FO á síðustu árum. „Við höfum getað sent alla þessa fjármuni til verkefna UN Women þar sem við höfum alltaf átt því láni að fagna að hafa góðan bakhjarl sem hefur styrkt framleiðsluna á varn- ingnum. Það er gaman að segja frá nýjasta bakhjarli FO sem er Sjóvá sem gerir okkur kleift að senda allan ágóða sem safnast,“ segir Stella og bendir á mikilvægi þess að fyrirtæki styðji við fjölbreytileikann í verki. „Við erum mjög metnaðarfull og viljum gjarnan brjóta 100 milljón króna múrinn sem FO-herferðin hefur náð að safna. Við skorum því á alla, einstaklinga og fyrirtæki, að kaupa vettlinga fyrir veturinn og sýna samstöðu og stuðning við hin- segin fólk um allan heim.“ Fjör utíu einstak lingar sem spanna allan hinseginleikann eru andlit herferðarinnar í ár. „Það hefur verið svo ótrúlega gef- andi og mikilvægt að hafa þau með okkur. Á frumsýningarviðburð- inum okkar á Húrra vorum við með dagskrá fulla af hinsegin listafólki, sem lagði baráttunni lið og erum við því afar þakklát.“ n Dragdrottning Íslands Lady Zadude, eða Villi Vill eins og hann heitir réttu nafni, er einn þeirra 40 glæsilegu hinsegin einstaklinga sem eru andlit FO-herferðarinnar í ár. Herferðin er tileinkuð hinsegin verkefnum. Mynd/AnnA MAggý Stella í vettlingunum sem eru úr 100% merínóull og kosta 4.900 krónur. Þeir- fást á heimasíðunni unwomen.is. FréttAblAðið/Eyþór 36 Helgin 3. september 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.