Fréttablaðið - 03.09.2022, Side 92

Fréttablaðið - 03.09.2022, Side 92
tsh@frettabladid.is Tónleikaröðin Ár íslenska einsöngs- lagsins hefst í Salnum, Kópavogi á sunnudag en alls verða haldnir átta tónleikar mánaðarlega í vetur, fjórir fyrir áramót og fjórir eftir áramót. Á tónleikunum verður varpað ljósi á þær gersemar sem tónskáld og ljóðskáld liðins tíma og samtímans hafa skapað; þekktar sem óþekktar söngperlur. Tónleikaröðin er hugarfóstur Jónasar Ingimundarsonar, píanó- leikara og tónlistarfrömuðar, og eru fyrstu tónleikarnir í röðinni haldnir honum til heiðurs. Jónas er þekktur fyrir píanóleik sinn, bæði sem ein- leikari og meðleikari. „Við erum að f lytja sönglög og útsetningar eftir Jónas Ingimundar- son en við höfum öll í gegnum tíðina unnið þessi lög með honum,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo- sópran, sem kemur fram á tónleik- unun. „Við erum líka að fagna útgáfu á hljóðritun á þessum sönglögum sem var að koma inn á Spotify og ber heitið Með vorið í höndunum.“ Flytjendur fyrstu tónleikanna á Ári íslenska einsöngslagsins eru fimm söngvarar, þau Auður Gunn- arsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Gunn- ar Guðbjörnsson og Kristinn Sig- mundsson. Píanóleikari er Hrönn Þráinsdóttir, sem er fyrrverandi nemandi Jónasar. „Það er svolítið gaman að píanist- inn sem leikur með okkur, Hrönn Þráinsdóttir, var nemandi Jónasar og hann hafði mikil áhrif á að hún lagði fyrir sig að vera meðleikari aðallega með söngvurum,“ segir Sigríður. Sigríður segir langan aðdraganda hafa verið að tónleikunum en platan sem kom nýlega út var tekin upp fyrir Covid-faraldurinn. „Við höfum unnið með Jónasi og hann hefur gefið okkur öllum rosa- lega mikið, mikill kennari og tón- listarmaður, og okkur fannst að við ættum að hljóðrita þetta og fagna því og halda tónleika af því tilefni.“ Á tónleikunum á sunnudag verða eingöngu flutt lög úr smiðju Jónasar og munu áheyrendur því fá að kynn- ast píanóleikaranum í hlutverki tón- skálds og útsetjara. Að sögn skipu- leggjenda hefur íslenska sönglagið verið Jónasi sérstaklega hugleikið og er starf hans í þágu þess ómetanlegt. Eftir hann liggja fjölmargar hljóðrit- anir með hinum ýmsu söngvurum og hefur hann staðið fyrir fjölda tónleika þar sem íslensk tónlist eftir ýmsa höfunda er í forgrunni. „Það er Jónas sem á hugmyndina að þessari tónleikaröð. Þess vegna var upplagt að hefja tónleikana með sönglögum eftir hann og það er okkar hugmynd að gera það,“ segir Sigríður. Tónleikarnir fara fram í Salnum, Kópavogi á sunnudag kl. 13.30. Miðasala fer fram á Tix.is. n Ári íslenska einsöngslagsins fagnað Á tónleikunum koma fram Auður Gunnarsdóttir, Hallveig Rúnarsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Kristinn Sigmundsson. Píanó- leikari er Hrönn Þráinsdóttir. MYND/AÐSEND Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sin- fóníunnar fer yfir komandi starfsár hljómsveitarinnar sem hún segir fjölbreytt. Lára Sóley Jóhannsdóttir hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðan 2019 en Lára er sjálf fiðluleikari og var áður konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar Norðurlands. „Við erum náttúrlega afar spennt að fara af stað inn í starfsár án tak- markana. Við erum með áskriftar- raðir þar sem fólk getur komið og valið sér einhverja línu sem það vill fylgja. Raðirnar eru afar fjölbreyttar með úrvali af flottum tónleikum og glæsilegum listamönnum sem við fáum til liðs við okkur,“ segir Lára Sóley. Hún bætir við að allir tónleikar Grænu raðarinnar verði í beinni útsendingu á RÚV en Lára Sóley segir það afar mikilvægt að allir landsmenn geti notið tónleika Sin- fóníunnar. Stórviðburður í Eldborg Star fsár Sinfóníuhljómsveitar Íslands hófst með tveimur tón- leikum á menningarnótt en eigin- legir upphafstónleikar fara fram í Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 8. september. „Upphafstónleikarnir eru með Daniil Trifonov, sem er einn fræg- asti píanisti í heiminum í dag. Hann mun leika píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven og þar verður líka frumflutt á Íslandi verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, staðartónskáldið okkar, sem er einmitt nýbúið að frumflytja á BBC Proms tónlistarhá- tíðinni í Royal Albert Hall í London,“ segir Lára Sóley. Tónleikunum verður stýrt af aðal- hljómsveitarstjóra Sinfóníunnar, Evu Ollikainen, sem stýrði einnig tónleikunum á BBC Proms. „Við tökum á móti erlendu lista- fólki í fremstu röð nánast í hverri einustu viku. Það er engu að síður stórviðburður þegar að Trifonov kemur í fyrsta sinn til landsins og þá nýtum við tækifærið og bjóðum upp á sérstaka einleikstónleika í Eldborg laugardaginn 10. septem- ber. Þannig að það er alveg einstakt tækifæri að geta séð hann bæði spila með hljómsveitinni og svo einan,“ segir Lára Sóley. Fjölskyldu- og fræðslustarf Að sögn Láru Sóleyjar mun Sin- fónían taka á móti fjölda glæsilegra listamanna í vetur, erlendra sem innlendra. Ein þeirra er sópran- söngkonan Dísella Lárusdóttir, sem hlaut Grammy-verðlaun í ár fyrir bestu óperuupptökuna. „Við hlökkum líka mikið til að fá Dísellu til að syngja með hljómsveit- inni. Hún ætlar að koma og vera á fyrstu tónleikunum í gulri röð,“ segir Lára Sóley og bætir því við að Sinfóníuhljómsveitin sinni einnig öflugu fjölskyldu- og fræðslustarfi. „Einmitt í síðustu viku tókum við á móti yfir 3.000 leikskólabörnum sem komu á tónleika. Pétur og úlfur- inn og verkið Tobbi túba eru fyrstu Tónsprotatónleikar vetrarins þar sem Daníel Bjarnason stjórnar og Halldóra Geirharðsdóttir er sögu- maður. Túbuleikari Sinfóníunnar, Nimrod Ron, leikur einleik í Tobba túbu líka. Það er alltaf sívinsælt að koma og sjá Pétur og úlfinn.“ Laufey og Harry Potter Einir tónleikar sem ríkir mikil eftir- vænting fyrir eru tónleikar Sinfóní- unnar með söngkonunni Laufey Lin sem hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið ár. „Það verður mjög gaman að fá hana Laufeyju Lin til samstarfs. Hún er svona hálfpartinn alin upp hjá hljómsveitinni, mamma hennar, Lin Wei, er fiðluleikari í Sinfó og Laufey spilaði sjálf líka í Ungsveit Sinfóní- unnar. Hún verður með okkur í lok október og flytur sína tónlist í bland við þekktar djassperlur sem er búið að útsetja fyrir hljómsveitina. Það verður alveg frábært,“ segir Lára Sóley. Þá nefnir hún einnig kvikmynda- tónleika Sinfóníunnar næsta vor þegar kvikmyndin Harry Potter og leyniklefinn verður sýnd í mars. „Fyrsta Harry Potter-myndin var sýnd á síðasta starfsári í fyrra og sló rækilega í gegn þannig að við ákváðum að fá mynd númer tvö líka. Þá verða kvikmyndatónleikar þar sem hljómsveitin leikur tónlist- ina eftir John Williams samhliða því að myndin er sýnd,“ segir Lára Sóley. Mikið fagnaðarefni Að sögn Láru ættu allir að finna eitt- hvað sitt hæfi í dagskrá Sinfóníunn- ar enda kappkostar hljómsveitin að ná til allra landsmanna. „Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur marga hatta. Sem þjóðarhljómsveit þá viljum við ná til allra, og að allir finni eitthvað við sitt hæfi í okkar dagskrá. Aðaláherslan er á klassíska tónlist og samtímatónlist og á okkar metnaðarfulla fræðslustarf sem skiptir okkur einnig mjög miklu máli,“ segir hún. Höfðu takmarkanir Covid-ár- anna mikil áhrif á Sinfóníuna? „Já, þær gerðu það klárlega. Í sin- fóníuhljómsveit eru oftast á sviðinu á milli 80 og 90 hljóðfæraleikarar sem eru allir að spila saman og þú vilt helst að fólk sitji sem þéttast. Í Covid var það auðvitað ekki mögu- legt og við þurftum bara að leita leiða. Ég held líka að þessi Covid- tími hafi kennt okkur margt en það sem stendur upp úr hjá mér er hversu gríðarlega mikils virði það er að geta farið á tónleika og notið þess að vera í samfélagi með öðrum. Þannig að það er mikið fagnaðarefni að það verði hægt í vetur.“ n Hljómsveit margra hatta Lára Sóley segir Sinfóníuhljóm- sveit Íslands vilja ná til allra Íslendinga og vonast til að allir finni eitthvað við sitt hæfi í dagskránni. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Sem þjóðarhljómsveit þá viljum við ná til allra, og að allir finni eitthvað við sitt hæfi í okkar dagskrá. 52 Menning 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 3. september 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.