Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 96

Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 96
Mér fannst eitthvað fyndið við það núna að gefa út svona ljóða- bók. Bíómyndin Abbababb! verður frumsýnd eftir tvær vikur en rætur hennar liggja í 25 ára barnaplötu „langafa“ hennar, Dr. Gunna. Hann segist varla geta beðið eftir þessari fyrstu mynd Nönnu Kristínar Magnúsdóttur í fullri lengd og segir hana hafa unnið frábær- lega úr gamla frumefninu. toti@frettabladid.is Íslenska dans- og söngvamyndin Abbababb kemur í bíó 16. septem- ber en hún byggir á samnefndri barnaplötu og söngleik eftir Gunn- ar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunna. Abbababb! er fyrsta bíómynd leik konunnar og leik stjórans Nönnu Kristínar Magnúsdóttur í fullri lengd en hún sneri sér að gerð hennar skömmu eftir að hafa slegið hressilega í gegn með sjónvarps- þáttunum Pabbahelgar. „Ég hafði auðvitað hlustað á lögin, sem eru frábær, og þemað pönk vs. diskó heillaði mig upp úr skónum. Þannig að ég þurfti ekkert gríðarlega langan umhugsunarfrest til að taka þetta að mér,“ sagði hún við Fréttablaðið þegar hún var að byrja á þessu verkefni sem er nú loksins að lifna við á hvíta tjaldinu. Dr. Gunni segist á Facebook varla geta beðið eftir frumsýning- unni eftir tvær vikur og lætur þess getið að Abbababb! hafi nú bara verið barnaplata 1997, gerð í pásu frá draumum hljómsveitarinnar Ununar um að meikaða. Síðan komu söngleikur og bók og nú bíó. „Ég er þó bara langafi þessa verkefnis, mjög lauslega er byggt á söngleiknum. Nanna Kristín Magnúsdóttir gerir frábæra hluti í handriti og leikstjórn og leikarahópurinn er æðislegur. Allt krakkar,“ skrifar Gunni og nefnir einnig Eyþór Inga sem hann segir „algjörlega brilljant“ Hr. Rokk og Þorvald Bjarna sem útsetur gömlu lögin upp á nýtt og semur nýjar við- bætur. n Abbababb barnaplata verður bíómynd Nanna með aðal- leikurunum og breikurum sem koma fram í mynd- inni. MYNDIR/EVA LIND GÍGJA Þegar pönk og diskó takast á er vissara að vera kúl. Vala Sigurðar- dóttir Snædal leikur Systu sjóræningja. Ungir leikarar spjalla á milli taka. Hlín Arnþórs- dóttir passar upp á að hljóðið sé í lagi. Skól- inn er í hættu þegar skúrkar ætla að sprengja hann. toti@frettabladid.is Lending er glæný poppbreiðskífa tónlistarmannsins Benna Hemm Hemm sem kom út í gær, bæði sem ljóðabók og á streymisveitum. „Mér fannst eitthvað fyndið við það núna að gefa út svona ljóðabók sem ég myndi gera eins fína og ég mögulega gæti fyrir ljóðanörda og láta hana fylgja svona mikilli popp- plötu,“ segir Benni. „Þetta er voða lítið „artí“ plata eða mér finnst hún allavega rosa mikil stuðplata.“ Bókin er býsna snotur, í raun lítið kver. Riso-prentuð vasabók og hefur hlotið viðurnefnið Hið nýja rauða kver og kemur út í takmörkuðu upp- lagi. „Þetta er A7 vasabók,“ segir tón- listarmaðurinn og neitar því ekki að takmarkað upplagið ætti að verða til þess að hún verði f ljótt fengur fyrir safnara. „Jú ég held það. Við gerðum ekkert svo mörg eintök,“ heldur Benni áfram og minnir á að þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann gefur tónlist sína út á bók. „Það var 2016 þegar allir voru enn að klóra sér í hausnum yfir hvernig maður ætti eiginlega að gefa út plötu þegar geisladiskar voru bara einhvern veginn orðnir úreltir og þá prófaði ég að gefa út plötu á netinu og í svona bókarformi.“ Benni segir að þá hafi sambandið milli plötunnar Skordýr og bókar- innar verið óljósara. „Það voru alls konar ljóð í bókinni sem voru ekki á plötunni og eitthvað svona en núna eru þetta bara textarnir á lögunum. Mjög einfalt.“ Á Lendingu má heyra útvarps- slagarana 3000 og Á óvart en Benni segir plötunni hafa verið lýst sem þeysireið á milli ólíkra strauma og stefna sem hangir saman á ósýni- legum bláþræði. Lending var tekin upp í hljóð- veri Benna Hemm Hemm en fjöldi tónlistarmanna kemur fram með honum á plötunni; Urður Hákon- ardóttir, Kött Grá Pje, Elsa Kristín Sigurðardóttir, Tumi Árnason, Kári Hólmar Ragnarsson, Bergrún Snæ- björnsdóttir, Ingi Garðar Erlends- son, Sturlaugur Jón Björnsson, Lorna Gilfedder, Júlía Mogensen og Þorlákur og Guðmundur Ari Bene- diktssynir. Benni heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói miðvikudagskvöldið 28. september og miðasala er hafin á tix.is. n Ný poppbreiðskífa lent hjá Benna Hemm Hemm Benni Hemm Hemm sendi frá sér nýja poppplötu í gær og ljóðabók samhliða. Út- gáfutónleikarnir verða síðan í lok mánaðarins. MYND/AÐSEND 56 Lífið 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 3. september 2022 LAUGARDAGUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.