Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 98

Fréttablaðið - 03.09.2022, Page 98
Án þess að ég kjafti of miklu þá gerðust alveg óvæntir hlutir þarna úti. K a f f i tilboð Kl 14-17:00 Kaka að eigin vali og kaffi/te/kakó 1.290 kr Happy Hour Bjór á krana, vínglas hússins eða freyðivínsglas 990 kr alla virka daga 14-17:00 laugardaga 12-17:00 Viktoría Hermannsdóttir er snúin aftur á RÚV þar sem hún tekur upp þráðinn í Landanum og leitar að nýjum viðmælendum fyrir fram- haldið á Hvunndagshetjum að loknu fæðingarorlofi sem hún nýtti til þess að ljúka meistaragráðu og klára heim- ildarmynd sem hún frum- sýnir síðar í mánuðinum. toti@frettabladid.is „Ég ákvað að næla mér í meistara- gráðu í fæðingarorlofinu og klára heimildarmyndina sem ég er búin að vera með á kantinum af því það er alltaf svo mikið að gera hjá manni í vinnunni og barneignum,“ segir dagskrárgerðarkonan Vikt- oría Hermannsdóttir sem er komin aftur til starfa hjá RÚV eftir fengsælt fæðingarorlof. „Ég var bara að mæta í vinnu aftur. Það er alltaf fjör og ég er að fara aftur í Landann,“ segir Vikt- oría sem er einnig byrjuð að leita að fleiri viðmælendum fyrir framhald hinna vinsælu þátta Hvunndags- hetjur sem henni rétt tókst að klára áður en hún eignaðist soninn Her- mann Flóka vorið 2021. Ótrúleg viðbrögð „Það gekk svo vel með síðustu þátta- röð þannig að við ætlum að gera meira,“ segir Viktoría um þætt- ina þar sem hún ræðir við fólk úr ýmsum áttum sem allt á sameigin- legt að leggja sig fram um að láta gott af sér leiða í leik eða starfi. „Við fundum bara strax að fólk var svo ánægt með að fá að heyra sögur svona frábærs fólks sem gefur af sér til samfélagsins á svo magnað- an hátt. Viðbrögðin við þáttunum voru ótrúleg og það var strax kallað eftir meiru og núna leitum við að fleiri hvunndagshetjum,“ segir Vikt- oría sem tekur, sem fyrr, við ábend- ingum á hvunndagshetjur@ruv.is. „Við fengum alveg ótrúlega mikið af ábendingum og erum að vonast til þess að fá enn fleiri vegna þess að núna veit fólk líka betur út á hvað þetta gengur. Við viljum bara hampa þessu fólki sem heldur uppi samfélaginu og lætur það rúlla og erum einfaldlega að leita að alls konar fólki sem hefur bætt sam- félagið á einhvern hátt með gjörð- um sínum. Stórum sem smáum.“ Ný reynsla í bíó Viktoría teygir sig síðan af skjánum yfir á hvíta tjaldið í Bíó Paradís um miðjan mánuðinn þegar hún frum- sýnir heimildamyndina Velkominn Árni en fyrir hana hlaut hún áhorf- endaverðlaunin á heimildamynda- hátíðinni Skjaldborg í sumar. „Hún var svona frum-frum- sýnd þar en nú er komið að frum- sýningunni. Það er bara ótrúlega spennandi að vera að koma með heimildamynd í bíó. Mér finnst það geggjað. Það er eitthvað alveg nýtt að frumsýna mynd í bíó og þessi heimildamyndaheimur er líka ein- hvern veginn allt öðruvísi heldur en sjónvarpsþáttagerð. Þótt þetta virki svipað þá er þetta eitthvað allt annað. Miklu stærra og meira.“ Á ég bróður á Íslandi? Heimildamyndin átti sér nokkuð langan og jafnvel ævintýralegan aðdraganda en allt hófst þetta eftir að Viktoría gerði útvarpsþætt- ina Ástandsbörnin. Í kjölfarið var bandarískum manni sem var að leita að mögulegum hálf bróður sínum á Íslandi bent á hana. „Og við fórum af stað að leita og á ótrúlegan hátt fundum við Árna Jón Árnason en allt benti til þess að hann væri þessi hálfbróðir og ég gerði útvarpsþátt á Rás 1 um þetta sem heitir Á ég bróður á Íslandi?“ Þar rakti Viktoría það sem hún kallar „svolítið einstaka“ sögu Árna. „Sagan hans er svo mögnuð og mig langaði strax að taka þetta lengra og gera heimildamynd. Ég fékk Allan Sigurðsson með mér í það og svo bara eins og ég geri þá óð ég af stað án þess að vita nokkuð hvernig ætti að gera þetta,“ segir Viktoría sem er loks tilbúin til að frumsýna. „Við fórum með Árna til Banda- ríkjanna til þess að reyna að komast að því hvort þetta væri fjölskyldan hans eða ekki og við komumst að því í myndinni og ég ætla ekki að gefa það upp hér hvort svo sé eða ekki. Án þess að ég kjafti of miklu þá gerðust alveg óvæntir hlutir þarna úti en myndin er bæði þetta ferðalag hans út en líka þroskasaga manns sem hefur í rauninni kannski aldr- ei leyft sér að lifa lífinu til fulls.“ n Viktoría leitar og finnur hetjur í sjónvarpi og bíó Viktoría Hermannsdóttir er snúin aftur á RÚV og þegar byrjuð að leita að nýjum hetjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Viktoría segir Árna hafa hrífið hana með sér þannig að hana hafi strax langað að fara lengra en í útvarp með sögu hans. MYND/SKJÁSKOT 58 Lífið 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.