Fréttablaðið - 03.09.2022, Side 100

Fréttablaðið - 03.09.2022, Side 100
Þetta er fjölbreyttur hópur og það eru engin skilyrði um að þú þurfir að hafa X mikinn skeggvöxt eða neitt slíkt. Sigurður Júlíus Eru allir búnir að gleyma Ástarfleyinu? AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Andrés Bertelsen andres@ frettabladid.is, Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Fáðu fréttirnar fyrst um tilboð, afsláttarkóða eða aðgang að útsölum á undan öðrum með því að skrá þig á póstlista Dorma. STÓLA DÖGUM lýkur á mánudag 20% afsláttur af öllum stólum Fullt verð: 199.900 kr. Nú 159.920 kr. AVIGNON hægindastóll með skammel Stillanlegur hægindastóll með innbyggðum skemli. Brúnt, svart, dökkgrátt og rautt PVC leður. Fullt verð: 169.900 kr. Nú 135.920 kr. KOLDING hægindastóll með skammel Stillanlegur hægindastóll með skemli. Svart, rautt eða grátt leður/PVC. Stillanlegur hægindastóll með skemli. Ljósgrátt eða dökkgrátt áklæði. Fullt verð: 199.990 kr. Nú 159.992 kr. CANNES hægindastóll með skammel Vandaður, glæsilegur og þægilegur hægindastóll með þykku leðri á slitflötum á sterkum snúnings fæti. Koníaksbrúnt, svart, grátt eða rautt leður. Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Ve rð o g vö ru up pl ýs in ga r í a ug lý si ng un ni e ru b ir ta r m eð f yr ir va ra u m p re nt vi llu r. toti@frettabladid.is „Auðvitað er freistandi að nefna skipan Lilju Daggar Alfreðsdóttur á þjóðminjaverði án auglýsingar sem frétt vikunnar,“ segir Jakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi.is. „Það er með Framsóknarmennina eins og sporðdrekann í dæmisög- unni. Þegar froskurinn hafði ferjað hann yfir á og spurði eftir að hafa hlotið að launum banvæna stungu; hvers vegna? „Að stinga er mitt eðli.“ Framsóknarmönnum er ekki sjálf- rátt þegar gefa á í opinbera garðann. Þetta er þeirra eðli. En ég ætla hins vegar að nefna frétt úr allt annarri átt sem fjallar um blússandi ágreining sem er ris- inn milli Æði-drengjanna og LXS- lúxusgellugengisins. Foringja þess láðist að nefna Æðipilta til sögunnar þegar hún hélt því fram, í einu fjöl- margra viðtala um tíðindaleysið sem er til efnis, að LXS-gengið væri frumkvöðull á sviði íslensks raun- veruleikasjónvarps. Kjaftshögg, segir Æðiforinginn. Ég held að með fréttaflutningi af þessum opinberu erjum sé eins konar hástigi innihaldsleysisins náð þegar sagt er í sífellu af óspennandi vafstri hinna svokölluðu áhrifavalda. Því ekki bara er ómögulegt að átta sig á því hvar hnífurinn stendur í kúnni: Hvorugt þessara fyrirbæra er frum- kvöðull á þessu sviði. Eða eru allir búnir að gleyma Ástarfleyinu? n Vika drottninga og drottninga Jakob Bjarnar Grétarsson blaða- maður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI n Frétt vikunnar Jakob Bjarnar Grétarsson Þeir eru alls konar og fjölþjóð- legir bangsarnir sem taka nú langa helgi til þess að lyfta sér á kreik og treysta vinaböndin á árlegri hátíð Bangsafélagsins sem einn þeirra, Sigurður Júlí- us Guðmundsson, segir ekki síst ætlaða til þess að draga feimna bangsa úr híði sínu. toti@frettabladid.is Reykjavík Bear, alþjóðleg bangsahá- tíð í Reykjavík, hófst á fimmtudag- inn og lýkur á sunnudag en dagana fjóra nota eitthvað í kringum 100 íslenskir bangsar og um 60 erlendir gestir þeirra til þess meðal annars að djamma í miðbænum og busla í Bláa Lóninu. „Við fyllum eina rútu en það er vel þétt setið,“ sagði Sigurður Júlíus Guðmundsson þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær á leiðinni að Geysi með rútufylli af böngsum. „Þetta er í rauninni þekkt fyrir- bæri í hinsegin samfélaginu og svona bangsahátíðir eru haldnar á ansi mörgum stöðum í heiminum,“ segir Sigurður Júlíus, sem telur íslensku hátíðina skera sig svolítið úr þar sem áherslan er ekki bara á „þetta týpíska partístand“ þar sem hún er einnig notuð til þess að skoða landið. Gulltrygg vinabönd Vissulega eru bangsapartí öll kvöldin en einnig er skroppið í Bláa Lónið og Gullni hringurinn farinn áður en gleðinni lýkur með bangsa- bröns á sunnudaginn. Sigurður segir ferðirnar út fyrir borgina skapa kjöraðstæður til að mynda nánari tengsl og treysta vináttubönd. B a n g s a f é l a g i ð , sem er hagsmuna- félag Samtakanna ‘78 og félagsskapur bangsa, stend- ur fyrir árlegri hátíðinni sem á sér nokkuð langa sögu. Slík hátíð var fyrst haldin hérna 2005 og hét þá Bears on Ice þangað til Reykjavik Bear tók við 2019 og endaði lóðbeint í Covidinu þannig að hún var í raun haldin í fyrsta skipti í fyrra. Sigurður segir samfélag íslenskra bangsa í raun vera í mótun. „Við erum rosalega mikið að f inna bangsasamfélagið á Íslandi. Það er svolítið þannig að í eðli sínu eru þetta kannski menn sem falla ekki inn í staðalímyndina. Eru kannski feimnir og halda sig pínulítið til hlés þannig að við erum svolítið að leita að þeim,“ segir Sigurður. Og þá er hátíðin kjörinn vett- vangur þar sem á henni reyna bangsarnir að „finna gleðina í því að vera eins og þeir eru“. Skegg ekki skilyrði Enda eru allir velkomnir á Reykja- vík Bear; sís, trans eða kynsegin og áhersla er lögð á að alveg sama er hvernig fólk lítur út „en líkams- skömm verður að skilja eftir heima“. Þau sem vita ekki betur gætu mögu- lega haldið að til þess að geta tal- ist til bangsa þur f i góðan skeg gvöxt og kannski vera dálítið þéttur á velli en það er ekki þannig? „Nei. Nei, nei, nei. Alls ekki,“ segir Sigurður og hlær dátt. „Vissulega er myndin sem maður fær þegar talað er um bangsann svona eins og þú lýsir en ég segi alltaf að þetta snúist svolítið meira svona um attitjúddið. Þetta er fjölbreyttur hópur og það eru engin skilyrði um að þú þurfir að hafa X mikinn skegg- vöxt eða neitt slíkt. Aðalmálið er í rauninni bara að koma og einmitt vera opinn fyrir mismunandi útlítandi karlmönn- um, mismunandi líkömum og bara vera tilbúinn til að fagna samfélag- inu miklu frekar en að hugsa um hvernig þú lítur út eða hvernig þú fittar inn.“ n Hinsegin bangsar bregða á leik og lyfta sér víða á kreik Sigurður Júlíus Guðmundsson segir hátíðina meðal annars heppilega til þess að ná til hlédrægra bangsa sem þurfi ekkert að óttast. Bara koma með í gleðina. MYND/AÐSEND 60 Lífið 3. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.