Fréttablaðið - 17.09.2022, Page 4

Fréttablaðið - 17.09.2022, Page 4
3 lönd, Ísland þar á meðal, hafa náð að endurheimta flug­ traffíkina frá 2019. 90 prósenta aukning hefur orðið á notkun barna á þung­ lyndislyfjum á síðustu tíu árum. 35 ár er meðal­ aldur þeirra sem grun­ aðir eru um kynferðis­ brot á Íslandi. 1.679 úkraínskir ríkisborgarar voru skráðir með búsetu á Íslandi þann 1. september. 2.536 íbúðir eru í byggingu í Reykja­ víkurborg. n Tölur vikunnar n Þrjú í fréttum Edda Björgvins- dóttir leikkona fagnaði sjötíu ára afmæli í vikunni. Hún lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið að hún væri eiginlega bara tuttugu og átta ára kona í blóma með nóg á könnunni. Fjölskylda og sam- starfsfólk Eddu kom henni svo á óvart á afmælisdeginum með óvæntum fögnuði við Þjóðleik- húsið. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands sætti gagnrýni fyrir ummæli sín um séra Gunn- ar Sigurjónsson, sóknarprest í Digraneskirkju. Séra Gunnar var sendur í leyfi í lok síðasta árs eftir að sex konur innan kirkjunnar sökuðu hann um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti. Í viðtali við Útvarp Sögu sagði Arnaldur að í langri rann- sókn málsins væri Gunnar orðinn að þolanda. Maríuerlan spörfugl var valin fugl ársins 2022 af Íslendingum. Alls tóku 2.100 manns þátt í vefkosningu þar sem maríuerlan hlaut 21 prósent atkvæða en á eftir henni fylgdu himbrimi og auðnu- tittlingur með 14 prósent atkvæða hvor um sig. Sem farfugl yfirgefur maríuerlan landið tiltölulega seint svo Íslendingar gætu enn komið auga á fugl ársins áður en hann flýgur suður á bóginn. n JEEP.IS • ISBAND.IS KEMUR ÞÚ AF FJÖLLUM? PLUG-IN HYBRID EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Íslensku fjöllin hafa mætt jafningja sínum. Gerðu ferðalagið algjörlega rafmagnað með Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 Guðmundur Ingi Guðbrands- son, félags- og vinnumarkaðs- ráðherra, segir sorglegt að lesa um það hvernig hafi verið staðið að málum á meðferðar- heimilinu að Laugalandi. Konum sem þar voru er boðið að leita til Bjarkarhlíðar. lovisa@frettabladid.is FÉLAGSMÁL Skýrslan um meðferðar- heimilið á Laugalandi sem gerð var af Gæða- og eftirlitsstofnun með- ferðarmála (GEV) kom út á mið- vikudag. Niðurstaða skýrslunnar er að yfirgnæfandi meirihluti fyrrverandi vistbarna hafi upplifað of beldi og að eftirlitsskylda barnaverndaryfir- valda brást, þrátt fyrir tilkynningar og ábendingar. „Maður er sleginn yfir því að þrátt fyrir að það hafi verið látið vita að það væri ekki allt í lagi, þá hafi eftir- litið brugðist. Það hefur bitnað á þessum stúlkum sem þarna voru. Ekki bara á þessum tíma, heldur alla þeirra ævi. Maður heyrir vel á við- tölum við þær að þetta eltir þær enn í dag. Það er því mikilvægt að þessi rannsókn hafi verið gerð og að hún staðfesti það sem þær segi,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Guðmundur segir að kerfið eigi að virka þannig að þegar ábendingar berast þá eigi að rannsaka þær og að með þeim breytingum sem áttu sér stað um áramótin, þegar eftirlit með barnavernd var fært frá Barna- verndarstofu til Gæða- og eftirlits- stofnunar, sé búið að koma í veg fyrir að það gerist aftur sem þarna gerðist. „Þarna er komin ein stofnun sem er hægt að vísa málum til, en það er mjög mikilvægt að stofnunin hafi burði til þess að fara í heimsóknir og gera athuganir af handahófi og á sama tíma að bregðast við þeim kvörtunum sem koma.“ Guðmundur segir að á næstu árum muni þau vonandi sjá hversu umfangsmikið verk það verður fyrir Gæða- og eftirlitsstofnun með- ferðarmála að taka við kvörtunum og hvernig þau greiði úr þeim og hvernig ráðuneytið getur liðsinnt stofnuninni við það. Spurður út í gagnrýni kvenna sem voru vistaðar á Laugalandi á gerð skýrslunnar og samráði við þær, segir Guðmundur að hann vísi þeim kvörtunum til Gæða- og eftir- litsstofnunar meðferðarmála en ef hann fái formlega kvörtun til ráðu- neytisins muni þau taka hana til skoðunar. „En eins og ég skildi það þá vildu þau gefa þeim sem unnu að skýrslu- gerðinni eins mikið rými til að vinna hana og þau mögulega gætu. Þegar ég horfi á skýrsluna finnst mér hún umfangsmikil og kafa vel ofan í þetta mál og sé ekki betur en að hún hafi verið vel unnin.“ Konunum hefur verið boðið að fara til Bjarkarhlíðar. Spurður hvort ríkið sjái fyrir sér að taka þátt í niðurgreiðslu sálfræðiaðstoðar fyrir þessar konur, segir ráðherra að ákveðið hafi verið í samráði við mennta- og barnamálaráðuneytið að þegar skýrslan kæmi út myndi konunum verða vísað eitthvert. „Það var viðbúið að hún myndi vekja upp erfiðar minningar og draga þeirra reynslu upp á yfirborð- ið. Fyrsta skref er að segja þeim að hægt sé að leita til Bjarkarhlíðar en ég er opinn fyrir því að skoða önnur úrræði ef ekki er hægt að aðstoða þær þar eða í öðrum úrræðum sem ráðuneytið styrkir.“ n Ráðherra er sleginn yfir niðurstöðu skýrslunnar um Laugalandsheimilið Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir að hann sjái ekki betur en að skýrslan hafi verið vel unnin. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Maður heyrir vel á viðtölum við þær að þetta eltir þær enn í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra 4 Fréttir 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.