Fréttablaðið - 17.09.2022, Síða 16

Fréttablaðið - 17.09.2022, Síða 16
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Tilgangur þeirra var sá eini að halda áfram völd­ um með það að markmiði að breyta engu. Fátt kemur að auki jafnmiklu óorði á kapítal­ ismann og illa ígrund­ uð einka­ væðing. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Allar líkur eru á því að þegar yfir­ standandi kjörtímabil kemst á enda sitji þjóðin uppi með átta töpuð ár. Engar raunverulegar umbætur hafi orðið í samfélaginu, almenningi til hagsbóta. Allt sitji við það sama. Kyrrstöðustjórnin sem nú situr að völdum hefur öðlast það heiti af eigin verkleysi. Hún er sett saman af þremur íhaldssömum stjórn­ málaflokkum sem líta á það sem eitt af sínum meginverkefnum í íslenskri pólitík að gera engar stórvægilegar breytingar á helstu kerfum og stoðum þjóðríkisins. Miklu heldur hefur það verið helsta hlutverk hennar að standa vörð um óbreytt ástand – og gæta sérstaklega að því að fjármunirnir sem myndast hér á landi fari í réttar hendur og haldist þar. Auðvitað er þetta raunaleg lýsing á ríkis­ stjórn sem komst til valda eftir einstaklega mikið umrót í stjórnmálum á sínum tíma – og fékk starfsfrið í fyrstu til að koma á tímabærri festu í landsstjórninni. Sá pólitíski ómögu­ leiki varð að veruleika að mynda þverpólitíska stjórn frá vinstri og yfir miðjuna til hægri – og haft var á orði á þeim tíma að hér væri komin einhvers konar þjóðstjórn eftir margra ára stjórnmálaófrið. Það varð svo helsta lán þessarar undarlegu landsstjórnar, eftir að hveitibrauðsdagarnir voru að baki, að hún gat afhent völd sín með áberandi hætti til vísindasamfélagsins þegar heimsfaraldurinn reið yfir með öllum sínum ósköpum. Og það var einmitt klókt hjá vald­ höfunum að víkja til hliðar á þeim tíma til að fela eigið erindisleysi í íslenskri pólitík. Eftir síðustu alþingiskosningar hélt stjórnin velli. Eina ástæðan fyrir því að forkólfar hennar afréðu að halda samstarfinu áfram var að þeir gátu það. Tilgangur þeirra var sá eini að halda áfram völdum með það að markmiði að breyta engu. Og það verður vandlega gert. Þegar átta töpuð ár verða að baki munu engar breytingar hafa verið gerðar á fiskveiðistjórnar­ kerfinu þar sem íslenskum ólígörkum er leyft að maka krókinn svo ofboðslega á kostnað almennings að í reyndinni er sjávarauðlindin orðin að erfðagóssi. Því síður verða nokkrar breytingar gerðar á algerlega stöðnuðu land­ búnaðarkerfi sem heldur bændum landsins í fátæktargildru. Krónan mun áfram kvelja heimili og atvinnulíf með sínum heima­ smíðuðu breytilegu vöxtum – og ungt fólk skal áfram greiða fjórum sinnum fyrir íbúðir sínar allt til æviloka. Átta töpuð ár. Og kannski tólf. En það er langur tími. n Átta töpuð ár Ég sit við eldhúsborðið heima hjá mér í Lund­ únum. Mjólk súrnar í morgunverðarskál og bananahýði tekur á sig lit, hægt en örugglega eins og Íslendingur við sundlaugarbakka á Tene. Venjulega verða þessar hugleiðingar til yfir kaffi með froðu (og smjördeigshorni ef ég er ekki í aðhaldi, fjárhagslegu eða líkamlegu) á litlu kaffihúsi í næstu götu við mig. En ekki núna. Ástæðan er kapítalískur misbrestur, eða eins og það kallast á mannamáli: græðgi. Það veitir mér enga gleði að sjá kapítal­ ismanum verða á. Mér þykir vænt um hann. Ég nýt góðs af honum á mörgum sviðum. Froðukaffið og smjördeigshornið er aðeins brot af því besta. Það fýkur því í mig þegar þeir, sem segja sig heitustu boðbera mark­ aðshagkerfisins, standa því fyrir þrifum. Fyrir mánuði varð stórflóð hér í Islington­ hverfi þar sem ég bý. Þungur straumur sem náði mönnum upp að mitti f læddi um götur. Hálfan dag tók að dæla vatninu burt. Fjöldi heimila og fyrirtækja varð fyrir skemmdum. Nýuppgert kaffihúsið, sem ég notaði sem skrifstofu, gjöreyðilagðist. Íþróttamiðstöð barna hverfisins hefur verið lokað um ófyrirsjáanlega framtíð. Þegar upptök flóðsins urðu ljós greip um sig reiði. Orsökin var sprungin vatns­ leiðsla. Árið 1989 var vatnsveita á Englandi einkavædd. Var þeirri ákvörðun ætlað að auka skilvirkni og fjárfestingar í innviðum. Raunin varð önnur. Nokkrum dögum eftir flóðið í Islington bað vatnsveitan í London viðskiptavini um að minnka vatnsnotkun sína; ekki fara í bað, bara sturtu; ekki vökva garðinn. Vatns­ skortur blasti við, að sögn vegna þurrka yfir sumarmánuðina. Bónin féll í grýttan jarð­ veg; málið var ekki svo klippt og skorið. Frá árinu 1989 hafa fjárfestingar í við­ haldi vatnsleiðslna á Englandi verið af svo skornum skammti að tuttugu prósent alls neysluvatns fara til spillis vegna leka. Ástæðan sést í efnahagsreikningum. Á árunum 2007­2016 voru níutíu og fimm pró­ sent hagnaðar vatnsveitufyrirtækja greidd út sem arður. Meira að segja dagblaðið Financial Time, Pravda frjálshyggjunnar, boðaði á dögunum að „tími væri kominn til að viðurkenna að það hefðu verið mistök að einkavæða vatnsveituna.“ Í óþökk almennings Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra steig fram á völlinn í vikunni og kynnti fjárlagafrumvarp næsta árs. Þar gaf hann hluta liðs síns langt nef og einspilaði í átt að markinu – eða takmarkinu sem virtist vera aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. „Ég tel að við munum ná mun meiri árangri ef við aukum samstarf opinberra aðila við einkaaðila,“ sagði Bjarni. Stefnubreytingin kom samstarfsflokki Bjarna, Vinstri grænum, í opna skjöldu. „Sterkt opinbert heilbrigðiskerfi hefur verið kjarni íslenskrar heilbrigðisþjónustu allar götur,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, matvæla­ ráðherra og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. „Ekkert er að finna í stjórnarsáttmála um að það kunni að vera til endurskoðunar.“ Einkavæðing vatnsveitunnar á Englandi var gerð í óþökk almennings. Jonathan Portes er hagfræðiprófessor við einn virtasta háskóla Bretlands. Hann vann við að útfæra einkavæðinguna árið 1989. Hann segir skatt­ greiðendur hafa stórtapað þegar ríkiseignir voru seldar á undirverði og neytendur hafa verið ofrukkaða fyrir grunnþjónustuna allar götur síðan. Það er hvimleið bókstafstrú að halda að allt farist einkaaðilum sjálfkrafa betur úr hendi. Fátt kemur að auki jafnmiklu óorði á kapítal­ ismann og illa ígrunduð einkavæðing. Stendur aukinn einkarekstur innan heil­ brigðiskerfisins fyrir dyrum? Bjarni segir já. Svandís segir nei. En hvert er svarið? Sam­ ræðu er þörf. Heilsa þjóðar – og kapítalism­ ans – er í húfi. n Að flóði loknu Námskeið fyrir matsmenn 19. og 20. október 2022 Lögmannafélag Íslands og dómstólasýslan standa fyrir námskeiði fyrir dóm- kvadda matsmenn. Farið verður yfir hlutverk matsmanna og starf þeirra frá dóm- kvaðningu og þar til þeir skila matsgerð og/eða mæta fyrir dóm. Þá verður farið yfir ákvæði einkamálalaga sem varða störf matsmanna og samningu matsgerða, undirbúning matsfunda, uppsetningu matsgerða og störf á vettvangi. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa verið matsmenn eða vilja gefa kost á sér sem matsmenn fyrir dómi. Handbók með ítarlegum leiðbeiningum fyrir dómkvadda matsmenn er innifalin í námskeiðsgjaldi. Kennarar: Viðar Lúðvíksson lögmaður hjá Landslögum og Ragnar Ómarsson byggingafræðingur á Verkfræðistofunni Verkís, formaður Matsmannafélags Íslands. Staður: Fundarsalur Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23, 3. hæð, 108 Reykjavík. og Héraðsdómur Reykjavíkur. Tími: Alls 7 klst. Miðvikudagur 19. október kl. 13.00-16.00 og fimmtudagur 20. október kl. 12.30-16.30 Verð: kr. 47.000,- Nánari upplýsingar og skráning á www.lmfi.is SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 17. september 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.