Fréttablaðið - 17.09.2022, Síða 24

Fréttablaðið - 17.09.2022, Síða 24
Þau voru orðin rugluð af einangrun og yfir- heyrslum. Þetta var ekki þannig að þau myndu atburði bein- línis heldur var þetta efi. Hann hefur sett mark sitt á yfir þúsund sakamál víða um heim. Fjölda refsidóma hefur verið hrundið eftir aðkomu hans og minnst fjórir fangar sem beðið hafa dauðarefs- ingar eiga honum líf sitt að þakka. Margir telja aðkomu hans eiga stærstan þátt í að Guðmundar- og Geirfinnsmál voru endurupptekin. Réttarsálf ræðing ur inn Gísli Guðjónsson er prófessor emeritus við King’s College í Lund- únum og heiðurspró- fessor við Háskólann í Reykjavík. Hann er frumkvöðull á sviði réttar- sálfræði og þrátt fyrir að hafa farið á eftirlaun fyrir áratug er hann enn á fullu. Í dag velur hann vandlega og tekur aðeins þau f lóknu mál sem hann getur ekki vísað annað. Auk Guðmundar- og Geirfinnsmála má nefna mál hinnar dauðadæmdu Melissu Lucio sem Fréttablaðið fjallaði um í vor, en ríkisstjóri Texas sló aftöku hennar á frest ótíma- bundið í kjölfar greiningar Gísla á játningu hennar. Mörg þeirra mála sem Gísli hefur komið að hafa hlotið heimsathygli og má þar nefna mál Henry Lee Lucas í Texas, sem fjallað er um í heimildarmyndinni The Confession Killer og hryðjuverkamálin frægu frá Birmingham og Guildford í Bret- landi, sem Óskarsverðlaunamyndin In the Name of the Father byggir á. Hvaðan kemur ástríðan? „Það var forvitnin,“ segir Gísli og ljóst er að hann telur forvitnina vera frumskyldu hvers vísindamanns. „Að vera réttarsálfræðingur er eins og að vera keppnisíþróttamaður. Þú þarft stöðugt að halda þér í þjálfun,“ segir Gísli sem hugsar jöfnum hönd- um um réttlætið og framþróun vís- indanna. „Í öllum málum sem ég hef tekið að mér hef ég spurt mig: Hvað hef ég lært af þessu máli? Hvað get ég gert betur og kennt öðrum með því að skrifa greinar um málið?“ segir Gísli og fullyrðir að hvert einasta mál hafi haft þýðingu fyrir fræðin. Forvitnin er frumskylda Gísli hefur þegið fjölda verðlauna og viðurkenn- inga fyrir ævi- starf sitt og er auk þess hand- hafi i hinnar virtu CBD-orðu sem Elísabet Bretadrottning veitti honum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Það var forvitnin sem rak Gísla utan í nám en hann vissi ekki að hans sérsvið yrði á dekkri hliðum mannlífsins þegar hann skráði sig í hagfræði við Brunel-háskólann á Englandi árið 1971. Eftir fyrstu önn- ina var gerð krafa um sex mánaða verklegt nám og tilviljun réð því að Gísli réð sig á áfangaheimili fyrir vandræðaunglinga í Bristol þar sem hann starfaði í sex mánuði. „Þetta vakti mikla forvitni hjá mér því sjálfur var ég ansi saklaus. Ég reykti ekki, neytti ekki áfengis, var í íþróttum og þekkti eiginlega ekkert inn á lífið. Ég var svo sak- laus, trúði heils hugar á réttarkerfið, dómskerfið, lögregluna og hafði almennt fulla trú á öllu hinu góða og hafði ekki séð neitt vont eða slæmt,“ segir Gísli. Ári síðar var aftur komið að verk- námi og Gísli ákvað að koma heim til Íslands. Hann fékk sumarstarf hjá lögreglunni og var spenntur að sjá hvort saklausa Reykjavík gæti átt sér dekkri hliðar en hann hafði séð. Með forvitnina í fyrirrúmi vildi hann helst vera þar sem mestur fyrirgangur var, leitaðist eftir auka- vöktum og ekki síst á nóttunni. Trúnaðarmál um Breiðavík Á þriðja ári hafði Gísli fært sig yfir í sálfræði og hóf undirbúning að lokaverkefni. Hann tók síðustu verklegu törnina hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkur. Það reyndist örlagarík ákvörðun. „Þar er þá svo mikið verið að tala um heimili sem heitir Breiðavík og tekur börn sem hafa lent í vand- ræðum. Þetta sé svo góð stofnun að þeir sem fari þarna lendi aldrei í vandræðum aftur, þetta er svona góður staður. Þá vaknar spurning hjá mér. Er hægt að staðfesta að þetta sé svona góður staður eins og af er látið?“ segir Gísli. Árið er 1974 og Gísli hefur gert hina vel þokk- uðu Breiðavík að sínu fyrsta rann- sóknarverkefni. „Þessir 72 strákar í rannsókninni minni voru f lestir með hegðunar- vandamál sem erfitt var að ráða við. Sumir þeirra höfðu ekki verið í af brotum áður en þeir komu í Breiðavík en gerðust síðan afbrota- menn,“ segir Gísli sem hafði líka reynsluna af áfangaheimili í Bristol að byggja á. „Ég vissi að unglingar eru ekki annað hvort góðir eða slæmir að upplagi og áhugi vaknaði á hvernig væri hægt að forða því að börn fremdu af brot með því að bæta stöðu þeirra. Um þetta átti þessi fyrsta rannsókn mín að vera; um þetta heimili fyrir vestan sem fór svo gott orð af,“ segir hann. „Niðurstaðan var að þetta var algerlega öfugt,“ segir Gísli, en það var rannsókn hans sem veitti heim- ilinu náðarhöggið nokkrum árum síðar. Meðal niðurstaðna Gísla um Breiðavík var að um 83 prósent drengja sem þangað höfðu komið áttu eftir að komast í kast við lögin síðar. Þar af höfðu 75 prósent fengið skráningu um hegningarlagabrot í sakaskrá. Gísli fékk fyrstu ágætiseinkunn fyrir lokaverkefnið og tók við sér- stökum verðlaunum fyrir frammi- stöðu sína við útskriftina. Ekki voru þó allir jafn ánægðir með niður- stöður BS-ritgerðar hans. Ritgerðin var prentuð út á Félags- málastofnun Reykjavíkur. „Það voru um tuttugu eintök prentuð og þá sást hver niðurstaðan var,“ segir Gísli. Þá voru eintökin stimpluð „trúnaðarmál“ á forsíðuna. Sjálfur hafði Gísli fengið þrjú eintök áður en stimpillinn fór á loft en brýnt var fyrir honum að fara varlega með niðurstöðuna, sem hann gerði. „Ég var þarna í minni fyrstu rann- sókn byrjaður að valda vandamál- um,“ segir Gísli og kímir. „Þetta var hneyksli, að niðurstöðurnar hjá mér voru ekki í samræmi við þá ímynd sem fólk hafði um staðinn. Ég tel að þær hafi haft áhrif á að heimilinu var lokað árið 1979. Niðurstöður mínar komu ekki fram í fjölmiðlum af því að þessu var haldið ofan í skúffu sem trúnaðarmáli.“ Rúmum þremur áratugum síðar var Gísli skipaður sérfræðingur í nefnd á vegum ríkisins sem rann- sakaði aðstæður og illa meðferð á vistheimilinu. „Þá var mín gamla skýrsla meðal gagna sem fyrir lágu en það var lítið til af öðrum gögn- um. Ég birti bókarkafla um rann- sóknina 1981 til að aðrir gætu lært af þessu máli en svo lá þetta bara kyrrt í mörg ár,“ segir Gísli. Hvaða áhrif hafði Breiðavík á þróun ferilsins? „Breiðavíkurrannsóknin gerði mig að vísindamanni, af því að ég lærði af henni að maður getur ekki gefið sér að það sem talið er sé svo í raun. Ekki er allt sem sýnist og þess vegna þarf alltaf að líta undir yfir- borðið. Ég lærði strax þarna í upphafi að maður þarf að rannsaka hlutina sjálfur og getur ekki gefið sér neitt, nema rannsaka sjálfstætt. Rann- sóknin mun tala sínu máli, óháð því hverju haldið er fram,“ segir Gísli, sem hefur haft þetta að leiðarljósi allan sinn feril. Gísli hefur ekki aðeins komið að gífurlegum fjölda sakamála heldur er hann afkastamikill fræðimaður. Hann var ráðinn til Lundúna- háskóla árið 1980, fyrstur réttarsál- fræðinga, og varð síðar fyrsti pró- fessorinn í fræðigreininni við þann skóla. Eftir hann hafa birst um 500 ritrýndar fræðigreinar, bækur og bókarkaflar. 24 Helgin 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.