Fréttablaðið - 17.09.2022, Side 33

Fréttablaðið - 17.09.2022, Side 33
2022 - 2025 Háskólinn í Reykjavík | Menntavegur 1 | 102 Reykjavík | S: 599 6200 | hr.is Háskólinn í Reykjavík hefur haslað sér völl sem öflugur rannsóknaháskóli á alþjóðavísu. Háskólinn stenst samanburð við erlenda háskóla í fremstu röð og fræðafólk skólans hefur náð framúrskarandi árangri. Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfaglegt samstarf, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. HR er eftirsóknarverður vinnustaður og þar er lögð áhersla á fyrsta flokks aðstöðu í nærandi umhverfi, persónuleg samskipti, framsæknar kennsluaðferðir og nútímalega starfshætti. HR fagnar fjölbreytileika og mikið er lagt upp úr jafnrétti og virðingu fyrir einstaklingum og störfum þeirra. Nemendur Háskólans í Reykjavík eru um 4.000 í sjö deildum og starfsfólk er um 300 talsins, auk 350 stundakennara. Háskólinn í Reykjavík leitar að leiðtogum Forstöðumaður Opna háskólans í HR Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum og lausna­ miðuðum leiðtoga í starf forstöðumanns Opna háskólans. Starfið felst í umsjón með og ábyrgð á Opna háskólanum, áætlanagerð, yfirsýn fjárhags og tengdri eftirfylgni. Tækifæri gefast til nýsköpunar og þróunar nýrra verkferla til að bæta skipulag og upplýsingagjöf. Kostur ef viðkomandi hefur reynslu af sölu­ og markaðsmálum. Brennandi áhugi á endurmenntun, símenntun og starfsþróun er skilyrði. STARFSSVIÐ – Fjárhagsáætlanir, viðskiptaþróun, nýsköpun og tekjuöflun Opna háskólans. – Gerð markaðsáætlana og kynningarefnis í samstarfi við markaðs­ og samskiptasvið HR. – Samskipti við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila innan sem utan HR. – Upplýsingagjöf til stjórnenda, starfsfólks og nemenda skólans. Nánari upplýsingar veita Ragnhildur Helgadóttir rektor (ragnhildurh@ru.is) og Ester Gústavsdóttir mannauðsstjóri (esterg@ru.is). Umsóknum skal skilað á ráðningarvef Háskólans í Reykjavík, jobs.50skills.com/ru/is, eigi síðar en 9. október 2022. Á ráðningarvef HR eru einnig ítarlegri upplýsingar um þessi störf. Fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Forstöðumaður kennslusviðs Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi í stöðu forstöðumanns kennslusviðs. Hlutverk kennslusviðs er að leiða þróun kennslumála við háskólann, móta og taka þátt í að framfylgja kennslustefnu HR, veita stuðning við kennslu og hafa eftirlit með gæðum náms. Þá ber kennslusvið ábyrgð á stundatöflu­ og próftöflugerð, skráningum nemenda, prófahaldi og umsjón með braut­ skráningar skírteinum nemenda. STARFSSVIР – Mótun, þróun og eftirfylgni kennslustefnu í samvinnu við yfirstjórn HR og námsráð. – Dagleg stjórnun kennslusviðs, verkefnastýring, fjármál og starfsmannahald. – Framþróun kennsluhátta, mælingar og eftirlit með gæðum náms við HR, mótun og þróun almennra viðmiða varðandi gæði, samræming verklags vegna gæðaúttekta og eftirfylgd gæðamælikvarða. – Ábyrgð á kennslu­, stundatöflu­ og prófakerfum og þátttaka í stafrænni þróun. – Ábyrgð á skipulagi, mati á námi, innritun, prófum og brautskráningu nemenda. – Samskipti og upplýsingamiðlun til kennara, stjórnenda og starfsfólks háskólans varðandi kennslu­ og skipulagsmál. – Samstarf við aðila innan og utan skólans vegna málefna er tengjast kennslu, svo sem tölulegra upplýsinga, viðurkenninga námsbrauta, vottana og úttekta. Forseti tæknisviðs Starf forseta tæknisviðs Háskólans í Reykjavík er laust til umsóknar. Í Háskólanum í Reykjavík starfa tveir sviðsforsetar sem ásamt rektor eiga frumkvæði að mótun stefnu fyrir háskólann, hafa umsjón með innleiðingu hennar og ábyrgð á akademískri uppbyggingu innan HR. Forsetar fræðasviða eru staðgenglar rektors. Umfangsmikil alþjóðleg reynsla í akademísku starfsumhverfi er mikill kostur í þessu starfi. STARFSSVIР – Stuðla að samræmi milli stefnu HR, tæknisviðs og deilda á sviðinu. – Stuðningur við rekstur deilda sviðsins. – Langtíma­ og árleg fjárhagsáætlun tæknisviðs og deilda þess. – Kennsla og rannsóknir háskólans í samráði við rektor og í samvinnu við sviðsforseta samfélagssviðs. – Samráð við deildir og aðrar einingar HR um þróun stoðþjónustu. – Samskipti við aðila innan og utan háskólans. Framkvæmdastjóri rekstrar Háskólinn í Reykjavík leitar að árangursdrifnum og framsýnum framkvæmdastjóra rekstrarsviðs HR til að leiða þau svið er snúa að rekstri innviða skólans, þar með töldum fjármálum, upplýsingatækni, fasteignum, Opna háskólanum í HR og fjölbreyttri nemendaþjónustu. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs tekur virkan þátt í stefnumótun og þróun HR og hefur leiðandi hlutverk í að tryggja fjárhagsstöðu og rekstrarhagkvæmni háskólans í heild og tengdra félaga. STARFSSVIР – Mótun framtíðarsýnar og stefnu sinna eininga, í takti við stefnu Háskólans í Reykjavík og annarra eininga. – Fjárhagsáætlun háskólans til hvers árs og langtíma ásamt yfirumsjón með fjármálum háskólans í heild. – Umsjón með rekstrarsviðum, nemendaþjónustu og margvíslegri annarri stoðþjónustu innan skólans. – Ábyrgð á upplýsingatækni, það er framþróun kerfa, hugbúnaðar­ þróun, upplýsingaöryggi, gagnastýringu, gagnavörslu og upplýsingatækniþjónustu. – Ábyrgð á rekstri og viðhaldi fasteigna, útdeilingu húsnæðis og framkvæmdum. – Fjármögnun, uppbygging og þróun landsvæðis og bygginga. – Samstarf við hagsmunaðila innan og utan háskólans. Atvinnublaðið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.