Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.09.2022, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 17.09.2022, Qupperneq 49
Laus störf á tæknisviði Skattsins Á tæknisviði Skattsins er unnið að fjölbreyttum verkefnum sem miða að liprum og öruggum stafrænum samskiptum við almenning og öruggri og hagkvæmri úrvinnslu upplýsinga sem Skattinum berast. Gildi Skattsins eru fagmennska, framsækni og samvinna. Hugbúnaðarsérfræðingur með brennandi áhuga á stafrænum lausnum Helstu verkefni hugbúnaðarsérfræðings: • Greining og hönnun á hugbúnaðarlausnum. • Verkefnastjórnun á sviði stafrænna lausna og þjónusta við notendur. • Rekstur á upplýsingakerfum Skattsins. • Samskipti við samstarfsaðila vegna daglegra verkefna tengt tolla- og skattframkvæmd. • Prófanir og þjálfun starfsmanna á hugbúnaðarlausnum Skattsins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði tölvunar-, verkfræði eða annarra raungreina sem nýtast í starfi (lágmarksmenntun er bakkalár gráða). • Þekking og/eða reynsla C#, .NET og SQL. • Færni í þarfagreiningu og hönnun lausna. • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli. • Sveigjanleiki, frumkvæði og metnaður. • Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum. • Jákvæðni og rík þjónustulund. • Geta til að vinna undir álagi. • Hreint sakavottorð. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð á Laugavegi 166. Nánari upplýsingar um starf hugbúnaðarsérfræðings veitir Einar Valur Kristinsson, deildarstjóri, í síma 442-1000 eða með tölvupósti á netfangið einar.v.kristinsson@skatturinn.is. Umsóknir skulu fylltar út á vefsíðu Skattsins, skatturinn.is eða á vefsíðu Starfatorgs, starfatorg.is. Ferilskrá, auk kynningarbréfs, sem inniheldur ítarlegar upplýsingar m.a. um menntun, fyrri störf, umsagnaraðila og annað er máli skiptir þarf að fylgja með svo umsókn teljist fullnægjandi. Umsækjendum um störf hjá Skattinum kann að vera gert að leysa verkefni í ráðningarferlinu sem kæmu, auk annarra þátta, heildstætt inn í mat á hæfni þeirra til viðkomandi starfa. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert. Skatturinn hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 27. september 2022 og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. 442 1000 Upplýsingaver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 Öryggisstjóri í upplýsingatækni Helstu verkefni upplýsingaöryggisstjóra Skattsins: • Hafa eftirlit með og stuðla að framkvæmd upplýsingaöryggisstefnu embættisins í samræmi við ISO 27001 staðalinn. • Sinna öryggismálum er snúa að vörslu gagna, aðgengi og öryggisreglum í samskiptum við þjónustuaðila o.fl. • Yfirumsjón með innleiðingu og rekstri á stjórnkerfi upplýsingaöryggis. • Annast gerð verkferla og handbóka og sjá um innri úttektir er varða upplýsingaöryggi. • Framkvæmd áhættumats og þátttaka í neyðarstjórnun. • Umsjón með þjálfun og fræðslu til starfsmanna um m.a. upplýsingaöryggi. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. verkfræði, tölvunarfræði, kerfisfræði o.fl. (lágmarksmenntun er bakkalár gráða). • Reynsla af stjórnun öryggismála í hugbúnaðar- eða upplýsingatæknigeira. • Þekking á ISO 27001 staðlinum er nauðsynleg. • Reynsla af gæðastarfi og verkefnastjórnun er kostur. • Skipulögð, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli. • Sveigjanleiki, frumkvæði og metnaður. • Fáguð framkoma og lipurð í samskiptum. • Jákvæðni og rík þjónustulund. • Geta til að vinna undir álagi. • Hreint sakavottorð. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð á Laugavegi 166. Nánari upplýsingar um starf öryggisstjóra veitir Jens Þór Svansson, sviðsstjóri tæknisviðs, í síma 442-1000 eða með tölvupósti á netfangið jens.th.svansson@skatturinn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.