Fréttablaðið - 17.09.2022, Síða 86

Fréttablaðið - 17.09.2022, Síða 86
Á stað sem er jafn einstakur og Ísland þá er svo sannarlega rými fyrir tónlistina að þróast og vaxa og verða eitthvað virki- lega sérstakt. TÓNLIST Sinfóníutónleikar Verk eftir Ives, Mozart, Bernstein og Dvorák Flutningur: Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einsöngvari: Dísella Lárusdóttir. Stjórnandi: David Danzmayr. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 14. september Jónas Sen Þetta er farið úr böndunum, hugsaði ég á tónleikum Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands á fimmtudagskvöldið. Ætti ég að hringja á lögregluna? Til- efnið var hin svokallaða Nýja-Eng- landssinfónía eftir Charles Ives, sem var fyrst á efnisskránni. Annar kaflinn af þremur dró upp mynd af ungum manni sem skemmtir sér við hátíðahöld á fjórða júlí. Hann held- ur svo út á akur og leggst til hvíldar, sofnar og dreymir senur úr frelsis- stríðinu. Hann veit ekki að einmitt þarna höfðu hermenn úr þessu stríði löngu áður dvalið veturlangt. Tónlistin var ofsafengin, og stundum með ólíkum þráðum sem blönduðust saman í ærandi ringulreið, svo að manni þótti nóg um. Á góðan hátt þó. Flutningur hljómsveitarinnar, undir sérlega markvissri og líflegri stjórn Davids Danzmayr, var dásamlega snarpur, fjörugur og kraftmikill. Ives þótti gaman að blanda saman mis- munandi tónlist svo úr varð áhuga- verður, en ómstríður hljómur. Þetta mátti líka heyra í hinum köflunum, sérstaklega hinum fyrsta. Það er því skemmtilegt að geta þess að eigin- kona Ives hét Harmony, sem þýðir samhljómur. Næst á dagskrá steig Dísella Lárusdóttir sópran fram á sviðið og söng fyrst aríu úr Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart. Hún gerði það ákaflega fallega. Söngur- inn var tilþrifamikill og áleitinn, fullkomlega tær og fágaður, en samt kröftugur. Trillurnar í söngnum á tveimur lykilstöðum í aríunni voru sérstaklega flottar. Síðasta lagið fyrir hlé var Glitter and be Gay úr óperunni Birtingi eftir Leonard Bernstein. Þar lék Dísella glansdrós sem má muna sinn fífil fegri, en nýtur samt ennþá lífsins lystisemda. Þetta er grínatriði og Dísella fór á kostum. Svipbrigðin hennar voru svo fyndin að ég skellti upp úr aftur og aftur. Söngurinn sjálfur var einstaklega spennandi og glæsilegur, á köflum brjálæðislegur og með stórfenglegum hápunktum. Áheyrendur æptu bókstaflega þegar flutningurinn var búinn. Aukalagið var líka fagurt, eitt af Wesendonck ljóðunum eftir Wagner. Eftir hlé var níunda sinfónían eftir Dvorák á dagskránni. Hún er mjög stórbrotin og er innblásin af veru tónskáldsins í Bandaríkjunum um nokkurra ára skeið. Tónlistin skartar afar grípandi melódíum, og framvindan í henni er hröð (nema í hæga kaflanum) og alltaf áhugaverð. Skemmst er frá því að segja að leikur hljómsveitarinnar var í fremstu röð. Strengirnir voru hnausþykkir og munúðarfullir, málmblásararnir hnitmiðaðir; svipaða sögu er að segja um aðra hljóðfærahópa. Stjórn Danzmayr var í senn tæknilega fullkomin og svo lifandi og innblásin að varla er hægt að gera betur. Þetta voru magnaðir tónleikar og maður bók- staflega sveif út í nóttina á eftir. n NIÐURSTAÐA: Einstakur ein- söngur og hljómsveitin var líka með allt á hreinu. Sinfóníutónleikar fóru úr böndunum Maria Schneider er ein skærasta stjarna stórsveita- heimsins í dag. Hún stjórnar Stórsveit Reykjavíkur á 30 ára afmælistónleikum hljóm- sveitarinnar á sunnudag. tsh@frettabladid.is Tónskáldið og hljómsveitarstjór- inn Maria Schneider stjórnar Stór- sveit Reykjavíkur á 30 ára afmælis- tónleikum sveitarinnar í Hörpu á sunnudag. Maria er eitt stærsta nafnið í stórsveitaheiminum um þessar mundir, hefur hlotið sjö Grammy verðlaun og unnið með heimsþekktum listamönnum á borð við David Bowie, Sting og Wynton Marsalis. Spurð um hvernig það hafi komið til að hún var fengin til að stjórna Stórsveitinni segir Maria: „Fyrir mörgum árum var mér boðið hingað til að stjórna. Ég varð svo hrifin og það var svo gaman að vinna með öllum tónlistarmönn- unum að ég hef haft það í huga öll þessi ár að það væri gaman að koma aftur, þannig ég var mjög spennt þegar þeir höfðu samband.“ Maria er búsett í New York en ferðast víða um heim til að f lytja tónlist sína og var nýkomin frá Andalúsíu á Spáni þegar blaða- maður hitti hana. Hún segir hverja og eina hljómsveit sem hún vinnur með hafa sinn einstaka karakter. „Það er gaman að heyra þær fara sínar eigin leiðir innan tónlistarinn- ar. Það byrjar oftast þannig að allir vinna saman að því að setja saman tónlistina og síðan kemur augna- blikið þegar þeir byrja að gera hana að sinni eigin. Það er staðurinn sem ég vil komast á því þá birtist tón- listin allt í einu og sýnir á sér nýja hlið sem ég hef aldrei upplifað áður.“ Ísland einstakur staður Hvers konar tónlist verður f lutt á tónleikunum á sunnudag? „Þetta eru allt mínar eigin tón- smíðar, allt frá tónlist sem er inn- blásin af baráttu minni við stór tæknifyrirtæki, tónlist sem er inn- blásin af stöðum sem ég hef heim- sótt, á borð við Brasilíu, til tónlistar sem er innblásin af fuglum sem eru eitt af mínum helstu áhugamálum.“ Eitt af því sem Maria segist elska hvað mest við stórsveitatónlist og það að ferðast um heiminn til að leika hana, er að slík tónlist gefi tónlistarmönnunum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og tjá sig persónulega í gegnum flutninginn. „Fyrir mér þá er það fegurðin við að koma á stað eins og Ísland, sem er svo algjörlega einstakur. Eða ég ætti kannski bara að segja ein- stakur. Þegar ég vann með David Bowie þá sagði hann nefnilega við mig: „Maria, þú átt aldrei að segja að eitthvað sé mjög einstakt, einstakt er einstakt, það er ekkert til sem heitir mjög einstakt.“ Þannig að ég ætla að stíga skref til baka og segja að Ísland sé einstakur staður sem á engan sinn líka.“ Ekki margar konur Það eru ekki margir kvenkyns hljómsveitarstjórar í tónlistarheim- inum. Af hverju heldurðu að það sé? „Á síðustu árum hafa verið að koma fram f leiri og f leiri konur bæði í djassheiminum og hinum klassíska. En af hverju það eru ekki f leiri veit ég ekki. Ég held að hluti af ástæðunni sé sá að þegar þú sérð ekki marga eins og sjálfa þig þá hvarflar það ekki eins mikið að þér að gera þennan tiltekna hlut.“ Maria segir það hafa haft mikil áhrif á sig þegar hún sá tónleika sem japanski kvenkyns hljómsveitar- stjórinn Toshiko Akiyoshi stýrði á háskólaárum hennar í Minneapolis. „Það var svo fallegt og ég man eftir að hafa hugsað með mér: „Vá! Get ég gert þetta?“ En það var ekki af því hún var kona heldur af því að þetta var hljómsveitardjass leik- inn í tónleikasal. Ég hafði mikinn áhuga á því að blanda saman djassi og klassískri tónlist og sameina öll þessi ólíku áhrif í tónlist fyrir stórsveit. Og þarna var hún að gera nákvæmlega það!“ Maria bætir því við að hún hafi aldrei hugsað mikið um það að vera sjálf kona umkringd karlmönnum í tónlistarheiminum en viðurkennir þó að undir niðri hafi það haft mót- andi áhrif á hana að sjá konu eins og Toshiko Akiyoshi gera það sem hún vildi gera. Spunatónlist mikilvæg Að sögn Mariu er spunatónlist ein mikilvægasta tónlistartegundin í djassheiminum vegna þess að hún gefur tónlistarmönnunum tækifæri til að tjá séreinkenni síns menningarheims og dragi fram per- sónuleika tónlistarmannanna ólíkt því þegar tónlist er leikin beint af blaði. „Á stað sem er jafn einstakur og Ísland þá er svo sannarlega rými fyrir tónlistina að þróast og vaxa og verða eitthvað virkilega sérstakt. Hún þarf bara smá stuðning til að komast af stað og síðan gerist það af sjálfsdáðum,“ segir hún. Tónleikar Mariu Schneider og Stórsveitar Reykjavíkur fara fram í Eldborg í Hörpu á sunnudag kl. 20. Aðgangur er ókeypis og miða má nálgast á harpa.is. n Stórsveitarstjarna stýrir eigin tónlist í Eldborg Maria Schneider er ein skærasta stjarna stórsveitaheimsins. Hún hefur hlotið sjö Grammy verðlaun og unnið með heimsþekktum tónlistarmönnum á borð við David Bowie, Sting og Wynton Marsalis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Dísella Lárusdóttir sópransöng- kona fór á kostum á tónleikum Sinfóníunnar. MYND/AÐSEND Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð ve rð ge tu r b re ys t á n fyr irv ar a. 60+ TIL KANARÍ 14. NÓVEMBER Í 22 NÆTUR með Bróa 595 1000 www.heimsferdir.is 316.350 Flug & hótel frá 22 nætur Fararstjóri: Brói HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ 46 Menning 17. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 17. september 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.