Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 17.09.2022, Blaðsíða 87
Ég hef alltaf verið mikil áhugamanneskja um hatta, langamma mín var hattagerðarkona og ég hef gert hattaverk og skúlptúra áður. tsh@frettabladid.is Í dag verður haldið málþing um skáldið Þorstein frá Hamri í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Málþingið er á vegum Bók- mennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og félagsins Arfur Þorsteins frá Hamri. Þorsteinn frá Hamri er álitinn eitt merkasta ljóðskáld Íslands fyrr og síðar og sendi frá sér á þriðja tug ljóðabóka auk skáldsagna og bóka með sagnaþáttum. Allt frá því hann gaf út sína fyrstu ljóðabók, Í svörtum kufli, árið 1958 mótaði hann og fágaði ljóðstíl sinn af ein- stakri natni, ástríðu og þekkingu á sögu, tungu og samfélagi. Oft er talið að honum hafi tekist einkar vel að bræða saman hina gömlu ljóða- hefð og stílbrögð nýrrar aldar, ljóð- mál módernismans. Þorsteinn frá Hamri lést árið 2018, 79 ára að aldri. Ellefu fyrirlesarar, bæði rithöf- undar og fræðimenn, fjalla um framlag Þorsteins frá Hamri til íslenskrar tungu, bókmennta og þjóðlegra fræða. Flest erindin snúa að ljóðlist Þorsteins en skáldsögur hans og framlag til þjóðlegs fróð- leiks verða einnig til umræðu. Á meðal fyrirlesara eru Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur, Sigurbjörg Þrastardóttir ljóðskáld, Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar, Ármann Jakobsson prófessor og rithöfundur og Haukur Ingvarsson bókmenntafræðingur og skáld. Með umsjón málþings- ins fara Guðrún Nordal og Ást- ráður Eysteinsson. Dagskráin hefst klukkan 10 og henni lýkur rúm- lega 17. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. n Málþing um Þorstein frá Hamri Þorsteinn frá Hamri MARK AÐURINN ER LÍK A Á NETINU: W W W.FORL AGID. IS 990 kr. 990 kr. 1.990 kr. 1.490 kr. 990 kr. 1.290 kr. 990 kr. 990 kr. 1.990 kr. 4.990 kr. ÓTRÚLEGT ÚRVAL! OPIÐ 10-19 ALLA DAGA 7. SEPT.- 3. OKT. Á FISKISLÓÐ 39 PYLSU- VAGNINN Á STAÐNUM FRÁ 14 - 16 ÍS FYRIR BÖRNIN tsh@frettabladid.is Auður Ómarsdóttir opnar sýn- inguna Halda áfram í Gallery Port klukkan 16 í dag. Sýningin saman- stendur af óhlutbundnum mál- verkum sem minna á hatta. „Þetta er bara strangheiðarleg málverkasýning sem byrjaði með því að ég var að leita í einhverja svona frumsköpun, öfugt við fyrri verk mín. Mig langaði ekki að vera með neinar fyrirmyndir þannig að ég byrjaði að teikna með báðum hönd- um í einu, svolítið eins og Rorschach sálfræðiprófin,“ segir Auður. Án þess að Auður ætlaði sér það varð afraksturinn af þessu ferli mál- verk af fígúrum sem minntu á hatta. „Ég hef alltaf verið mikil áhuga- manneskja um hatta, langamma mín var hattagerðarkona og ég hef gert hattaverk og skúlptúra áður. Þannig að út frá því myndaðist þema og það eru í rauninni bara óræðar skuggamyndir eða útlínur sem verða stundum eins og sjálf- stæðar verur,“ segir hún. Auður segist hafa lagt upp með það að hana langaði að gera abstraktverk. „Af því að ég er búin að vera að gera svolítið af realískum verkum og ég þarf alltaf að gera eitthvað öfugt við það sem ég gerði síðast. Ég þarf alltaf að vera í einhverri uppreisn gegn sjálfri mér,“ segir hún. Í sýningartexta er hattinum lýst sem efsta lagi mannbúningsins og hann sagður vera útgangspunktur verka sýningarinnar. „Svo var ég líka að hugsa um að í gamla daga þá voru allir með hatta og þú sást alltaf einhvern veginn á þeim hvað hver og einn starfaði við eða hvaða stétt hann tilheyrði. Í dag er enginn með hatta lengur en allir eru samt með ógeðslega marga hatta, maður er að spá í heilsua, ástina, listina, maður er að reyna að vera uppalandi og er alltaf með ein- hverja hundrað hatta á sér en samt aldrei eiginlegan hlutlægan hatt,“ segir Auður. Ætlarðu að vera með hatt á opn- uninni? „Já, það er verkefni dagsins að finna nýjan hatt. Ég er oft með kúrekahattinn minn en mig langar svolítið í einhvern annan. Svo var ég líka að hvetja gesti í gríni til að koma með hatta á opnunina, það væri áhugaverður gjörningur.“ n Er alltaf í uppreisn gegn sjálfri sér Auður Ómarsdóttir er kona margra hatta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK LAUGARDAGUR 17. september 2022 Menning 47FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.