Fréttablaðið - 22.09.2022, Síða 14
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@
frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason
tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Ef rýnt er
í opinber
gögn frá
Fiskistofu
virðist sem
stofnunin
réttlæti
tilvist sína
með því að
elta uppi
sjómenn
á litlum
bátum.
Ég varð af tilviljun vitni að óform-
legu spjalli starfsmanns Fiskistofu og
sjómanns hjá stóru útgerðarfélagi á
dögunum.
Sjómaðurinn: „Þið vitið það alveg á
Fiskistofu, vegna brottkastsins, að um leið og
eftirlitsmaður frá ykkur er farinn af stóru skip-
unum þá drögum við fram rörið og hendum
fiski villevekk.“
Starfsmaður Fiskistofu: „Jájá, en ég fæ borgað
fyrir mína stikkprufu og þið veiðið verðmæt-
asta fiskinn. Er það ekki bara win-win?“
Sjómaðurinn. „Eina leiðin til að stöðva brott-
kast er að það sé einn eftirlitsmaður frá Fiski-
stofu um borð í öllum skipum 40 metrar að
lengd eða stærri allan sólarhringinn.“
Starfsmaður Fiskistofu: „Nei, það gengur
ekki. Við þurfum að sofa. Það yrðu þá að vera
tveir og það yrði allt of dýrt.“
Sjómaðurinn: „Þetta verður alltaf svona á
meðan kvótakerfið er við lýði.“
Starfsmaður Fiskistofu: „Jájá, við gerum bara
gott úr þessu.“
Ekki er hægt að útiloka að ummæli starfs-
mannsins hafi fallið í hálfkæringi.
En starfsmenn ríkisins gagnast almanna-
hagsmunum lítt án samfélagslegrar ábyrgðar.
Fagleg fjarlægð ætti að vera keppikefli milli
eftirlitsaðila og þeirra sem sæta eftirliti, jafnt í
frítíma sem á vinnutíma. Að gera grín að lög-
brotum styrkir ekki tiltrú okkar á að eftirliti sé
best sinnt hjá ríkisstarfsmönnum.
Ef rýnt er í opinber gögn frá Fiskistofu virðist
sem stofnunin réttlæti tilvist sína með því að
elta uppi sjómenn á litlum bátum. Smælingj-
arnir fá kæru fyrir sín brot á sama tíma og
alkunna er að hinir stóru og voldugu fremja
miklu alvarlegri brot sem hefur nánast verið
sameinast um að líta undan. Drónar Fiskistofu
svífa yfir smáfiskunum. Stórfiskarnir sleppa á
meðan. Saga Íslands í hnotskurn.
Spurningar vakna um hvort áhafnir ríkis-
rekinna eftirlitsstofnana hafi borið af leið.
Hjá MAST hefur stjórnsýsla ítrekað skapað
undrun og hneykslun.
Hjá Umhverfisstofnun sagði yfirmaður eitt
sinn að það væri pólitísk ákvörðun en ekki í
verkahring starfsmanna að bjarga heiminum.
Nú er Vegagerðin til umræðu og villur í opin-
berri rannsókn eftir alvarlegt slys.
Makindaleg hugsun þar sem störfin fara að
snúast um hag starfsfólksins en ekki almenn-
ing er aumingjaskapur og hefur leitt til van-
trúar á kerfin okkar þótt sumt sé vel gert.
Sérhygli of margra opinberra starfsmanna er
mein sem þarf að ræða og uppræta. n
Aumingjaskapur
Björn
Þorláksson
bth
@frettabladid.is
Málefni Laugardalsins hafa verið til umræðu lengi.
Árið 2013 var Laugarnesskóli kominn í hámarks-
afkastagetu og lét borgaryfirvöld vita að að nú væri
kominn tími til að skipuleggja til framtíðar. Lauga-
lækjarskóli er eini grunnskólinn í borginni með 7.–10.
bekk. Nemendum Laugarnesskóla hefur fjölgað um
167 frá 2008 og stefnir í fjölgun um 115 út áratuginn.
Ástandið er slæmt. Íþróttahúsið er barn síns tíma.
Nú eru 7 færanlegar stofur og eiga 2 að bætast við.
Allt annað er löngu sprungið, mötuneyti, smíða-,
myndmennta- og tónmenntaaðstaða og aðstaða fyrir
kennara og starfsfólk. Skólahljómsveitinni hefur
verið úthýst. Hljóðvist er erfið og loftræstingu vantar í
gamla skólahúsinu. Úttekt á rakaskemmdum stendur
yfir. Frístund er langt í burtu. Ekkert af þessu hefði
þurft að koma á óvart. Samhliða þéttingarstefnunni
kom skýr ábending um nauðsyn aðgerða til að styrkja
innviði skólastarfsins, en núna 9 árum seinna hafa
borgaryfirvöld ekkert aðhafst. Börnunum hefur hins
vegar haldið áfram að fjölga jafnt og þétt og fyrirséð er
að sú þróun haldi áfram.
Borgaryfirvöld hafa brugðist foreldrum og börnum
þessa hverfis. Upplýsingagjöf til foreldra hefur verið
stórlega ábótavant. Ekki kæmi á óvart þótt djúp-
stæður trúnaðarbrestur væri orðinn eftir samskipta-
og afskiptaleysi sem skóla- og frístundasvið, undir
verndarvæng síðasta meirihluta, hefur sýnt íbúum
hverfisins. Sviðsmyndir liggja fyrir en beðið er stað-
festingar um að sviðsmynd 1 sem langflestir aðhyllast
verði valin, en hún felur í sér að stækka hvern skóla
fyrir sig og vernda þannig skólagerð þeirra, skóla-
hverfin og hverfamenningu. Það vantar einnig tíma-
linu framkvæmda, forgagnsröðun, kostnað, rekstrar-
kostnað, hvernig á að bæta íþróttaaðstöðu og fleira.
Búið er að lofa og lofa, þar er reyndar átt við gamla
meirihlutann aðallega – enda varla hægt að kenna
Framsókn um þessi klúður síðustu ára, alla vega
ekki enn. Foreldrar og börn hafa fengið nóg. Flokkur
fólksins segir áfram gakk nú! n
Illa farið með
íbúa Laugardals
Kolbrún
Baldursdóttir
oddviti Flokks
fólksins í
borgarstjórn
Foreldrar
og börn
hafa fengið
nóg. Flokk-
ur fólksins
segir áfram
gakk nú!
Veitingastaður golfklúbbsins Keilis býður upp á jólamatseðil
alla föstudaga og laugardaga frá 11. nóvember til 10. desember 2022.
Tilvalið fyrir vinahópa og fyrirtæki frá 8 til 70 manns.
Lifandi tónlist og jólastemming.
Matseðill, sjá nánar á keilir.is
Borðapantanir á hafsteinn@betristofan.com og í síma 7792416
GK veitinga
GK veitingar, Golfklúbburinn Keilir
Steinholti 1 Hvaleyri, 220 Hafnarfirði
Jólagleði
arnartomas@frettabladid.is
Bullutröll
Gestir og starfsfólk Stúdenta-
kjallarans hafa upp á síðkastið
orðið fyrir barðinu á ölvuðum
fótboltabullum sem, eins og svo
mörg starfssystkini þeirra, láta
illa í glasi. Í tárvotri færslu öldur-
hússins kemur fram að hópurinn
eyðileggi fyrir öðrum með hrotta-
legum dónaskap og ógnandi
hegðun. Að lokum eru téðar
bullur beðnar um að hegða sér
eins og fullorðið fólk – skilaboð
sem falla eflaust í frjóan jarðveg.
Vesturbæingar geta þó sjálfum sér
um kennt því að í hverfinu er allt
of langt á milli öldurhúsa þar sem
hægt er að fylgjast með boltanum
og fávitarnir eiga langt að fara til
að finna sér samastað.
Svangur skolli
Hættuástandið teygir sig út fyrir
Vesturbæinn. Útidyr í austan-
verðri Reykjavík eru harðlæstar
þar sem ferfættur glæpon leikur
lausum hala. Umræddur bófi er
refur sem hefur uppskorið geðs-
hræringu íbúa sem hafa komið
auga á hann í Árbæ og Breið-
holti. Nemendur við Ártúnsskóla
sluppu með skrekkinn þegar rebbi
var mættur á lóðina til alls vís en
lét sér nægja að væta þurran góm
sinn með hálfkláraðri túnfisks-
samloku. Dýraþjónusta Reykja-
víkur mælist til að fólk forðist
við að klappa refnum þótt hann
virðist gæfur. Þau ráð má eflaust
yfirfæra á fleiri glæpamenn. n
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 22. september 2022 FIMMTUDAGUR