Fréttablaðið - 22.09.2022, Qupperneq 22
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg
@frettabladid.is
Léttari lund,
alla daga
MAG-YOUR-MIND® er öflug blanda af magnesíum,
B6 & B9 ásamt burnirót og adaptógenum.
Vinnur gegn streitu og skerpir hugsun.
Prjónahönnuðirnir Védís
Kara Reykdal Ólafsdóttir og
Telma Sif Guðmundsdóttir
eiga sameiginlegt að hafa
eignast sitt fyrsta barn 16
ára. Þær opnuðu nýlega vef-
síðu með eigin prjónaupp-
skriftum.
„Í mínu tilfelli var það þrjóskan ein
sem kenndi mér að prjóna, þegar
ég ákvað upp á mitt einsdæmi að
byrja að prjóna þar sem ég sat ein
heima ófrísk þegar við bjuggum í
Noregi þar sem maðurinn minn
var í námi. Það var hins vegar
amma Telmu sem kenndi henni
hvernig unnið er með spottann, og
svo auðvitað YouTube,“ segir Védís
Kara sem er 29 ára fjögurra barna
móðir og prjónahönnuður.
Védís setti nýlega upp prjóna
uppskriftasíðuna Slip Slip Knit
í samstarfi við Telmu Sif Guð
mundsdóttur, sem býr í Svíþjóð.
„Nafnið vísar í prjónaaðferð
sem kallast „slip slip knit“ á ensku.
Þegar við vorum komnar með sirka
þúsund uppástungur um nafn á
vefinn fannst okkur þessi passa
best því við vildum hafa nafn sem
fangaði athyglina,“ útskýrir Védís.
Bland af brjóstaþoku og hvatvísi
Védís er úr Þorlákshöfn og Telma úr
Mosfellsbæ.
„Við erum bara ósköp ofvirkar
margra barna mæður sem eignuð
umst fyrstu börnin okkar of fljótt,
eða þegar við vorum 16 ára. Við
þekkjumst þó ekki þaðan, en Telma
á þrjú börn,“ upplýsir Védís um til
urð þess að þær stöllur náðu saman
og fóru að hanna prjónaflíkur.
„Okkur fannst allir á Íslandi vera
að gera það sama í prjónaflíkum
og erum báðar með þannig haus að
hann vinnur á borð við svona sjö
manns. Þannig fæddist hver hug
myndin á fætur annarri þar til við
ákváðum að vinna bara saman og
gera prjónauppskriftir. Við óðum
því út í þann hafsjó án þess að hafa
kúta né kork, svo það má segja að
þarna hafi verið í gangi bland af
brjóstaþoku, hvatvísi og svefnleysi,“
segir Védís og skellir upp úr.
Þær reyna að fara í aðra átt en
aðrir prjónahönnuðir.
„En eins og flestir vita þá er
enginn að finna upp hjólið í prjóna
bransanum. Við reynum bara að
hanna okkar flíkur eftir því sem
okkur sjálfum þykir fallegt.“
Peysan varð eins og flothringur
Fyrsta prjónaminning Védísar er
frá því á sautjánda árinu.
„Þá ætlaði ég að vera svo gal
vösk að prjóna mér lopapeysu. Ég
notaði náttúrlega prjóna sem áttu
að henta í prjónaskapinn, en funk
eruðu alls ekki fyrir mig þar sem
ég prjóna mjög fast og þarf alltaf að
stækka um prjónastærð. Ég gat svo
með engu móti skilið hvernig ég
átti að taka lykkjurnar í handar
krikanum og geyma til að lykkja
þær saman seinna, svo peysan varð
hálfgerður flothringur á mér,“ segir
Védís og skellihlær.
„Telma náði hins vegar mun
fyrr tökum á lopapeysuprjóni því
hennar fyrsta minning er einmitt
lopapeysa sem hún prjónaði á
pabba sinn og tókst svona ljóm
andi vel þrátt fyrir ýmsar villur í
munstrinu.“
Þær Védís og Telma njóta þess
að sitja með prjónana: Telma í
ungbarnaprjóninu á meðan Védís
er sáttust við að klára bara beru
stykki og bolinn.
„Það er leyndarmál heimsins
hversu margar peysur eru erma
lausar heima,“ segir hún kímin.
Prjón veitir hugarró og slökun
Vinkonurnar segjast báðar háðar
því að kíkja á Pinterest og að þar
verði oft til kveikja að prjóna
flíkum þeirra.
„Börnin okkar veita auðvitað
líka innblástur upp að vissu marki,
sem og gjafir sem við nostrum við
og hönnum hverju sinni. Það er svo
sniðugt að skella í eitt vettlingapar
eða húfu og gefa, til að vera bæði
persónulegur og með peninga
vitið á hreinu. Svo verður maður
vitaskuld að fylgja
aðeins tískunni og
hafa flíkina einlita, sem er
mjög móðins núna, þótt litir séu
að koma sterkar inn og við erum
svolítið á þeim vagninum akkúrat
núna,“ greinir Védís frá.
Það fer svo eftir flíkunum og
hversu langt prjónafólk er komið
hvort uppskriftirnar séu flóknar.
„Sjálfar viljum við meina að
uppskriftirnar séu vel útskýrðar
en það er alltaf persónubundið
hvort prjón er flókið eða ekki. Við
látum fylgja með fleiri en færri
útskýringar, ef fólk skyldi ákveða
að taka stökkið áfram og skora á
sjálft sig í prjónaskapnum.“
Spurð hverju hún sé stoltust af í
prjónaskapnum svarar Védís:
„Ég er stolt af því að geta verið
með úrval af prjónauppskriftum
sem fólk langar að spreyta sig á.
Það er rosalega skemmtileg til
finning að vera úti að labba, eða að
sækja börnin í skólann, og sjá barn
hlaupa fram hjá í prjónaflík sem
eitt sinn var hugmynd sem maður
setti niður á blað. Það er miklu per
sónulegra að klæðast og gefa flík
sem maður hefur sjálfur búið til.
Prjón veitir líka mörgum hugarró
og slökun – nema kannski Telmu
því hún þarf svo ansi oft að rekja
upp því ég er alltaf að breyta,“ segir
Védís stríðnislega og hlær. n
Skoðið prjónauppskriftir Védísar
og Telmu á slipslipknit.is
Bara ósköp ofvirkar margra barna mæður
Védís Kara
með þremur
yngstu börnum
sínum sem hér
eru öll klædd í
prjónahönnun
mömmu sinnar,
peysur og húfur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Elsta dóttir Védísar í sægrænni
peysu með rauðbleikum bekk.
Telma Sif
Guðmunds-
dóttir er þriggja
barna móðir
sem elskar að
hanna og prjóna
ungbarnaföt.
MYND/AÐSEND
Töff og blá rúllukragapeysa með
vasa, en einlitt er mikið í tísku nú.
6 kynningarblað A L LT 22. september 2022 FIMMTUDAGUR