Fréttablaðið - 24.09.2022, Page 2

Fréttablaðið - 24.09.2022, Page 2
Mér finnst stundum eins og ég sé starfs- maður með ofurkrafta þegar ég er með hund- inn. Helga Helgadóttir, deildarstjóri í Fossvogsskóla Dansað í miðborginni Hinn árlegi peysufatadagur kvennaskólans í Reykjavík var haldinn hátíðlegur í gær. líkt og hefðin segir til um klæddu nemendur í þriðja bekk skólans sig upp í hefðbundna íslenska þjóðbúninga og héldu meðal annars á Ingólfstorg, þar sem þeir glöddu gesti með þjóðlegum dansi og söng. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Biðröð er fyrir utan vinnuver Helgu Helgadóttur í Fossvogs- skóla tvisvar í viku, þegar hún kemur með sérþjálfaðan skólahund í vinnu. Krakk- arnir bíða í röðum eftir að lesa og spjalla við Trausta sem fær pepperóní að launum. benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Helga Helgadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu í Foss- vogsskóla, hefur fengið leyfi frá heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur til að koma með hundinn Trausta í skólann. Nú geta börn komið og lesið fyrir hann, spjallað eða ein- faldlega átt notalega stund. Trausti kemur tvisvar sinnum í viku, á mið- vikudögum og föstudögum, og er yfirleitt biðröð af börnum til að líta inn til Helgu og Trausta, sem er sér- þjálfaður skólahundur. „Ég og Gunnar Jarl, maðurinn minn, fengum styrk bæði frá félags- mála- og menntamálaráðuneytinu, til að kaupa Trausta, sem þá var hvolpur. Hann er hreinræktaður Golden Retriever og er sérþjálfaður skólahundur,“ segir Helga. Hún var með annan hund í verkefni í Voga- skóla og eftir að hafa fengið öll til- skilin leyfi hefur Trausti komið í Fossvogsskóla og glatt þar börnin. „Við erum himinlifandi að hafa Trausta í vinnu og hann er að gera kraftaverk fyrir börnin okkar,“ segir Hafdís Guðrún Hilmarsdóttir skóla- stjóri en Trausti fær gæða pepperóní að launum. Helga segir að börnin hafi tekið Trausta vel og séu yfirleitt mjög spennt yfir dögunum sem hann birtist, en hann er staðsettur í námsverinu í skólanum þar sem krakkarnir koma og læra í róleg- heitum. „Það að vera í samvistum við hann hefur reynst mjög jákvætt fyrir nemendur. Sumir eru að koma gagngert til að lesa fyrir hann eða spjalla um daginn og veginn. Stundum þarf að ræða alls konar hluti og þá er gott að ræða það við hann. Trausti hefur róandi áhrif,“ segir Helga. Þetta verkefni heitir Hundur í skóla – aukin vellíðan, sem er eitt- hvað sem hún finnur vel fyrir. „Það er auðveldara að nálgast nemendur með því að tala um hund. Það er frábær ísbrjótur. Af ýmsum toga er þetta mjög gagnlegt,“ segir hún og bætir við að svona úrræði ætti að vera í f leiri skólum. „Krakkar tengja við dýr. Börn hafa langf lest áhuga á dýrum og svo er mikið hægt að vinna með dýr. Þau hafa til dæmis ekki málið og nota annars konar tjáskipti til að tjá líðan og tilfinningar sem við lesum í. Börn eiga það sameiginlegt með dýrunum að eiga stundum í erfiðleikum með að tjá sig. Mér finnst stundum eins og ég sé starfsmaður með ofurkrafta þegar ég er með hundinn. Þetta er svolítið eins og að vera svindlkall með ofur- krafta úti á fótboltavelli,“ segir hún og hlær. n Börn í Fossvogsskóla elska að hitta hundinn Trausta Það er yfir- leitt biðröð af börnum til að líta inn til Helgu og Trausta í námsverinu. MYND/ FOSSVOGSSKÓLI það byrjar at með fjórum fræjum ENN HOLLARI OLÍA OMEGA 3 & 6 + D - & E-VÍTAMÍN erlamaria@frettabladid.is VEÐUR Fyrsta haustlægðin er vænt- anleg um helgina, en gular viðvar- anir eru í gildi víða um land. Að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofunni, kemur fyrsta haustlægðin alltaf svo- lítið aftan að fólki. „Við eigum það til að gleyma að taka inn hluti sem eru úti í garði og þarf að koma í skjól. Lausamunir á borð við trampólín, grill og garðhús- gögn, sem þurfa að fara í skjól fyrir annað kvöld,“ segir Þorsteinn. Þá sé mun verra veður væntanlegt á sunnudaginn. „Þá er spáð hríðarveðri á Norð- austurlandi og vetrarfærð á fjall- vegum. Stormur eða rok undir Vatnajökli og víða á Austurlandi, og getur orðið ofsaveður þarna sums staðar og ekkert ferðaveður,“ segir Þorsteinn. Hann biðlar til fólks, þá sérstaklega þeirra sem eru á faraldsfæti, að fylgjast vel með við- vörunum Veðurstofunnar og Vega- gerðarinnar. n Spáir ofsaveðri á Austurlandi Þorsteinn V. Jónsson, veður- fræðingur hjá Veðurstofunni erlamaria@frettabladid.is LÖGREGLA Fjórir Íslendingar á þrí- tugsaldri, sem sérsveit ríkislög- reglustjóra handtók í viðamiklum aðgerðum á þriðjudaginn, eru sagðir hafa verið að undirbúa árásir sem til stóð að framkvæma á næstu dögum. Karl Steinar Valsson, yfirlögreglu- þjónn hjá embætti ríkislögreglu- stjóra, hefur staðfest að mennirnir hafi meðal annars beint sjónum sínum að Alþingi og árshátíð lög- reglumanna, sem til stendur að halda í næstu viku. Þeir eru grunaðir um undirbún- ing hryðjuverka og ólöglegan inn- flutning og framleiðslu skotvopna með þrívíddarprenturum, en tugir skotvopna og þúsundir skotfæra voru haldlögð í aðgerð lögreglu og sérsveitar. Einn þeirra manna sem voru handteknir í aðgerðunum losnaði úr gæsluvarðhaldi einum sólarhring áður, en hann var handtekinn síð- astliðinn þriðjudag. Sá var grunaður um vopnalagabrot, en hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarð- hald á fimmtudaginn. Þá var annar úrskurðaður í tveggja vikna gæslu- varðhald sama dag. Hinum tveimur var sleppt að lokinni skýrslutöku. n Alþingi og lögregla voru skotmörkin Karl Steinar Valsson, yfirlögreglu- þjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. 2 Fréttir 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.