Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2022, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 24.09.2022, Qupperneq 4
176 fermetra fjölbýli og 92 fermetra sérbýli er með hæsta fermetra- verðið, ríflega 1,5 milljónir. 6 úr róðra- deild Nökkva á Akureyri réru í kringum Hrísey. n Tölur vikunnar 27 friðuð hús hafa verið rifin eða flutt með leyfi Minjastofnunar frá árinu 2017. 50 prósent íbúa í Mýr- dalshreppi eru nú af erlendu bergi brotin. 86 störf munu flytjast með Útlendingastofnun frá Reykjavík til Reykja- nesbæjar gangi tillaga fjögurra þingmanna eftir. 300 þúsund Rússar geta nú átt von á því að verða kvaddir í herinn. Erla Bolladóttir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu fékk dóms­ mál sitt ekki endurupptekið. „Niðurstaða endurupptökudóm­ stóls er í rauninni óforsvaranleg,“ sagði Erla á blaðamannafundi. Erla er sú eina af þeim sex sem hlutu dóma í tengslum við málið sem hefur ekki fengið mál sitt endurupptekið. Á fundinum sagði Erla frá því að rannsóknarlög­ reglumaður hefði nauðgað henni í gæsluvarðhaldi. Hjörleifur H. Herbertsson kosningastjóri hjá Flokki fólksins á Akureyri hafnar ásök­ unum þriggja flokkssystra sinna um að hafa beitt þær kyn­ ferðislegu ofbeldi. „Þetta er tóm lygi, þessar konur eru svika­ kvendi, en aftur á móti hef ég haft í f limtingum oftar en einu sinni að ég hafi aldrei tekið á konu nema undir sæng við eðlilegar aðstæður,“ sagði Hjörleifur. Hildur Sverrisdóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokks mælti fyrir frumvarpi um tæknifrjóvganir. „Frumvarpið miðar að því að auka möguleika fólks til að verða foreldrar með hjálp tækninnar í krafti eigin ákvörðunarréttar,“ sagði Hildur sem segir að breyta þurfi núver­ andi stöðu. „Reglur eru fyrir fólk og löggjafinn má ekki að vera hræddur við að endurskoða þær í takt við tímann,“ bætti Hildur við. n n Þrjú í fréttum JEEP.IS • ISBAND.IS PLUG-IN HYBRID FÆRÐIN ER ALLTAF GÓÐ EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX! Leyfðu Jeep® Wrangler Rubicon Plug-In Hybrid að spreyta sig á krefjandi slóðum. Leiðin verður rafmögnuð. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 Minni íbúðir í fjölbýlishúsum lækkuðu nokkuð í verði á höfuðborgarsvæðinu í ágúst og nemur hækkun síðustu tólf mánaða nú 18 prósentum en var 22 prósent í júlí. olafur@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Þetta er viðsnún­ ingur frá síðasta mánuði. Sérbýli yfir 200 fermetrum, sem lækkaði í verði í júlí, hækkaði á ný í ágúst og nemur tólf mánaða hækkun sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu nú 37 pró­ sentum, en 39 prósentum ef aðeins er horft til eigna sem eru meira en 200 fermetrar. Þetta kemur fram í fasteignamælaborði Deloitte. Í júlí var meðalfermetraverð seldra íbúða undir 80 fermetrum 826 þúsund krónur. Í ágúst er fer­ metrinn kominn niður í 793 þúsund krónur. Verðið er þó mjög misjafnt eftir hverfum. Hæst er það í Smára­, Linda­ og Salahverfi í Kópavogi, 905 þúsund, en lægst í Breiðholtinu, 576 þúsund. Í fjölbýli yfir 120 fermetrum er verðið hæst í miðborg Reykjavíkur, 843 þúsund fermetrinn. Lægst er það í Breiðholti, í hverfi 109. Meðal­ fermetraverð alls fjölbýlis er lægst í Breiðholti. Á landsbyggðinni hækkaði fer­ metraverð í fjölbýli milli júlí og ágúst og mest hefur hækkunin á landsbyggðinni síðustu tólf mánuði verið á Austurlandi, 48 prósent. Hæsta fermetraverðið í f jöl­ býli á höfuðborgarsvæðinu í ágúst var þegar 176 fermetra íbúð við Bryggjugötu við Austurbakka gömlu hafnarinnar í Reykjavík var seld á 270 milljónir. Fermetra­ verð í þeirri sölu var 1,53 milljónir. Almennt er óalgengt að fermetra­ verð íbúða yfir 80 fermetrum sé yfir einni milljón. Í heildina nam söluverðmæti íbúða í f jölbýli á höfuðborgar­ svæðinu 25,8 milljörðum króna og meðalfermetraverð var rösklega 717 þúsund krónur. Nokkuð algengt var að fermetraverð smærri íbúða væri yfir einni milljón. Minni íbúðir lækka og sérbýli hækkar Verð á smærri íbúðum í fjölbýli lækkaði í ágúst og meðalverð á fermetra fór undir 800 þúsund krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hæsta verðið á fermetra í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu í ágúst var þegar 92 fermetra hús í Fossvogi var selt á 140 milljónir. Fermetraverðið nam 1,52 milljónum. Þetta virðist raunar ekki vera stórt sérbýli. Annað sérbýli í Fossvogi, 219 fer­ metra hús við Haðarland, seldist á 245 milljónir, sem gefur fermetra­ verð upp á ríf lega 1,1 milljón. Fer­ metraverð var undir milljón í öllum öðrum viðskiptum með sérbýli. Meðalverð minni sérbýla á höf­ uðborgarsvæðinu rauf 700 þúsund króna markið í ágúst. Hæst meðal­ verð fermetra í sérbýli á höfuð­ borgarsvæðinu var í Garðabæ, 749 þúsund. Lægst var meðalverðið í Mosfellsbæ, 612 þúsund. Heildarverðmæti í viðskiptum með sérbýli á höfuðborgarsvæð­ inu í ágúst nam rösklega 8,5 millj­ örðum og meðalfermetraverðið var 672 þúsund krónur. n 4 Fréttir 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.