Fréttablaðið - 24.09.2022, Qupperneq 6
Það þurfti einbeittan
brotavilja til að komast
þarna upp.
Kolbeinn Hreinsson, verktaki
Fífldirfska krakka sem nýttu
vinnupalla til að klífa upp
Hallgrímskirkju þvingaði
verktaka til að breyta vinnu-
lagi. Einbeittur brotavilji, að
hans sögn.
bth@frettabladid.is
REYKJAVÍK Kolbeinn Hreinsson,
framkvæmdastjóri M1 sem vinnur
að múr- og steypuviðgerðum á
Hallgrímskirkju, hefur neyðst til að
breyta verklagi með þeim afleið-
ingum að verkið verður erfiðara og
tafsamara að hans sögn.
Ástæðan er að krakkar nýttu
veggstillansa til að klifra upp í
mikla hæð. Einn þeirra birti TikTok-
myndband af athæfinu.
Um leið og Hallgrímskirkju bár-
ust fregnir af málinu var haft sam-
band við verktakann.
„Við töldum áður en þetta kom
upp að við hefðum gert allar örygg-
isráðstafanir sem þurfti,“ segir Kol-
beinn. Hann segir að svæðið hafi
áður verið girt af. Enginn hafi átt
von á að ungmenni færu án öryggis-
búnaðar líkt og kóngulær upp veggi
kirkjunnar.
„Nú eru engir pallar til að klifra
eftir þegar við erum ekki að störf-
um. Við þurfum að rífa pallana
niður og reisum þá í hvert skipti sem
við þurfum að vinna þarna uppi,“
segir Kolbeinn.
Hann segir að fyrir vikið verði
verkið erfiðara og tafsamara.
„Það þurfti einbeittan brotavilja
til að komast þarna upp,“ segir Kol-
beinn.
Sigríður Hjálmarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Hallgrímskirkju,
segir að fólk hafi gripið andann á
lofti og að hún hafi strax rætt við
verktakana þegar heyrðist af Tik-
Tok-myndbandinu. Verktakinn hafi
brugðist leiftursnöggt við.
„Það er mjög leitt að þetta hafi
gerst. Svæðið var lokað af og það átti
ekki að vera hægt að fara upp með
stillönsunum. En við tókum þessu
öll alvarlega og vonandi er þetta mál
úr sögunni,“ segir Sigríður.
Saga Hallgrímskirkju, einkennis-
tákns Reykjavíkur, hefur verið saga
verkpallanna í tímans rás. Bæði
Sigríður og Kolbeinn óska þess að
störf geti nú haldið áfram án trufl-
unar. Framkvæmdir munu standa
yfir við þennan verkþátt í allan
vetur.
Ekki þarf að hafa mörg orð um
hve heppnir krakkarnir voru að
skaða sig ekki, enda fóru þeir upp í
15–20 metra hæð.
„Þetta er stórhættulegt,“ segir Sig-
ríður. n
Hætta skapaðist í kirkjunni
Eftir að atvikið
varð eru vinnu-
pallarnir settir
upp í upphafi
hvers vinnudags
og teknir niður í
lok dags.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Sigríður
Hjálmarsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Hallgríms-
kirkju
Veitingastaður golfklúbbsins Keilis býður upp á jólamatseðil
alla föstudaga og laugardaga frá 11. nóvember til 10. desember 2022.
Tilvalið fyrir vinahópa og fyrirtæki frá 8 til 70 manns.
Lifandi tónlist og jólastemming.
Matseðill, sjá nánar á keilir.is
Borðapantanir á hafsteinn@betristofan.com og í síma 7792416
GK veitinga
GK veitingar, Golfklúbburinn Keilir
Steinholti 1 Hvaleyri, 220 Hafnarfirði
Jólagleði
100% náttúruleg
hvannarrót
60 HYLKI FÆÐUBÓTAREFNI
hvannarrót
Leyndarmál
hvannarrótar
Loft í maga?
Glímir þú við
meltingartruflanir?
Næturbrölt
Eru tíð þvaglát
að trufla þig?
Fæst í næsta apóteki, heilsuvöru-
verslun, Hagkaupum og Nettó.
Sjósunds-zumbapartí
það var mikið fjör á Ylströndinni í Nauthólsvík þar sem hópur kvenna kom saman í sjósunds-zumbapartíi á ströndinni. Nú styttist í að hiti sjávarins fari undir
frostmark en í gær var hann 8,8 gráður á Celsíus. Sundmenn sem skelltu sér í sjóinn í gærmorgun hittu sel í sundferð sinni. FRÉTTABLAÐIÐI/SIGTRYGGUR ARI
erlamaria@frettabladid.is
ALÞINGI Sjö þingmenn, fimm úr
Flokki fólksins og tveir úr Sam-
fylkingunni, lögðu fram tillögu til
þingsályktunar á Alþingi í gær um
tekjutengingu sekta fyrir umferð-
arlagabrot.
Guðmundur Ingi Kristinsson
er fyrsti f lutningsmaður tillög-
unnar, hann og hinir þingmenn-
irnir vilja að dómsmálaráðherra
skipi starfshóp sem taki til endur-
skoðunar ákvæði umferðarlaga og
reglugerða sem kveða á um sektir,
með það markmið að tekjutengja
sektarfjárhæðir.
Lagt er til að starfshópurinn skili
af sér skýrslu með tillögum í síðasta
lagi þann 30. september 2023 og
að ráðherra leggi skýrsluna fyrir
Alþingi mánuði síðar.
Hugmyndir að tekjutengingu
sekta vegna umferðarlagabrota
eru ekki nýjar af nálinni hér á
landi, auk þess sem fordæmi eru
fyrir slíkri tekjutengingu í öðrum
löndum svo sem í Danmörku. n
Vilja tekjutengja
umferðarsektir
Guðmundur Ingi
Kristinsson, fyrsti
flutningsmaður
tillögunnar
6 Fréttir 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ