Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 8

Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 8
Ánægjulegt að finna meðal annars jákvæð- an hljómgrunn frá þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins. Þorgerður Katrín Gunnars­ dóttir, formaður Viðreisnar 8:30 Mæting / skráning 9:00 Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsráðherra Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi Ávarp frá umhverfis- og loftlagsráðuneyti Póllands KeyGeotermal - Beata Kepinska, Baldur Pétursson Þróun jarðhita á Íslandi, Marta Rós Karlsdóttir, Orkustofnun Þróun jarðhita í Póllandi, Beata Kepinska, MEERI PAAS Kynning á hitaveitum á Íslandi 10:20 Kynning frá sveitarfélögum og fyrirtækjum í Póllandi 11:10 Kynning frá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi 12:00 Hádegishlé og samstarfsfundir 13:00 Kynning frá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi 14:00 Samstarfsfundir fyrirtækja frá Póllandi og Íslandi 16:00 Fundarlok Þátttaka tilkynnist til Orkustofnunar á os@os.is upplýsingar á os.is Kynningarfundur Möguleikar á samstarfi í uppbyggingu hitaveitna og endurnýjanlegrar orku í Póllandi 27. september kl. 8:30 – 16:00 á Reykjavík Natura Dagskrá H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Innviðasjóður Umsóknarfrestur 1. nóvember Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Innviðasjóði. Hlutverk sjóðsins er að byggja upp rannsóknainnviði á Íslandi. Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum. Sérstaklega verður tekið tillit til innviðaverkefna á vegvísi sem njóta, að öðru jöfnu, forgangs við úthlutun styrkja. Við úthlutun úr Innviðasjóði er tekið mið af úthlutunarstefnu Innviðasjóðs og eftirtalin atriði lögð til grundvallar: l Að innviðirnir séu mikilvægir fyrir framfarir í rannsóknum á Íslandi og fyrir rannsóknir umsækjenda l Að fjárfesting í innviðum skapi nýja möguleika til rannsókna og/eða innviðirnir tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður, markáætlun eða aðrir opinberir samkeppnissjóðir styrkja. l Að samstarf verði um nýtingu innviða milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja með fyrirsjáanlegum hætti l Að áætlanir um kostnað og fjármögnun séu raunhæfar l Að innviðirnir auki möguleika á menntun og þjálfun á viðkomandi fræðasviði l Innviðir sem komið er upp með styrk frá sjóðnum skulu vera aðgengilegir öðrum rannsóknahópum eftir því sem svigrúm er til og skal sjóðnum gerð grein fyrir hvernig aðgengi verður háttað Umsækjendur skulu kynna sér vel reglur sjóðsins áður en umsókn er gerð. Nánari upplýsingar og aðgangur að rafrænu umsóknarkerfi er að finna á www.rannis.is. Í nýlegu frumvarpi frá for- manni Viðreisnar eru lagðar til breytingar á kosningalög- um til að jafna vægi atkvæða á milli landshluta. Málið hefur lengi verið til umræðu á Alþingi, en núna virðist vera samstaða meðal þingmanna um málið. benediktarnar@frettabladid.is ALÞINGI Nýtt frumvarp um breyt- ingu á kosningalögum til að jafna vægi atkvæða milli kjördæma var lagt fram af þingmönnum fjögurra þingflokka stjórnarandstöðunnar. Málið hefur lengi verið til umræðu og hafa margar lagfæringar verið gerðar í gegnum tíðina. Þrátt fyrir að jafnvægi á milli atkvæða og þingsæta flokka hafi að miklu leyti jafnast er misvægi á milli fjölmenn- asta og fámennasta kjördæmisins enn tvöfalt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur lengi barist fyrir jöfnu vægi atkvæða. Hún lagði fram frumvarpið ásamt þingmönnum þriggja annara flokka úr stjórnarandstöðunni. Þorgerður segir þetta vera eitt af kjarnamálum Viðreisnar og skynjar jákvæðni til frumvarpsins frá öðrum þing- flokkum. „Það var fín umræða um þetta á þinginu og ánægjulegt að finna meðal annars jákvæðan hljóm- grunn frá þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. Það er vísbending um að það sé vilji til þess að ræða þetta mikilvæga mál. Ég vona að það verði gert og þetta er skýr tillaga um að þingið geti lagað þetta hrópandi óréttlæti sjálft. En þetta er fyrst og síðast til að reyna að leiðrétta órétt- lætið sem er búið að viðgangast allt of lengi,“ segir Þorgerður. „Við förum þessa leið sem er að fækka kjördæmaþingsætum niður í sex fyrir hvert kjördæmi, en fjölga jöfnunarsætum. Þannig að jöfnun- arþingmenn verða fleiri og þá fara þeir þangað sem atkvæðagreiðslan segir til um. Jöfnunarmennirnir verða þá væntanlega f leiri á suð- vestur-horninu heldur en áður. Þá endurspeglar niðurstaða þingkosn- inganna miklu frekar lýðræðislegan vilja fólksins,“ segir Þorgerður. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar og með- flutningsmaður frumvarpsins, segir að jafnt vægi atkvæða sé mannrétt- indamál. „Málið er núna í umsagnarferli og það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Stefna Samfylk- ingarinnar hefur verið að atkvæða- vægi eigi að vera jafnt. Ég veit að það kunna að vera önnur sjónarmið á landsbyggðinni, en þetta er mann- réttindamál. Við þurfum að koma því þannig fyrir í okkar landi að vægi atkvæða sé jafnt,“ segir Þórunn. Óli Björn Kárason, þingflokksfor- maður Sjálfstæðisf lokksins, segir að markmið frumvarpsins sé gott, en hann er ekki sannfærður um að aðferðafræði frumvarpsins sé sú rétta. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð lagt áherslu á að vægi atkvæða sé sem jafnast. Sjálfur er ég sannfærður um að í frjálsu samfélagi gangi ekki að fólk hafi misjafnt vægi þegar það mætir í kjörklefa. Eitt atkvæði er auðvitað það sem við eigum að stefna að. Það er ekki í þessu frum- varpi Viðreisnar, þau ganga ekki það langt, en það hefði raunveru- lega ekki verið hægt að ganga mikið lengra án þess að breyta stjórnar- skrá. Þau eru að reyna að vinna innan kosningalaganna og það setur þeim auðvitað þröngan stakk. Ég held að menn þurfi almennt að huga að því að breyta ákvæðum stjórnarskrár. Ég er orðinn sann- færður um að það þurfi að fjölga kjördæmum og gera þau minni, en hafa það í huga að jafna vægi atkvæða,“ segir Óli. „Ég er ekki sannfærður um að sú aðferðafræði sem þau boða í frum- varpinu sínu sé sú rétta, en það er bara einhver tæknileg útfærsla. Markmið frumvarpsins er gott, en vandinn er auðvitað sá að svigrúm- ið sem er til staðar án þess að breyta stjórnarskrá er mjög lítið og þau eru að reyna að vinna innan þessa litla svigrúms og það er virðingarvert,“ segir Óli. n Stuðningur við jafnt vægi atkvæða milli landshluta Þórunn Svein­ bjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar­ innar Óli Björn Kára­ son, þingflokks­ formaður Sjálf­ stæðisflokksins Frumvarpið var lagt fram af þingmönnum fjögurra þingflokka stjórnarand­ stöðunnar og hefur lengi verið til umræðu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ser@frettabladid.is UMHVERFISMÁL Neytendastofa hef ur bannað f y rirtækjunum Norðanfiski og Fisherman að nota villandi fullyrðingar í markaðssetn- ingu þar sem látið er að því liggja að afurðir þeirra komi úr „vistvænu sjóeldi“. Forsaga málsins er sú að Neyt- endasamtökin fengu ábendingu um villandi merkingar hjá umræddum fyrirtækjum og var álits leitað hjá viðkomandi stofnun, sem nú liggur fyrir. Forvígismenn Neytendasamtak- anna segja á heimasíðu sinni að orð- notkunin „vistvænt sjóeldi“ sé afar villandi og í raun ólíðandi með öllu. Sjókvíaeldi sé beinlínis flokkað sem mengandi iðnaður á vef Umhverfis- stofnunar, enda fari skólpið sem verði til við framleiðsluna beint í sjóinn. Á síðunni er bent á að norska umhverfisstofnunin hafi metið mengunina af hverju tonni í sjókví á við skólp frá 16 manneskjum. Laxar séu til dæmis með leyfi fyrir 16.000 tonnum í Reyðarfirði, sem framleiði þannig skólp á við 256.000 manns. Það geti ekki talist vistvænt. Á umbúðum Norðanfisks var fullyrt að um vistvænt sjóeldi væri að ræða. Neytendasamtökin hafi óskað eftir upplýsingum frá fyrir- tækinu um hvað átt væri við með orðalaginu „vistvænt sjóeldi“ og hvort einhver vottun lægi þar að baki. Í svörum fyrirtækisins komi fram að birgjar þeirra skilgreindu sjálfir sitt eldi sem vistvænt, en hefðu enn ekki hlotið neinar vott- anir í þá veru. n Bannað að nota villandi fullyrðingar Úr sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut 8 Fréttir 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.