Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 10

Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 10
Í fyrsta skipti áttum við leiðtoga sem við treystum – og það skiptir máli, Þórólfur. Kári Stefánsson Stjórn Sýnar hf. boðar til hluthafafundar Stjórn Sýnar hf. boðar til hluthafafundar sem haldinn verður fimmtudaginn 20. október 2022 klukkan 10.00 árdegis í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut 8, 108, Reykjavík. Til fundarins er boðað að kröfu þriggja hluthafa sem hafa að baki sér rúmlega 10% hlutafjár félagsins, sbr. fyrri tilkynning félagsins til kauphallar, dags. 19. september 2022. Krefjast hluthafarnir að á fundinum verði tekin fyrir tillaga þeirra um stjórnarkjör. Tillagan felur í sér tvennt að mati stjórnar Sýnar hf.; að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður, og að kjörinn verði ný stjórn ef fyrri tillagan verður samþykkt. Með vísan til framangreinds boðar stjórn Sýnar ehf. til hluthafafundar samkvæmt ofangreindu með eftirgreindri dagskrá: Aðrar upplýsingar Öll skjöl, svo sem framboðseyðublað, og tillögur sem lögð verða fyrir hluthafafundinn verður að finna á vefsíðu félagsins syn.is/fjarfestatengsl/hluthafafundur. Hluthöfum stendur einnig til boða að nálgast skjölin í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut 8, Reykjavík, virka daga milli klukkan 9:00-16:00. Fundurinn fer fram á íslensku og verða fundargögn jafnframt á íslensku. Hluthafar geta látið umboðsmann sækja hluthafafundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt umboð. Ekki verður hægt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Hluthöfum gefst kostur á að greiða atkvæði um mál sem eru á dagskrá fundarins bréflega. Skal beiðni um slíka atkvæðagreiðslu hafa borist skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@syn.is eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 10.00 laugardaginn 15. október 2022. Dagskrá fundarins: 1. Tillaga um að bundinn verði endir á kjörtímabil sitjandi stjórnar félagsins. 2. Með fyrirvara um að tillaga undir tölulið 1. hér að framan verði samþykkt, fer fram stjórnarkjör. 3. Önnur mál. Sýn hf. Suðurlandsbraut 8 108 Reykjavík Sími 599 9000 Kennitala: 470905-1740 Hluthafar eiga rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef þeir gera um það skriflega eða rafræna kröfu. Óski hluthafi eftir að koma máli eða tillögu á dagskrá hluthafafundarins skal slík beiðni hafa borist skrifstofu félagsins eða á netfangið hluthafar@syn.is eigi síðar en tveimur vikum fyrir fundinn, þ.e. fyrir kl. 10.00 fimmtudaginn 6. október 2022. Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn. Með fyrirvara um að tillaga samkvæmt 1. tölulið dagskrár verði samþykkt, er auglýst eftir framboðum til stjórnar. Með vísan til þess hve skammur tími er liðinn frá síðasta hluthafafundi þar sem stjórnarkjör var á dagskrá hefur stjórn ákveðið í þetta sinn að víkja til hliðar reglum um Tilnefningarnefnd og að reglur hlutafélagalaga og samþykkta félagsins skuli einar gilda um stjórnarkjörið ef það fer fram. Samkvæmt 63. gr. a. hlutafélagalaga nr. 2/1995 ber að tilkynna um framboð til stjórnar skriflega með minnst fimm sólarhringa fyrirvara fyrir hluthafafund, eða fyrir kl. 10.00 laugardaginn 15. október 2022. Framboðum skal skila á skrifstofu Sýnar hf., Suðurlandsbraut 8, Reykjavík, eða á netfangið hluthafar@syn.is. Allt er þetta gert með fyrirvara um að raunverulegt stjórnarkjör fari fram á fundinum. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar verða birtar eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir hluthafafundinn. Hluthafar eiga rétt á að krefjast hlutfallskosningar eða margfeldiskosningar við stjórnarkjör ef beiðnin berst a.m.k. fimm sólarhringum fyrir fundinn, ef þeir hafa til þess afl samkvæmt samþykktum, ef ekki er sjálfkjörið. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent frá klukkan 9.30 á fundardegi. Stjórn Sýnar hf. Þórólfi Guðnasyni, fyrr- verandi sóttvarnalækni, var þakkað fyrir vel unnin störf í gær á málþingi í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Á málþinginu voru flutt fjöl- breytt erindi, bæði vísindaleg og persónuleg. jonthor@frettabladid.is SAMFÉLAG Málþing Embættis land- læknis til heiðurs Þórólfi Guðna- syni, fyrrverandi sóttvarnalækni, fór fram í gær í tilefni starfsloka hans. Alma D. Möller var fundar- stjóri, en hún átti hugmyndina að viðburðinum sem innihélt fjöl- breytt erindi, bæði hávísindaleg sem og persónuleg. Willum Þór Þórsson heilbrigðis- ráðherra setti málþingið með því að þakka Þórólfi fyrir hönd þjóðarinn- ar fyrir vel unnin störf. Hann lagði áherslu á hversu góður hann væri í samskiptum og vitnaði í gamla Eyjasöngva eftir Ása í Bæ. Forstjóri Íslenskrar erfðagrein- ingar, Kári Stefánsson, var næstur og fór út um víðan völl í erindi sínu, frá þróun mannsins yfir í sjálfan Þórólf, sem hann sagði að væri sannur leiðtogi sem hefði sameinað þjóðina á erfiðum tímum. „Í fyrsta skipti áttum við leiðtoga sem við treystum – og það skiptir máli, Þór- ólfur,“ sagði Kári og kallaði Þórólf vin sinn, félaga og fóstbróður. Vísindin voru næst á dagskrá. Prófessorarnir Unnur Anna Valdi- marsdóttir og Thor Aspelund fjöll- uðu meðal annars um notkun spá- líkana og langtímaáhrif Covid-19. Þá kom Jón Steinar Jónsson, yfirlæknir á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsu- gæslu, og hélt erindi. Unnur, Thor og Jón höfðu öll orð á því hversu gott samstarfið með Þórólfi hefði verið, og lýsti Thor því sem „once in a life- time“-reynslu. Næst kom Víðir Reynisson, sviðs- stjóri almannavarna, og fjallaði um notkun vísindagagna við sviðs- myndagerð almannavarna. Hann fór einnig bak við tjöldin og sagði sögur af því þegar þeir félagarnir voru bugaðir eftir mikla og erfiða vinnu, en að alltaf hefði verið stutt í jákvæðnina hjá Þórólfi. „Takk fyrir samstarfið og takk fyrir vináttuna,“ sagði Víðir. Runólfur Pálsson, prófessor og forstjóri Landspítalans, greindi frá því hvernig spítalinn brást við heimsfaraldrinum, með áherslu á nýsköpun. Þá var skipt um gír, en Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir fékkst við spurninguna: Hver er Þórólfur? Hún fór fögrum orðum um forvera sinn, sem hún lýsti sem duglegum manni sem gæfist aldrei upp, en væri jafnframt hrókur alls fagnaðar. Þá var komið að sjálfum Þór- ólfi að líta yfir farinn veg. Nú væri komið að tímamótum hjá honum, og því upplifði hann blendnar til- finningar, en sagði að jákvæðar minningar stæðu upp úr. Hann benti þó á að hann væri ekki á leið- inni í gröfina og að það væri mikið langlífi í föðurfjölskyldunni. Þór- ólfur hélt mikla þakkarræðu, þar sem hann minntist á samstarfsfólk, stjórnvöld, þjóðina og fjölskyldu sína. Hann hlaut mikið lófaklapp að ræðu sinni lokinni. Svandís Svavarsdóttir, landbún- aðarráðherra og fyrrverandi heil- brigðisráðherra, sló á létta strengi og benti á hversu mikill húmoristi Þórólfur væri. Hún greindi til að mynda frá því að hann hefði sent sér aprílgabb í staðinn fyrir smittölur, eitt kvöldið þegar faraldurinn stóð sem hæst. Að lokum kom leynigestur. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tók undir með flokkssystur sinni um að Þórólfur væri mikill húmoristi. „Hann skiptir aldrei skapi þó allir aðrir séu að skipta skapi,“ sagði Katrín, og að það hlyti að hafa verið að erfitt að glíma við faraldurinn, stjórnvöld og þjóðina á sama tíma. n Þökkuðu Þórólfi fyrir vel unnin störf Gestirnir fögnuðu Þórólfi ákaft þegar þeir þökkuðu honum fyrir góð störf í þágu þjóðarinnar og uppskar hann mikið lófatak. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI 10 Fréttir 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.