Fréttablaðið - 24.09.2022, Síða 12
Meloni, líkt og Marg-
aret Thatcher mun,
mun berjast og sigra.
Steve Bannon
Ef úrslitin verða í sam-
ræmi við kannanir
mun Meloni að öllum
líkindum mynda
stjórn með tveimur
öðrum öfga hægri-
flokkum.
Heimildir: Quorum/Youtrend, European Data News Hub Myndir: Getty Images
Stefnir í sigur ítalskra hægriöfga
okka
© GRAPHIC NEWS
Kosningaáform Ítala (9. september Quorum/Youtrend fyrir Sky TG24).
Hægri-samsteypustjórn:
Útlit er fyrir að
hægriokkarnir
Bræður Ítalíu,
Norðurbandalagið og
Forza Italia fái meira
en 46% atkvæða.
Giorgia Meloni: Verði þetta
niðurstaða kosninganna getur
hún gert tilkall til forsætisráð-
herrastólsins og markað stefnu
samsteypustjórnar með Norður-
bandalaginu og Forza Italia,
okki Silvio Berlusconi.
Matteo Salvini: Gæti verið til
vandræða í nokkrum mála-
okkum, einkum varðandi
Úkraínustríðið, þar sem hann er
á öndverðum meiði við Meloni.
Bræður Ítalíu
(Fdl)
öfgahægri-
okkur
Forza
Italia
(FI)
hægrimiðokkur
Fimmstjörnu-
hrey ngin
(M5S)
popúlistar
Demókrata-
okkurinn
(PD)
vinstrimiðokkur
Azione &
Italia Viva
(Az+IV)
frjálslyndur
okkur
25,3%
12,9%
7,9%
13,8%
21,2%
5,5%
Norður-
bandalagið (LN)
öfgahægri-
okkur
Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum fyrir þingkosningarnar á Ítalíu er útlit fyrir
að póst-fasískur okkur Giorgiu Meloni, Bræður Ítalíu, fái 25 prósent atkvæða –
tvöfalt meira en Norðurbandalag Matteo Salvini, sem andsnúið er innytjendum.
Ágúst:
Azione og
Italia Viva
sameinast
um „þriðja
pól“ til að ná
atkvæðum af
Forza Italia.
Kosið er til þings á Ítalíu á
morgun og gangi spár eftir
verður kona forsætisráðherra
í fyrsta sinn í sögu landsins og
leiðir hægrisinnuðustu stjórn
landsins frá síðari heims-
styrjöld. Efnahagurinn er
kjósendum ofarlega í huga en
gert er ráð fyrir að kosninga-
þátttaka verði dræm.
thp@frettabladid.is
ÍTALÍA Ítalir ganga að kjörborðinu á
morgun og útlit er fyrir að sú stjórn
sem tekur við völdum verði langt til
hægri og Giorgia Meloni, formaður
flokksins Bræðra Ítalíu, verði næsti
forsætisráðherra, fyrst kvenna. Hún
lofar því að endurreisa „stolt“ þjóð-
arinnar nái hún kjöri. Búist er við að
niðurstöður liggi fyrir á mánudag.
Ef úrslitin verða í samræmi við
kannanir mun Meloni að öllum lík-
indum mynda stjórn með tveimur
öðrum öfgahægriflokkum. Það eru
Norðurbandalagið undir stjórn
Matteo Salvini og Forza Italia undir
stjórn Silvio Berlusconi. Þeir hafa
báðir gegnt embætti forsætisráð-
herra.
Þetta yrði fyrsta öfgahægristjórn
Ítalíu frá falli fasistastjórnar Benito
Mussolini við lok síðari heimsstyrj-
aldar. Stjórn Meloni yrði sú sjötug-
asta síðan lýðræði var komið á eftir
stríðið. Ítalir eru orðnir langþreyttir
á ótryggu stjórnmálaástandi og
stöðugum stjórnarskiptum og er
útlit fyrir að þátttaka í kosning-
unum verði dræm.
Ný ríkisstjórn stendur frammi
fyrir mörgum erfiðum úrlausnar-
efnum. Hækkandi orku- og vöru-
verð er það sem kjósendur hafa
mestar áhyggjur af en lítið hefur
borið á lausnum í kosningabarátt-
unni, hvort sem er frá vinstri eða
hægri. Öfgahægrif lokkarnir þrír
vilja taka hart á ólöglegum inn-
flytjendum, lækka skatta og standa
vörð um sjálfsmynd Ítala. „Það er
erfitt að koma á augu á aðgerðir í
kosningabaráttunni,“ segir Lorenzo
Pregliasco hjá skoðanakannana-
fyrirtækinu YouTrend.
Þrátt fyrir að allt stefni í að Mel-
oni, Salvini og Berlusconi myndi
samsteypustjórn eru þau ekki
samstíga í öllu. Eitt helsta ágrein-
ingsmálið er innrásin í Úkraínu.
Berlusconi, sem lengi hefur átt í
góðum samskiptum við Vladímír
Pútín Rússlandsforseta, og Salvini
vilja endurskoða þátttöku Ítalíu
í refsiaðgerðum gegn Rússlandi
sökum áhrifa þeirra á ítalskan efna-
hag og almenning. Meloni er yfir-
lýstur stuðningsmaður Úkraínu og
refsiaðgerða.
„Stríðið í Úkraínu er toppurinn á
ísjakanum í átökum í þeirri viðleitni
að endurmóta heimsmyndina. Því
verðum við að taka slaginn,“ sagði
Meloni fyrr í mánuðinum. Berlusc-
oni sagði sjálfur fyrir skömmu að
Pútín hefði verið „ýtt“ út í stríð af
rússneskri þjóð, f lokki sínum og
yfirmönnum hersins.
Giorgia Meloni er 45 ára gömul
og fædd í Róm þar sem hún var alin
upp af einstæðri móður. Hún hóf
feril sinn í stjórnmálum árið 1992 er
hún gekk til liðs við ungliðahreyf-
ingu nýfasistaflokksins Movimento
Sociale Italiano (MSI). Meloni varð
síðar formaður stúdentahreyfingar
hins hægrisinnaða Þjóðarbanda-
lags, sem átti rætur sínar að rekja
til MSI.
Meloni var kosin á þing fyrir
Þjóðarbandalagið árið 2006 og
tveimur árum síðar skipaði Silvio
Berlusconi, sem þá var forsætisráð-
herra, hana ráðherra málefna ung-
menna og gegndi Meloni embætti til
ársins 2011. Hún var einn stofnenda
Bræðra Ítalíu árið 2012 og varð leið-
togi f lokksins tveimur árum síðar.
Hún bauð sig fram án árangurs í
Evrópuþingskosningum árið 2014
og sem borgarstjóraefni í Róm árið
2016.
Meloni er að eigin sögn þjóðernis-
sinni og andsnúin þungunarrofi,
hinsegin fólki og innf lytjendum.
Áður hefur Meloni sagt að komist
hún til valda vilji hún endurskoða
löggjöf um óvígða sambúð samkyn-
hneigðra og er ekki hlynnt því að
samkynhneigð pör fái að ættleiða
börn. Í héruðum og borgum Ítalíu,
þar sem flokkur hennar hefur verið
við völd hefur aðgengi að þungunar-
rofi og getnaðarvarnarpillum verði
skert, þvert á landslög.
Sjálf hefur Meloni sagt að Ronald
Reagan Bandaríkjaforseti og Marg-
aret Thatcher séu meðal fyrirmynda
hennar á íhaldsvæng stjórnmála en
hún sé þó fyrst og fremst sín eigin
kona. Stjarna Meloni hefur risið
hratt á síðustu árum og hún öðlast
mikla frægð meðal hægrimanna á
heimsvísu. „Meloni, líkt og Marg-
aret Thatcher, mun berjast og sigra,“
sagði Steve Bannon, sem eitt sinn
var einn nánasti aðstoðarmaður
Donalds Trump, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseta, við CNN fyrir stuttu en
þau hafa átt náið samstarf.
„Við erum stolt af því sem við
stöndum fyrir. Við lifum á tímum
þar sem allt sem við stöndum
fyrir sætir árásum, réttindi okkar
sæta árásum, fullveldi ríkja okkar
sætir árásum, velmegun og velferð
fjölskyldna okkar sæta árásum,
menntun barna okkar sætir árásum.
Frammi fyrir þessu skilur fólk að á
þessum tímum er eina leiðin til að
spyrna á móti sú að varðveita hver
við erum, eina leiðin til að spyrna á
móti er íhaldssemi,“ sagði Meloni á
ráðstefnu hægrimanna í Bandaríkj-
unum fyrr á árinu. n
Allt stefnir í öfgahægristjórn á Ítalíu
Matteo Salvini, Silvio Berlusconi og Giorgia Meloni vígreif á kosningafundi á fimmtudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
bth@frettabladid.is
SJÁVARÚTVEGUR Þóra Arnórsdóttir,
ritstjóri Kveiks, og Helgi Seljan
blaðamaður á Stundinni, sem átti
einn stærsta þáttinn í að afhjúpa
mútumál Samherja í Namibíu, segja
að Samherji hafi með kerfisbundn-
um hætti reynt að brjóta blaða-
menn niður til að þeir hætti við að
fjalla með gagnrýnum hætti um störf
fyrirtækisins.
Hvorki Panama-skjölin, Water-
gate né mörg önnur stærstu frétta-
mál sögunnar hefðu komið fram ef
blaðamenn og uppljóstrarar hefðu
ekki haft það hugrekki sem þurfti
til að fjalla um málin, að sögn Þóru.
Einnig virðist sem lögreglan á
Norðurlandi eystra sé með Samherja
í liði. Þóra er einn fjögurra sakborn-
inga í máli þar sem til rannsóknar er
hvort blaðamennirnir hafi framið
brot með umfjöllun um skæruliða-
deild Samherja.
Þóra segir að erfitt hafi verið að fá
upplýsingar um sakarefnið, spurn-
ingar lögreglu hafi í raun ekki snúist
um brot á friðhelgi einkalífs, heldur
hafi henni verið sýndar allar fréttir
um skæruliðadeildina og hún spurð
hvort hún hefði séð þær. Einnig hefði
verið lesið upp úr tölvupóstum.
„Mér fannst þetta hálfsúrrealískt,“
segir Þóra. „Ég var ekkert spurð hvort
ég hefði séð einhver kynlífsmynd-
bönd, eins og ég hélt að málið snerist
um.“
Helgi segir sorglegt að „ógeðs-
legar“ aðferðir Samherja til að brjóta
niður trúverðugleika aðalvitnisins,
Jóhannesar Stefánssonar, í mútumál-
inu og fleiri atlögur gegn öðru fólki
virðist hafa skilað nokkrum árangri.
Eitt dæmi um það sé að umfjöllun
um mál fyrirtækisins sé í engu sam-
Skýrslutaka hjá lögreglu hálfsúrrealísk að sögn Þóru
Helgi Seljan og Þóra Arnórsdóttir ræddu málin á Fréttavaktinni í gærkvöld á
Hringbraut. Þau gagnrýna lögregluna á Akureyri og stjórnmálamenn.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ræmi við alvöru málsins. Fólk sé fælt
frá því að fjalla um risastórt spill-
ingarmál sem tengist fyrirtækinu.
Þá sé sorglegt að Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra standi í
þrætum við blaðamenn á sama tíma
og ráðherrar láti óáreitta rógsher-
ferð fyrirtækisins, ekki síst gagnvart
Jóhannesi. Stjórnmálamenn beri því
við að ekki megi ræða málið þar sem
það sé í höndum lögreglu.
„Þegar hér er verið að reyna að
koma í veg fyrir að uppljóstrarar beri
vitni þá heyrist hvorki hósti né stuna
frá þessu fólki. Það er alvarlegt,“ segir
Helgi Seljan.
Bæði Helgi og Þóra segja viðbrögð
Samherja eftir spillingarmálið hafa
komið þeim á óvart og að viðnámið
við viðbrögðum Samherja virðist
lítið sem ekkert hér á landi.
„Það sem er sjokkerandi er við-
bragðsleysið,“ segir Helgi. n
12 Fréttir 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ