Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 16

Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 16
Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kannski má kalla þetta lýðræðis- þreytu. Einu gildir hvað menn kjósi. Ekk- ert breytist þótt reglu- lega sé skipt um lands- stjórnina. Við komum saman á hátíðar- stundum, fögnum 17. júní með SS- pylsum og hóum saman í Júróvis jón- partí. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Sjálfvirkur opnunarbúnaður og snertilausir rofar frá Þýsk gæðavara. Snertilausir rofar Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Á leikskóla einum í Islington-hverfi í London er íslenski fáninn tekinn fram tvisvar á ári. Ástæðan er menningarlegur misskilningur. Þegar fyrsta barn mitt hóf leikskólagöngu fyrir átta árum hér í London þar sem ég bý var ég spurð hverju fjölskyldan fagnaði. Ég sagði það fyrsta sem mér datt í hug: „17. júní og Júróvisjón.“ Án þess að blikna skrifaði leik- skólastýran svarið niður. Það var ekki fyrr en löngu síðar að ég áttaði mig á að spurningin var líklega leið hinna ofur kurteisu og menn- ingarlega nærgætnu Breta til að falast eftir því hverrar trúar við værum. Þriðja barn mitt sækir nú leikskólann. Þar er 17. júní og Júróvisjón enn fagnað árlega með virðulegri athöfn. Í gær voru tuttugu ár liðin frá því að ég flutti frá Íslandi til Bretlands. En þótt ég hafi búið í Bretlandi næstum hálfa ævina verð ég aldrei annað en Íslendingur. Ég vinn á ensku en mig dreymir á íslensku; ég skil ekki Breta þegar þeir tala undir rós eins og þeir gera svo oft; Bretar skilja mig ekki þegar ég rúlla errunum mínum. Öðru gegnir hins vegar um börnin mín. Lísa í Undralandi Ný rannsókn þriggja vísindakvenna við Háskóla Íslands bendir til að tvítyngd börn á Íslandi með íslensku sem annað mál læri takmarkaða íslensku í leikskólum. Vísinda- konurnar segja niðurstöðurnar bæði óvæntar og alvarlegar og að þær kalli á breytt viðhorf í málörvun tvítyngdra leikskólabarna. Fyrir þremur árum kom hópur íslenskra sjálfboðaliða saman í London og stofnaði íslenskuskóla fyrir börn. Íslenskir innflytj- endur í London eiga nefnilega við þveröfugt vandamál að stríða. Börnin mín þrjú höfðu öll íslensku að móðurmáli fyrstu ár lífs síns. En í leikskóla urðu pólskipti. Enskukunnáttu þeirra fór hratt fram. Ekki leið á löngu uns annað mál þeirra varð fyrsta mál. Þótt íslenska væri töluð á heimilinu, lesið væri fyrir börnin á íslensku og daglega væri Netflix-fjarstýringin rifin af þeim og þau neydd til að horfa á risp- aðan DVD-disk með Skoppu og Skrítlu jókst alltaf bilið milli íslensku- og enskukunnáttu þeirra. Fjöldi Íslendinga í London hefur sömu sögu að segja. En hvað er til ráða? Ég hef ekki hug- mynd. Mig grunar þó hvar skýringarinnar er að leita. Við Íslendingar í London höldum hópinn. Við komum saman á hátíðarstundum, fögnum 17. júní með SS-pylsum og hóum saman í Júróvisjónpartí. Mestum tíma okkar verjum við hins vegar í furðuveröld sem virðist stundum jafnframandi og sú sem mætti Lísu í Undralandi. Við förum í bröns til nágranna og kyngjum bökuðum baununum með herkjum. Við erum dregin á „quiz night“ á hverfispöbbnum en svörum ekki einni einustu spurningu rétt því hvernig eigum við að vita hvert var vinsælasta strákaband í Bretlandi árið 1992 eða hvaða ár Georg III. var krýndur? Um helgar mætum við í barnaaf- mæli og furðum okkur á rislitlum veitingum – kartöfluflögum og bollakökum úr pakka – og lengir eftir íslensku kaffihlaðborði sem svignar undan hnallþórum jafnvel þótt mar- ensinn sé laufléttur. Það lifnar þó yfir okkur þegar gestgjafinn réttir okkur óvænt volga bjórdós. Börnin mín elska bakaðar baunir. Þau sjá ekkert athugavert við bollakökur úr pakka eða pabbann sem segir aldrei neitt á skóla- lóðinni en verður allt í einu hrókur alls fagn- aðar í barnaafmælum með dós í hönd. Við Íslendingar í London erum ekki Bretar. Það er samt í gegnum okkur, ekki bara leik- skólann, sem börnin okkar verða hluti af bresku samfélagi. Börn innflytjenda á Íslandi standa höllum fæti í íslensku. Getur verið að vandamálið sé ekki aðeins málvísindalegt heldur einnig samfélagslegt? Spyr sá sem ekki veit. n Hugleiðingar innflytjanda Þeim lýðræðisþjóðum sem leggja áherslu á upplýsta umræðu stafar æ meiri hætta af öfgahyggju sem nærist einna helst á fordómum, alhæfingum og grunnhyggni. Ástæða þessarar varhugaverðu þróunar er efalítið margþætt, en að stórum hluta má rekja hana til aukinnar vantrúar á stofnanavæddri og staðnaðri stjórnmálamenningu sem hefur eftir- látið embættismannakerfinu sitt upprunalega lýðræðisumboð. Fyrir vikið sjá menn ekki jafn ríka áherslu á að taka þátt í kosningum og áður – og enn síður í hefðbundnu stjórnmálastarfi þar sem næsta litlaus málamiðlunin getur af sér lægsta samnefnarann í hverjum efnisflokknum af öðrum. Kannski má kalla þetta lýðræðisþreytu. Einu gildir hvað menn kjósi. Ekkert breytist þótt reglulega sé skipt um landsstjórnina. Kerfið malli bara af kunnuglegri vanafestu. Og sjálf- hverf stjórnsýslan sé öðru fremur hugsuð til heimabrúks í stað þess að þjóna fólkinu í landinu. Þegar ofan í þetta bætist svo æ minni áhugi á ritstýrðu fréttaefni og málefnalegri umræðu, í bland við aukið óþol gagnvart vand- lega staðreyndri vísindavinnu, er ekki nema von að tími lýðskrumsins renni upp þar sem upp- hrópanirnar hljóma langtum betur í eyrum fólks en gaumgæfð og hófstillt ummæli. Þetta er ef til vill meginástæða þess að æ stærri hópur fólks kýs að draga fyrir gluggana og dvelja í skúmaskotum eigin hugsana. Fyrir þessum hópi eru staðreyndir ekkert annað en þreytandi upptalning og vönduð upplýsing er einfaldlega afgreidd sem uppáþrengjandi afskiptasemi. Og vantrúin á samfélagið eykst eftir því sem einangrunin teygist á langinn. Óbeitin á mörgum helstu meginstoðum réttarríkisins grefur um sig. Gremjan yfir því að kerfið hafi alltaf betur en aumur einstaklingurinn verður öllu öðru yfirsterkara. Og fyrirlitningin á fólki, sem enn telur sér það til ágætis að geta skipst á ólíkum skoðunum við mann og annan, verður alger og yfirþyrmandi. Það er í þessum jarðvegi sem útilokunarárátt- an þrífst, sjálf ófyrirleitna krafan um einsleitni, en andspænis mannvirðingu og umburðarlyndi sýnir hún styrk sinn og yfirburði á afdráttar- lausan hátt. Gegn þessari einstrengni þarf að berjast, svo og öllu fáfræðisæðinu sem runnið hefur á mann og annan, ekki síst unga karla sem telja sig hafa tapað fyrir fjölbreytileikanum og finna honum allt til foráttu. Og þetta þarf að gera af yfirvegaðri festu svo allur þorri almennings, sem trúir á frelsi og jafn- rétti, fái áfram lifað í óttalausu landi. n Öfgahyggja SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 24. september 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.