Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 19

Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 19
Það virðist enginn áhugi þegar á hólminn er komið að setja raunverulega peninga í verkefnið. Hafa turnar heilbrigðis- kerfisins reynst þér ókleifir? Umsóknarfrestur er til og með 31. október. Frekari upplýsingar og umsóknarform má finna á vefsíðu ráðuneytisins, www.hvin.is. ÞÁ KÖSTUM VIÐ TIL ÞÍN FLÉTTUNNI! Fléttan eru styrkir sem veittir eru til nýsköpunar- fyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins. Styrkveitingin er háð því skilyrði að nýsköpunarfyrirtækin eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða þá nýsköpun sem styrkur er veittur til. Um er að ræða 60 m.kr. sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun veita til verkefnisins og lögð verður sérstök áhersla á að styðja við samstarf milli hins opinbera og einkaaðila um land allt. LAUGARDAGUR 24. september 2022 Íþróttir 19FRÉTTABLAÐIÐ hordur@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Ólafur Kristjánsson, yfir- maður knattspyrnumála hjá Breiða- bliki, var gestur í Íþróttavikunni á Hringbraut sem frumsýnd var í gær- kvöldi. Rætt var um byggingu þjóð- arhallar sem virðist ekki á dagskrá á næstunni, eitthvað sem ríki og borg höfðu lofað að væri að fara í gang síðastliðið vor. „Þetta er leiðinda- mál í alla staði, menn eru að slá sér til riddara þegar það þarf að sækja atkvæði og vinsældir,“ segir Ólafur en stjórnmálafólk kom saman í maí og lofaði öllu fögru skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar. „Þau lofa því að það verði sett eitt- hvað í gang, það er svo sett í nefnd sem setur það í aðra nefnd. Nú veit ég ekki hvort nefndin hafi hist eða ekki, þetta er orðið langþreytt ástand og er í raun algjört virðingar- leysi að það sé ekkert gert.“ Lengi hafa vonir staðið til þess að þjóðarhöll og nýr þjóðarleik- vangur í knattspyrnu myndu rísa en margir eru farnir að gefa upp alla von. „Við erum með vonda aðstöðu, í raun enga aðstöðu. Það er verið að reyna einkaframkvæmdir í ýmsum geirum samfélagsins sem er stundum umdeilt. Ég held að það sé útséð með að ríkið eða sveitarfélög komi að þessu. Þar draga menn bara lappirnar og það þarf að finna lausn þar sem fjármagnið kemur annars staðar frá. Það virðist enginn áhugi þegar á hólminn er komið að setja raunverulega peninga í verkefnið.“ Þjóðarhöll er framar á teikniborði stjórnvalda og því er enn lengri bið í að nýr þjóðarleikvangur rísi. „Það hangir á sömu spýtunni, þetta er margtuggið. Á tyllidögum vilja allir upp á hestinn og taka þátt, þegar kemur að því að standa við gefin loforð þá verða menn litlir í sér. Það er fullt af hlutum og málum sem myndu vera brýnni en þjóðarhöll í stóra samhenginu en þetta er eitt- hvað sem þarf virkilega að fara að gera gangskör að. Ég held að margir átti sig ekki á hversu aftarlega á merinni við erum þegar kemur að aðstöðu.“ n Fögur loforð á atkvæðaveiðum Á vordögum var undirrituð viljayfir- lýsing. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI hordur@frettabladid.is FÓTBOLTI Valur verður Íslandsmeist- ari annað árið í röð takist liðinu að að ná í jafntefli eða sigur gegn Aftur- eldingu í Bestu deild kvenna í dag. Fjórir leikir fara svo fram á sunnudag en Valur spilar degi á undan vegna þátttöku liðsins í Meistaradeild Evrópu. Valur tók á móti Slavia Prag í undankeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna á miðvikudag. Tékkneska liðið vann 0-1 sigur og er í góðri stöðu fyrir síð- ari leikinn. Liðið sem sigrar einvígið kemst í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. „Þetta var mjög svekkjandi tap gegn Slavia en við erum búnar að hrista það af okkur, við erum bara spenntar fyrir þessu í dag. Við erum ekki búnar að tapa mörgum leikjum í sumar, við erum búnar að spila saman liðinu undanfarið og það hefur gengið vel,“ segir Ásgerð- ur Stefanía Baldursdóttir einn af burðarásunum í sterku liði Vals. „Alveg sama þó það væri ekki í boði að vinna titil í leiknum þá ætlum við okkur í alla leiki til að vinna þá og það er engin undan- tekning gegn Aftureldingu á úti- velli.“ Ásgerður telur að Valur eigi svo góðan séns á að vinna Slavia á úti- velli í næstu viku. „Mér finnst við eiga mikla möguleika. Þær spiluðu ekki alveg eins og við höfðum kort- lagt,“ segir Ásgerður. n Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í dag Úr leik Vals og Slavia Prag í vikunni. Næstu dagar eru mikil- vægir fyrir liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGRYGGUR ARI
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.