Fréttablaðið - 24.09.2022, Síða 22

Fréttablaðið - 24.09.2022, Síða 22
Er virkilega svona erfitt að efna einfalt loforð? Heyriði, stelpur, ég þarf að segja ykkur svolítið – ég tók eitt sinn þátt í fegurðarsamkeppni. Í skóm drekans, eina íslenska kvikmyndin sem bönnuð hefur verið, verður sýnd í kvöld í Bíó Paradís. Fram- kvæmdastjóri kvikmynda- hússins er aðalumfjöllunar- efni myndarinnar en hefur legið á myndinni sem ormur á gulli þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir um sýningu. bjork@frettabladid.is Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að nánast í hverjum mánuði undanfarin ár hafi einhver haft samband við mig til að nálgast mynd- ina. Hún var orðin svo ófáanleg að hún var orðin að einhvers konar mýtu. Landsbókasafnið hefur líka skammað mig fyrir að hafa aldr- ei skilað henni inn,“ segir Hrönn Sveinsdóttir þegar nefnt er við hana að hún hefði nú mögulega getað komið myndinni í sýningu fyrr. Forsaga málsins er sú að Hrönn ákvað árið 2000 að gera heimildar- mynd um hina nýju fegurðarsam- keppni Ungfrú Ísland.is. Hrönn tók sjálf þátt í keppninni og skrá- setti ferlið með móður sína sem tökumann en bróðir hennar, Árni Sveinsson, leikstýrði og skrifaði handritið ásamt Hrönn. Daginn fyrir frumsýningu myndarinnar var lögbann sett á sýningu hennar og í kjölfarið upphófust málaferli sem lauk árið 2002. „Ef þetta væri sjónvarpsmynd væri hún í tveimur þáttum: Fyrst væri fegurðarsamkeppnadramað og svo allt réttardramað. Þar væri Ragnar Aðalsteinsson eins og Mat- lock, mamma væri leikin af Sally Fields sem væri alltaf að gráta fyrir utan réttarsalinn og allt rosalega dramatískt,“ segir Hrönn í léttum tón. „Eftir málaferlin reyndum við alveg að fylgja myndinni eftir enda var mikil eftirspurn eftir henni á hátíðir víða um heim. En eftir svona drama er maður bara kominn með ógeð og ég tala nú ekki um ef maður er sjálfur viðfangsefnið. Þá er maður kominn með algjört ógeð á því að sjá sjálfan sig, ræða þetta og kynna þetta.“ Sá sjálf myndina fyrir 20 árum Hrönn segist því hafa haft litla löngun til að setja myndina í sýn- ingu undanfarin ár með öllu sem því fylgir. „Svo lofaði ég sjálfri mér að þegar það yrði kominn einhver afmælis- tími myndi ég gera eitthvað. En ég lýg því ekki, þegar það rann upp fyrir mér í upphafi árs að nú væri komið að tuttugu ára afmæli kom ekki yfir mig tilhlökkun. En ég hristi það af mér og hugsaði: „Gerum þetta bara!“ Hrönn segir 20 ára afmæli mynd- arinnar að mörgu leyti hafa komið á frábærum tíma enda nýbúið að ljúka endurbótum á Bíó Paradís og því gaman að fagna með pompi og prakt. Fljótt varð uppselt í aðalsal kvikmyndahússins og var þá bætt við öðrum sal þar sem miðarnir hafa farið hratt. Sjálf verður Hrönn auðvitað viðstödd í kvöld ásamt fjölskyldu og mun sitja fyrir svörum eftir sýninguna. „Ég hef ekki séð myndina frá því á kvikmyndahátíð í San Fransisco rétt eftir að hún kom út fyrir 20 árum.“ Dætur Hrannar, sem eru 8, 12 og 14 ára, fréttu bara af þessari fortíð móður sinnar í vikunni. „Það var bara því au-pair stúlkan okkar frá Filippseyjum hafði frétt af þessu og langaði að koma með vin- konum sínum. Stelpurnar fóru þá að spyrja og ég þurfti því að segja við þær: „Heyriði, stelpur, ég þarf að segja ykkur svolítið – ég tók eitt sinn þátt í fegurðarsamkeppni.“ Hrönn segir að dæturnar hafi eðli málsins samkvæmt orðið hissa. „Ég hefði allt eins getað sagt þeim að ég hafi einu sinni verið leigumorðingi eða njósnari erlends ríkis,“ segir hún og hlær en dæturnar fá að sjá mömmu fyrir 22 árum á hvíta tjald- inu í kvöld. „Þarna sjá þær mömmu, ömmu og afa og frændur og frænkur fyrir 22 árum. Þessa snarbiluðu konu sem er í dag móðir þeirra,“ segir Hrönn að lokum. n Myndin sem varð að mýtu Hrönn og Árni Sveinsbörn unnu saman að gerð myndarinnar Í skóm drekans og eru spennt fyrir að sýna hana fyrir tveimur fullum sölum í kvöld. Eftir sýningu verður boðið upp á spurningar og svör. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI BJORK@FRETTABLADID.IS Við mælum með Ólafur Arnarson n Í vikulokin Björk Guðmundsdóttir þekkir ágang fjöl- miðla og almennings eftir ár sín í London og kann því enn betur að meta hið þegjandi samkomulag um að hér fái hún frið. Hún segir ljósmyndara virða þetta og almenning ekki biðja um sjálfu með myndavélasímum sínum – þetta sé óskrifuð og góð regla. Í blaðinu er einnig að finna viðtal við aðra stjörnu, Ragnhildi Gísladóttur, sem sló fyrst í gegn með Grýl- unum í upphafi níunda áratugarins. Okkar fundir hefðu getað orðið mikið fyrr, nánar tiltekið fyrir tæpum fjórum áratugum þegar undirrituð, þá smá- stelpa, falaðist fyrst eftir viðtali við þessa stórstjörnu. Ég og vinkona mín vorum að búa til blað, vélritað og ljósritað, til útgáfu og sölu í götunni okkar. Þegar við hringdum og buðum, með öndina í hálsinum, Ragn- hildi forsíðuviðtal blaðsins, tók hún okkur vel og sam- þykkti að hitta okkur á heimili sínu daginn eftir. Uppnumdar sögðum við móður vinkonu minnar frá fyrirhuguðum fundi okkar við eina skærustu stjörnu þess tíma: Ragnhildi Gísladóttur, söngkonu Grýlanna – hennar viðbrögð voru að taka algjörlega fyrir það að við trufluðum svo þekkta manneskju með slíku. Við það sat og viðtalið beið í nokkra áratugi. En hvar annars staðar myndi þetta gerast? n Íslenskar stórstjörnur En hvar annars staðar myndi þetta gerast? Eldofninum Í Grímsbæ við Bústaðaveg er að finna bestu pítsur landsins. Alvöru eldbakaðar pítsur, eldaðar við alvöru eldivið í ítölskum ofni, úr heimagerðu deigi, sósu og olíum. Matseðillinn er einfaldur enda er lykillinn við gæðapítsur einfaldlega gæðahráefni og já, eldunaraðferðin. Þó er hægt í fara „spes“ listann fyrir þá sem vilja f lækja hlutina örlítið. Þetta er samt ekkert svo flókið, bara sjúklega gott. Hausttiltekt Það er með töluverðum trega sem við mælum með að lesendur nýti þennan laugardag í hausttiltekt í garðinum. Eftir ljúfan september er von á fyrstu haustlægðinni og ekki útilokað að veðurviðvaranir detti í appelsínugult. Nú er því tæki- færið til að bjarga garðhúsgögnum, grillum og trampólínum frá því að fjúka út í veður og vind. n Lengi hefur því verið lofað að RÚV verði tekið af auglýsingamarkaði. Þetta er einatt svikið og raunar virð- ist enginn vilji meðal stjórnmála- manna til að koma eðlilegri skipan á íslenskan fjölmiðlamarkað. Í síðustu viku var úthlutað 380 milljónum til einkarekinna fjöl- miðla. Fjárhæðin var lækkuð milli ára, rétt eins og árið áður og lækkar enn á næsta ári. Hins vegar er lagt til að framlög til RÚV hækki og verði 5,4 milljarðar á næsta ári. Gangi það eftir hefur ríkis- framlag til RÚV verið hækkað um 720 milljónir á tveimur árum, eða nær tvöfalda þá upphæða sem ríkis- stjórnin lætur hrökkva af borðum til einkarekinna miðla. Ofan á þetta bætast auglýsinga- tekjur RÚV, sem námu ríflega tveim- ur milljörðum árið 2021. Framlög ríkisins til minni miðla nema þetta á bilinu 8–13 prósentum og hjá vefmiðlinum Kjarnanum, sem margir kalla bloggsíðu, nemur ríkis- styrkurinn 14 prósentum kostnaðar. Ríkisframlagið nemur á bilinu 1–2 prósentum af kostnaði hjá þremur stærstu fjölmiðlafyrirtækjum lands- ins, Sýn, Árvakri og Torgi. Á þetta að jafna aðstöðumuninn gagnvart RÚV? Hvernig stendur á því að erlendir miðlar keppa á íslenskum auglýs- ingamarkaði án þess að þurfa að skila hér sköttum af þeirri auglýs- ingasölu? Dug- og dáðleysi íslenskra ráðamanna verður seint við jafnað. Lilja Alfreðsdóttir, sem farið hefur með málefni fjölmiðla í fimm ár, hefur allan þann tíma lofað að taka til hendinni á þessum markaði en ekkert hefur gerst. Hver er hennar sýn í þessum efnum? Hefur hún Efndir í stað ölmusu til fjölmiðla yfirleitt einhverja sýn? Telur hún að ölmusa til örmiðla myndi mótvægi við RÚV? Hvernig væri að efna margra ára gömul loforð um eðlilegt samkeppn- isumhverfi á fjölmiðlamarkaði? Einu raunhæfu aðgerðirnar til að skapa eðlilegt samkeppnisum- hverfi á íslenskum fjölmiðlamarkaði felast í því að taka RÚV af auglýsinga- markaði og skikka erlenda miðla til að skila sköttum af auglýsingasölu hérlendis. Er virkilega svona erfitt að efna einfalt loforð? n 22 Helgin 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 24. september 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.