Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 26

Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 26
 við á móti þér? Viltu ekki bara koma með okkur, og ekki endilega lýsa yfir neyðarástandi heldur skora á Norðurlönd að skoða þetta? Meira þannig,“ segir Björk. Hún segir að einmitt þá hafi Írland verið nýbúið að lýsa yfir neyðarástandi. „Þannig að þetta kom ekki bara úr loftinu,“ segir Björk. „En það sem ég var ósátt við, var það sem Kata gerði. Hún hefði þá átt að texta mér: Frábært hjá ykkur en ég og ríkisstjórnin erum ekki komin þangað. Haldið þið ykkar striki og ég held mínu striki. Af því að hún var með ræðu þarna í Sameinuðu þjóðunum,“ útskýrir Björk. „Það sem hún gerir, er að hún segir í textanum til mín: Heyrðu þið getið bara aflýst ykkar blaða- mannafundi, gerið þið það bara. Þið þurfið ekkert að gagnrýna mig af því að ég ætla að lýsa þessu yfir hjá Sameinuðu þjóðunum.“ Konur ekki stikkfríar Björk segist hafa samþykkt það. „Ég var búin að undirbúa … það er alveg pakki að undirbúa blaðamanna- fund í New York. Allar þjóðir heims voru þarna. Allir voru að bíða eftir að Greta kæmi yfir Atlantshafið,“ segir hún. „Ég treysti henni og segi: Ókei, ekkert mál. En svo heldur hún ræðuna sína og þá lýsir hún þessu ekkert yfir. Þá var mitt augnablik farið. Þannig að mér fannst þetta óheiðarlegt af henni.“ Björk hefði ekki gert athugasemd ef Katrín hefði ákveðið frá upphafi að segja ekkert. „Ef hún var bara í erfiðri stöðu með sínu samstarfs- fólki í sinni ríkisstjórn. En mér finnst hún bara síðan ekki hafa gert neitt. Mér fannst bara gott að það kæmu fram þessar upphæðir. Að ríkisstjórn væri að setja 500 milljónir árlega í að hjálpa kjötiðn- aðarfólki eða eitthvað svona fárán- legt, en 50 milljónir í umhverfismál. Þetta er náttúrulega bara algjörlega hlægilegt,“ segir hún. Björk bætir við að 97 þjóðir hafi nú þegar lýst yfir neyðarástandi. Á Norðurlöndunum séu Ísland og Noregur einu þjóð- irnar sem ekki hafi tekið skrefið. Hún segir aðgerðina setja af stað fjárveitingar í ákveðin viðbragðs- kerfi sem búið er að þróa, á sama hátt og í tilfelli heimsfaraldurs kórónaveiru eða náttúruhamfara. „Þetta er eitthvað sem ég og Greta vorum búnar að líta í, og búnar að tala við fólk á Íslandi. Hópar sem ég er búin að vera að vinna með í gegnum árin. Þetta er f ljót- legasta aðferðin til að sinna öllum þessum málum,“ segir Björk. „Þetta er neyðarástand. Mér fannst mjög leiðinlegt að þurfa að ráðast á konu í forsætisráðherrastól, en mér finnst líka mjög mikilvægt að þær séu ekki bara stikkfríar.“ Engir dívustælar Björk ítrekar ánægju með umræð- una sem fór af stað í kjölfarið. „Ég vildi samt koma á framfæri að það væri smá misskilningur þarna. Þetta var ekki bara ég að senda henni texta: Settu neyðarlög, Kata! Eins og ég væri með dívustæla. Þetta var ekki þannig. En ég kansellaði þessum blaðamannafundi sem ég hefði annars ekki gert.“ #MeToo sem bókhaldsatriði Björk hefur rætt nokkuð um stöðu kvenna í tónlistarbransanum og lýsti karlrembu innan senunnar í frægu viðtali við Pitchfork-tón- listarmiðilinn árið 2015. Aðspurð hvort hún finni fyrir breytingu eftir #MeToo-hreyfinguna og hugsan- legu bakslagi í umræðunni, svarar Björk: „Maður er svolítið umkringdur fólki sem hugsar eins og maður sjálf- ur, sem er smá hættulegt stundum. En ég held að þetta sé samt skref áfram. Eftir #MeToo fór þetta í rosa svart og hvítt. Annað hvort voru menn skrímsli eða englar,“ segir hún. „Önnur bylgjan var meira að fara inn í þetta gráa svæði.“ Björk segist hafa rætt það með vinkonum sínum hvernig #MeToo- mál væru orðin að eins konar bók- haldsatriði í dag. „Ef #MeToo-atriði kemur upp á vinnustað þá er þetta svona: Já, ókei. Hversu alvarlegt var þetta? Einhver fjörutíu atriði sem þarf að greina og vita hvernig á að bregðast við. Ekki alltaf bregðast eins við og ekki alltaf bara kansel eða ekki kansel. Heldur er þetta bara bókhaldsatriði,“ segir hún. „Mér finnst mikilvægt að við leyfum okkur að fara inn í þetta gráa svæði af því að við getum ekki sett alla karlmenn sem hafa gert eitthvað á einhverja eyju og aldrei talað við þá aftur,“ segir Björk. „Það þarf að vera fyrirgefning og það þarf að vera munur á brotunum. En með aukinni ábyrgð erum við öll að skilgreina þetta saman. Ég vildi óska þess að ég gæti bara hringt í #MeToo-lögguna og hún myndi bara sjá um öll þessi mál. En sá lúxus er ekki í boði. Við verðum sjálf að setjast niður með kaffibolla og leysa úr þessu, mál fyrir mál fyrir mál. Og þannig þroskast saman í rétta átt,“ segir hún. „Þannig að stutta svarið er, í það heila er þetta að fara í rétta átt. Það verður bakslag þegar risaeðlan sveiflar halanum. En á heildina séð er skipið að snúa í rétta átt.“ Ekki sorgarplata um móðurmissi Á nýju plötunni eru tvö lög sem fjalla um móður Bjarkar, Hildi Rúnu Hauksdóttur umhverfissinna og aktívista, sem lést árið 2018. „Ég fór í smá vörn þegar ég sá að það hafði skolast til, þegar ég sá að fólk heldur að þetta sé sorgarplata um móðurmissi,“ segir Björk. „En þetta eru bara tvö lög, það er ekki öll platan. Þetta er eitthvað sem við þurfum öll að gera í lífinu, að kveðja foreldri. En mamma átti langt og gott líf og mér finnst mikilvægt að það sé í réttum ballans,“ segir hún. Börn Bjarkar, Ísadóra Bjarkar- dóttir Barney og Sindri Eldon, vinna með móður sinni á plötunni, sitt í hvoru laginu. „Sonur minn er búinn að vera í hljómsveit síðan hann var fjórtán ára og dóttir mín er alltaf að syngja. Þau eru alltaf að bralla eitt- hvað og skrifa,“ segir hún. Hugsanlega haf i samstar f ið með börnunum á plötunni orðið til vegna Covid, og mikillar fjöl- skyldusamveru í „jólakúlunni“. Björk bætir við að það væri skrýtið ef þau væru ekki á plötunni. „Þau voru orðin hluti af þessum heimi. Svo er þetta í fyrsta skipti sem þau eru bæði orðin fullorðin. Ef ég spyr þau, þá geta þau sagt já og þau vita hvað það innifelur. Ekki bara tón- listarlega séð, heldur mun fólk úti á götu stoppa þau og þau þurfa að tala um það. Það er svona pakki sem fylgir því,“ segir hún. „Þegar fólk er orðið tvítugt skilur það hvað kemur með því. Þetta var ekkert útpælt en kannski hef ég ómeðvitað gert þetta svona, sem móðir.“ Björk bætir við að Sindri sonur hennar hafi verið mjög tengdur ömmu sinni. „Hann vildi líka gera þetta sem greiða við hana og þakka henni,“ segir hún. Tíunda stúdíóplatan Lögin tvö sem Björk samdi um móður sína voru fyrstu lögin sem hún samdi á plötunni. „Ég var við- búin því að gefa þetta út sér,“ segir hún. „Að þetta ætti kannski ekkert heima inni á minni plötu. Svo inni á milli, þegar ég var að gefa út hin lögin, fór ég aftur að þessu. Með laginu Sorrowful soil var þetta svona meira blátt áfram, einfaldara, það var eins og ljóð og auðveldara að útsetja það,“ segir hún. „Með Anchest ress vildi ég bæði setja öll hljóðfæri í heiminum inn í það en svo var ég alltaf að taka allt út aftur af því að ég vildi hafa einfaldleika. Ég er búin að henda rosalega miklu út úr því lagi. Ég er rosalega ánægð með hvar það endaði,“ segir Björk. Hún minnist á verklag í fram- haldinu. „Ég held að þar hafi ég bara grætt á því hvað leið langur tími. Maður vinnur í einhverju lagi og svo gleymir maður því í nokkra mánuði og fer að vinna í einhverjum öðrum lögum,“ segir hún. „Svo kemur maður að því aftur og vonandi fer að vinna eitthvað aðeins í því, gleymir því svo aftur í nokkra mánuði, skil- urðu,“ segir Björk. Hún hefur í dag sent frá sér níu stúdíóplötur og er Fossora hin tíunda. Auk þess á hún að baki þrjár samstarfsplötur og sjö tónleikaplötur, auk tónlistarvinnu fyrir kvikmyndir. „Maður er alltaf með nokkra hluti sem maður er að setja í salt og eftir því sem maður verður eldri verður maður betri í því að vita: já, þetta þarf að vera í salti í einn mánuð,“ útskýrir Björk. „Þetta í eina viku. Þetta í sex mánuði. Svo getur maður tekið það aftur, þarf svo að láta það í friði í þrjá mánuði. Þetta er svo að maður sé með fersk eyru. Maður má líka ekki ofvinna hugmyndir.“ Með stuðningi bróður síns Bróðir Bjarkar heitir Arnar Sævars- son, og eru systkinin sammæðra. Björk segist hafa verið í samráði við hann þegar hún vann að tónlistar- myndbandi lagsins sem fjallaði um móður þeirra. Myndband sem Björk lýsir sem lítilli kvikmynd. Andrew Thomas Huang leikstýrir mynd- bandinu. Hann hefur unnið mikið með Björk síðasta áratuginn og segist Björk hafa treyst honum vel fyrir verkefninu. „Við fórum og tókum upp kvik- mynd úti, í dal þar sem mamma tíndi mikið plöntur og þurrkaði síðan. Við horfðum síðan á þetta, ég og bróðir minn. Við höfum vandað okkur rosalega varðandi hverju við viljum deila með heiminum og hverju ekki. Ég reyndi að gefa bróð- ur mínum alltaf tækifæri til að geta sagt við mig: Nei, þetta er of mikið. Að það væri alltaf tækifæri til þess,“ segir Björk. „Hann studdi mig í þessu. Hann sagði að mamma hefði örugglega orðið mjög ánægð með þetta og þakklát. Hún gerði líka plötu með mér þegar ég var 11 ára og var drif- fjöðrin í því,“ segir hún. „Þess vegna var maður ekki eins feiminn. Það var eitthvað sem byrjaði þar og endaði, einhvers staðar þarna. Hún var stílistinn á plötukóverinu mínu þegar ég var ellefu ára. Hún bjó til settið og fann búninginn. Þannig að sú hlið á mér sem er opinber var hliðin á mér sem mamma var mjög sátt við,“ segir Björk. Hún bendir á að ef móðir hennar hefði verið mikill intróvert og ekki líkað við þá hlið, þá hefði útkoman orðið allt öðruvísi. „En bróðir minn er búinn að sjá myndbandið og við erum mjög ánægð með þetta.“ n Björk segist ekki hafa beðið forsætisráð- herra að setja neyðarlög upp úr þurru, og vill skýra mál sitt í því samhengi. MYNDIR/ VIÐAR LOGi Ég reyndi að gefa bróður mínum alltaf tækifæri til að geta sagt við mig: Nei, þetta er of mikið. Að það væri alltaf tækifæri til þess. Við getum ekki sett alla karl- menn sem hafa gert eitthvað á einhverja eyju og aldrei talað við þá aftur. 26 Helgin 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.