Fréttablaðið - 24.09.2022, Síða 28

Fréttablaðið - 24.09.2022, Síða 28
Haukur Morthens var skapmikill en ljúf- menni í samstarfi, ég kunni mjög vel við hann. Reynir Jónasson, harmon- ikkuleikari og organisti, fagnar níræðisafmæli á morgun, sunnudag. Reynir er ekki dæmigert gamalmenni og þakkar daglegum sund- ferðum og 10 daga viðkomu á Vogi fyrir margt löngu, góða heilsu sína. Einn dáðasti hljóðfæraleik- ari landsins fagnar níræð- isafmæli. Hóf leik á orgel og saxófón en harmon- ikkan trompaði allt, jafn- vel fyrirhugað dýralæknanám. „Bara grænt te, takk,“ segir tón- listarmaðurinn Reynir Jónasson og brosir með visku hins aldna manns þegar við hittumst á Mokka og spurt er hvort höfðinginn vilji hressingu. Hann þarf ekki drykk til að vera hress. Afmælisfögnuður er fram undan og þjóðin samfagnar með tónlistarmanninum, enda hafa Íslendingar notið hljóðfæraleiks Reynis Jónassonar í um átta áratugi. Reynir er ekki dæmigert gamal- menni. „Gaurinn með taglið?“ sagði ungur maður á Fréttablaðinu þegar ég nefndi nafn Reynis á dögunum. En Reynir er ekki bara gaur með tagl heldur einnig virtúós í leðurjakka, nýgenginn í f lokk sósíalista. Vinir hans lýsa honum sem höfðingja og ljúfmenni og sannarlega ögrar hann staðalmyndum um eldri borgara. Ekkert útvarp á æskuheimilinu Reynir er Þingeyingur að uppruna. Hann fæddist á Helgastöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu, faðir hans var kirkjuorganisti. „Það var ekkert útvarp heima þannig að aðalafþreyingin fólst í að læra og spila á orgelið,“ segir Reynir um fyrsta neistann. Það leit út fyrir að Reynir færi í dýralækningar að loknu stúd- entsprófi. En listagyðjan sigraði náttúruvísindin. Hann bjó utan landsteinanna um skeið eftir stúd- entspróf, sneri heim, bjó á Húsavík í mörg ár og f lutti svo til Reykja- víkur. Hann lék með danshljóm- sveitum á Akureyri, Ingimar og Finni Eydal, Hljómsveit Svavars Gests í Sjálfstæðishúsinu við Aust- urvöll, fór í langt tónleikaferðalag með Hauki Morthens, vann plötu með Bubba Morthens og hefur á löngum köflum verið kórstjóri og organisti í kirkjum. „Ætli ég þakki það ekki dag- legum sundferðum, ég syndi 400 metra hvern einasta morgun og geng daglega úti,“ segir hann, þegar ég nefni að hann komi vel undan allri spilamennskunni. „Svo skemmdi ekki fyrir þegar ég fór inn á Vog árið 1990 í tíu daga,“ bætir hann við. „Hef ekki drukkið dropa síðan.“ Reynir hefur spilað með svo mörgum þekktum tónlistarmönn- um í tímans rás að tæmandi listi myndi þekja heila síðu. Svo nokkrir séu nefndir erum við að tala um Hauk Morthens, Ragga Bjarna, Szymon Kuran og ótal f leiri snill- inga. Með sumum spilaði hann ára- tugum saman. Og oft hefur hann verið fenginn út fyrir landsteinana í hin og þessi gigg. Orgelið næst hjartanu Harmonikkan hefur borið tónlist- argáfu Reynis merki í vel á sjöunda áratug. Fyrsta hljóðfæranám hans var þó á saxófón og Reynir segir að sá skóli hafi nýst sér til að skilja harmonikkuna síðar. Hann blés ungur fyrst í lúðurinn í Menntaskólanum á Akureyri eftir að hafa spilað frá barnsaldri á orgel heima hjá sér. Ferillinn síðan hefur verið fjölbreyttur, blanda ólíkra hljóðfæra, svo sem harmonikku, píanós og orgels á böllum, tón- leikum, við kennslu, skólastjórnun og kirkjustarf, þar sem Reynir hefur starfað bæði sem kórstjóri og organ- isti. „Ætli orgelið standi ekki næst hjartanu,“ segir hann, þegar ég reyni að fá hann til að gera upp á milli barnanna sinna. Enda titlar Reynir sig organista í skránni. Og enn spilar hann opinberlega. Sem dæmi er hann bókaður í gigg á barnaskemmtun í jólaboði forseta- embættisins eftir nokkra mánuði. Þar hefur Reynir mætt með nikkuna allar götur síðan 1984. Eftir Reyni liggja margar hljóm- plötur. Spurður um helstu áhrifa- valda hvað nikkuna varðar nefnir Reynir Braga Hlíðberg og Gretti Björnsson. Þeir voru að hans sögn á heimsmælikvarða. Við ræðum ýmsar gengnar stjörnur sem enn lifa þó í tónlist sinni. „Haukur Morthens var skapmikill en ljúfmenni í samstarfi, ég kunni mjög vel við hann.“ Gert að hætta vegna aldurs Reynir ber reyndar öllu samferða- fólki sínu góða söguna. Hallar ekki orði á nokkurn mann nema kannski prestinn í Neskirkju, sem sagði að vegna aldurs yrði hann að hætta störfum á sama tíma og hann hafði verið féflettur vegna óhappa- tilviljunar, skrifaði upp á skulda- bréf hjá óábyrgum einstaklingi. Reynir nefnir sérstaklega náið samband milli hans og Szymon Kuran. Szymon var einleikari í Sin- fóníuhljómsveit Íslands og spilaði um árabil með Reyni á veitinga- stöðum. Hann svipti sig lífi eftir langvinna baráttu við alvarlegt þunglyndi. „Við hittumst oft þegar honum leið illa, sátum kannski lengi saman og þögðum. Sögðum ekki eitt einasta orð lengi. Stundum þarf ekki annað en bara nærver- una,“ segir Reynir, sem skilur kúnst þagnarinnar í músíkinni. Nú er hins vegar gleðistund fram undan. Reynir er að fara að halda afmælisveislu. Níræðisafmæli. „Það verður opið hús á morgun, 25. september, í sal FíH frá klukkan 17-19. Allir eru velkomnir,“ segir Reynir, hinn listræni öldungur. n Níræður virtúós með tagl og nikku Reynir hefur marga fjöruna sopið í tímans rás og leikið með mörgum af þekktustu tón- listarmönnum sögunnar. Hann þakkar sundi og reglusemi hve vel hann ber aldurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Björn Þorláksson bth @frettabladid.is 28 Helgin 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.