Fréttablaðið - 24.09.2022, Page 35
Við viljum sjá
fjölbreytileika í
umhverfinu og að það sé
tenging við sögu, menn-
ingu og náttúru. Þetta
eru atriði sem vísindin
hafa sýnt með nokkuð
skýrum hætti að virka.
Páll Jakob Líndal
Fyrsta Vísindakaffi vetrar-
ins verður haldið næsta
þriðjudag í Bókasamlaginu
í Reykjavík. Markmið með
Vísindakaffinu er að færa
vísindin nær fólkinu og segja
frá rannsóknum sem skipta
máli fyrir daglegt líf.
Rannís stendur fyrir Vísindavöku
á Íslandi þann 1. október en hún er
haldin samtímis í helstu borgum
Evrópu síðustu helgina í septem-
ber, undir heitinu Researchers'
Night.
Dagana á undan og á eftir verður
boðið til Vísindakaffis, bæði á
höfuðborgarsvæðinu og á lands-
byggðinni, þar sem vísindafólk
mun kynna viðfangsefni sín á
óformlegan hátt í þægilegri kaffi-
húsastemningu þar sem má spyrja
vísindafólk spjörunum úr.
Fyrsta Vísindakaffið verður
haldið þriðjudaginn 27. september
en þar mun Þórarinn Guðjónsson,
prófessor og forseti læknadeildar
Háskóla Íslands, fjalla um stofn-
frumur og krabbamein undir
yfirskriftinni „Hvað viltu vita um
frumurnar þínar?“.
„Í spjallinu mínu ætla ég að ræða
um frumur líkamans með áherslu
á stofnfrumur ýmissa vefja og
tengsl þeirra við sjúkdóma á borð
við krabbamein. Stofnfrumu-
rannsóknir verða æ mikilvægari í
leitinni að lausnum við margvís-
legum sjúkdómum. Stofnfrumur
eru ósérhæfðar en hafa hæfni til
að þroskast yfir í frumur með sér-
staka virkni.“
Hann segir stofnfrumur geta
fræðilega orðið að hvaða frumum
sem er og endurnýjað sig án þess
að sýna merki öldrunar. „Slíkar
frumur eru því ákaflega mikil-
vægur efniviður í rannsóknum en
ekki síður í meðferð við hinum
ýmsu sjúkdómum.“
Skoðaði hlutverk stofnfruma
Þórarinn er með doktorsgráðu frá
læknadeild Kaupmannahafnar-
háskóla. „Í doktorsnáminu rann-
sakaði ég hlutverk stofnfruma í
formgerð eðlilegs brjóstkirtils og
tengsl þessara fruma við brjósta-
krabbamein.
Ég byggði síðan upp rann-
sóknahóp við læknadeild Háskóla
Íslands þar sem ég hélt áfram
að skoða hlutverk stofnfruma í
vefjum líkamans með áherslu
á brjóstkirtilinn og lungu. Við
höfum þróað ýmis þrívíð frumu-
ræktunarkerfi sem nýtast til
rannsókna á vefjum líkamans og
einnig á tilurð og þróun krabba-
meina. Einnig notum við þessi
frumuræktunarkerfi til að prófa ný
krabbameinslyf.“
Fólk er þakklátt og spennt
Hann segir Vísindakaffið og
Vísindavökuna hafa mikið gildi
fyrir bæði almenning og háskóla-
samfélagið. „Við vísindamenn
framkvæmum rannsóknir okkar
fyrir opinbert fé sem við fáum í
gegnum samkeppnissjóði. Okkur
ber skylda til að segja almenningi
frá rannsóknum okkar og gera það
á þann hátt að almenningur skilji
hvað við erum að tala um. Það er
ótrúlega margt spennandi að ger-
ast í rannsóknum sem almenningi
finnst áhugavert að heyra um. Um
leið er mjög mikilvægt að háskóla-
samfélagið miðli vísindum sem
unnin eru innan veggja skólanna.
Þegar við gerum það þá finnur
maður fljótt hvað fólk er þakklátt
og spennt yfir því sem er að gerast í
rannsóknum hérlendis.“
Vísindakaffi einnig á
landsbyggðinni
Boðið verður upp á þrjú Vísinda-
kaffi í Bókasamlaginu í Reykjavík
og á sex stöðum á landsbyggðinni.
Fyrsta Vísindakaffið verður þriðju-
daginn 27. september í Bókasam-
laginu, Skipholti 19 í Reykjavík, og
stendur yfir frá kl. 20-21.30. Kaffi-
stjóri er Sævar Helgi Bragason. n
Nánari upplýsingar á visindavaka.
is/visindakaffi
Fróðleikur
um frumurnar
Þórarinn Guð-
jónsson, pró-
fessor og forseti
læknadeildar
Háskóla Íslands,
flytur erindi á
fyrsta Vísinda-
kaffi vetrarins.
FRÉTTABLAÐIÐ/
VALLI
Það ríkir notaleg kaffihúsastemning á Vísindakaffinu. Mynd/RAnnís
Páll Jakob Líndal, doktor í
umhverfissálfræði, ætlar að
stíga á stokk í Vísindakaffi
miðvikudaginn 28. septem-
ber klukkan 20. Þar ætlar
hann að fjalla um sálfræði-
leg áhrif umhverfis á heilsu
og vellíðan.
Páll Jakob skoðar hvernig samspil
umhverfis og fólks er og hvaða
áhrif byggt umhverfi hefur á heilsu
og líðan almennings, en sam-
kvæmt Páli vantar vísindalega
nálgun á sviði sálfræði við hönnun
og skipulag húsa og hverfa.
„Yfirskriftin er: Hvers konar
þéttbýli viljum við? Ég ætla að
fara í stuttu máli yfir hvers konar
þétt umhverfi virkar hvað best
fyrir okkur. Þótt ég sé ekki mikill
aðdáandi þess að gefa einhverjar
þumalputtareglur í þessum efnum
að þá er það nú samt þannig að
þegar við erum að horfa á þéttbýli
þá sýna niðurstöður rannsókna
að manneskjulegur skali er það
sem við viljum sjá. Við viljum sjá
fjölbreytileika í umhverfinu og að
það sé tenging við sögu, menningu
og náttúru. Þetta eru atriði sem
vísindin hafa sýnt með nokkuð
skýrum hætti að virka. Þetta eru
útgangspunktarnir sem ég tala út
frá í þessu tilviki,“ segir Páll Jakob.
Vísindaleg nálgun á samspil
fólks og umhverfis
„Mín orðræða almennt er sú að við
tökum vísindalega nálgun á þetta
samspil fólks og umhverfis. Hvern-
ig við erum að upplifa umhverfið
og hvaða áhrif umhverfið hefur
á okkur. Við eigum að hætta að
tala um þessi mál á þeim grunni
að þetta sé bara smekkur, að þinn
smekkur sé ekkert merkilegri
Viljum sjá fjölbreytileika í umhverfinu
Páll Jakob Líndal
ætlar að fjalla
um sálfræðileg
áhrif umhverfis
á heilsu og vel-
líðan.
FRÉTTABLAÐId/
VALLI
en minn eða öfugt. Vissulega er
smekkurinn ólíkur. Ég er ekki
að gera lítið úr því en málið er að
það er svo miklu meira sem sam-
einar okkur en sundrar þegar við
erum að horfa á upplifun okkar á
umhverfinu. Við erum miklu líkari
en við höldum að við séum. Niður-
stöður rannsókna sýna ákveðnar
tilhneigingar í hinar og þessar
áttir og við þurfum að sigta þær
út úr vísindalegum gögnum sem
hefur verið safnað upp með kerfis-
bundnum hætti. Á því stigi sem ég
er að tala um er það nánast óþekkt
á Íslandi og niðurstaðan er að við
fáum umhverfi sem mætir ekki
þörfum okkar sem manneskjum.
Við erum með mjög umdeild
verkefni í gangi, umdeilda stefnu,
umdeilda uppbyggingu og við
erum með umhverfi sem er ekki
að virka. Ég tek Hjartagarðinn oft
sem dæmi. Í sumar stígur borgar-
fulltrúinn Hjálmar Sveinsson fram
og segir að Hjartagarðurinn sé ekki
að virka, en í upphafi þeirrar veg-
ferðar var sagt að hann ætti að vera
á barmi suðupunkts mannlífs,“
segir Páll.
Páll segir að fulltrúar náttúr-
unnar, svo sem blóm, tré, vatn og
gras, séu mjög mikilvægur hluti af
okkar byggða umhverfi.
„Það er svo mikilvægt að hafa
þetta. Alveg frá upphafi borgar-
menningar fyrir tíu þúsund árum
þá hafa þessi „element“ alltaf verið
tekin með inn vegna þess að við
höfum svo sterka þörf fyrir tengsl
við náttúruna. Sumir ganga svo
langt að segja að þörfin sé
meðfædd og því harð-
víruð í okkur. Þess vegna
megum við ekki taka þetta
út úr hinu byggða umhverfi
og líta á þetta sem ein-
hverjar afgangsstærðir
eins og oft er gert. Þetta
eru hlutirnir sem eru
fyrstir að hverfa í upp-
byggingunni. Náttúran
og fulltrúar hennar hafa góð
áhrif á líðan fólks. Fjöl-
margar rannsóknir sem
byggjast á mati fólks á eigin
líðan, mælingum á hugrænni
hæfni þess og líf-
eðlisfræðilegum
viðbrögðum, svo
eitthvað sé nefnt,
styðja það,“ segir Páll
Jakob og bætir við að
veður sé klárlega hlutur
sem verður að taka miklu
alvarlegar.
„Við þurfum ekki
annað en að horfa á
Höfðaborgarturninn og
Hafnartorgið. Á þessum
stöðum er næðingur og
getur orðið mjög vindasamt.
Svo er búið að vera að tala
um birtuna og mikilvægi
hennar. Við þurfum að
horfa miklu betur
á góðu svæðin og
læra af þeim. Sem
dæmi er Austurvöllur
gott svæði en það er líka vegna
þess að þar er skjólríkt, sól-
ríkt, þar er saga og menning, góð
hlutföll og að mörgu leyti ágætur
arkitektúr.“ n
kynningarblað 3LAUGARDAGUR 24. september 2022 VísindaVak a r annís