Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 36

Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 36
Fyrirtækið hefur það að leiðarljósi að fullnýta auðlinda- strauma úr iðrum jarðar frá nærliggjandi jarð- varmaveri til að skapa verðmæti sem koma fram í upplifun gesta Bláa Lónsins sem og í framleiðslu á húðvörum. Fannar Jónsson Bláa Lónið á 30 ára sögu sem nýsköpunarfyrirtæki og byggir á vísindum og sjálf- bærni. Markmið Bláa Lóns- ins er að geta boðið upp á einstakar vörur og þjónustu með því að fullnýta náttúru- lega auðlindastrauma á sjálf- bæran hátt, viðskiptavinum og samfélaginu til hagsbóta. „Fyrirtækið hefur það að leiðar- ljósi að fullnýta auðlindastrauma úr iðrum jarðar frá nærliggjandi jarðvarmaveri til að skapa verð- mæti sem koma fram í upplifun gesta Bláa Lónsins sem og í fram- leiðslu á húðvörum. Allur rekstur fyrirtækisins er þannig samofinn fjölnýtingu þessara dýrmætu strauma og er einstakt dæmi um fjölnýtingu endurnýjanlegrar jarðvarmaauðlindar og sjálfbæra þróun,“ segir Fannar Jónsson, umhverfis- og gæðastjóri Bláa Lónsins. Bláa Lónið hefur byggt upp rannsókna- og þróunarsetur á athafnasvæði sínu í Svartsengi þar sem fram fer framleiðsla á líf- virkum efnum úr jarðsjónum til notkunar í húðvörur fyrirtækisins. Sjálfbær nýting auðlindarinnar byggist á hringrásarhagkerfi, svokölluðum visthring jarðsjávar, (geothermal ecocycle), þar sem Bláa Lónið nýtir jarðsjó, gufu og koltvísýring (CO2) sem fellur til við framleiðslu á grænni jarð- varmaorku, sem er einnig nýtt í reksturinn. Nýjar uppgötvanir og einkaleyfi „Áhersla á öflugt rannsóknastarf hefur einkennt starfsemi Bláa Lónsins allt frá upphafi, eða í 30 ár og er fjöldi vísindagreina, sem birtar hafa verið í viðurkenndum vísindatímaritum, sem og einka- leyfi fyrirtækisins, góður vitnis- burður um það. Bláa Lónið hefur átt í samstarfi við vísindamenn hérlendis og erlendis, og farsælt samstarf við háskólasamfélagið á sviði rannsókna og þróunar. Sem dæmi um rannsóknir má nefna rannsóknir á lækningamætti jarðsjávarins á psoriasis, áhrif innihaldsefna jarðsjávar- ins á húð og rannsóknir á vistkerfi lónsins,“ segir Ása Brynjólfsdóttir rannsókna- og þróunarstjóri Bláa Lónsins. „Klínískar rann- sóknir á áhrifum þess að baða sig í lóninu á psoriasis leiddu í ljós að jarðsjór Bláa Lónsins hefur einstaka virkni á húðina. Niðurstöður þessara rannsókna voru grunnurinn að því að Bláa Lónið hóf rekstur Lækningalindar árið 1994 en þar er enn í dag boðið upp á náttúrulega meðferð fyrir psoriasissjúklinga. Í kjölfarið voru gerðar ýtarlegar rannsóknir á vistkerfi lónsins og lífvirkni kísils og örþörunga á húð. Niðurstöður þessara rannsókna leiddu í ljós að jarðsjór Bláa Lónsins er einstakur á heimsvísu hvað varðar efnasam- setningu og lífkerfi örþörunga og var jarðsjórinn útnefndur sem eitt af 25 undrum veraldar af National Geographic árið 2012,“ segir Ása. Húðvörur byggðar á virkum efnum úr jarðsjó Bláa Lónsins „Húðvörur Bláa Lónsins byggja á jarðsjónum og virkum innihalds- efnum hans og eru rannsóknir á þeim forsenda vöruþróunar,“ segir Ása. BL+ húðvörulínan kom á markað 2021 og inniheldur BL+ COMPLEX sem er afrakstur 30 ára rannsóknarvinnu á jarðsjónum og nýtir einkaleyfi þess á lífvirkum örþörungum og kísil sem finnast í honum. BL+ COMPLEX vinnur gegn öldrun húðarinnar með því að vernda kollagenbirgðir, örva nýmyndun kollagens og styrkja náttúrulegt varnarlag hennar. Fyrstu BL+ vörurnar, BL+ The Serum og BL+ Eye Serum eru vottaðar COS- MOS NATURAL af hinum virta alþjóðlega úttektaraðila ECOCERT. COSMOS (COSMetic Organic and natural Standard) er snyrtivörustaðall með ríka áherslu á umhverfisvernd í fram- leiðsluháttum snyrtivara með áherslu á ábyrga nýtingu auð- linda m.t.t. fjölbreytileika lífs (e. biodiversity) og gæði hráefna með velferð neytenda og umhverfis að leiðarljósi. Bláa Lónið fram- leiðir COSMOS APPROVED hrá- efni í allar sínar húðvörulínur sem seldar eru um allan heim. Vörurnar hafa hlotið frábærar viðtökur bæði innanlands og á erlendum mörkuðum. Fyrstu vörurnar, BL+ The Serum og BL+ Eye Serum, hafa þegar hlotið fjölda viðurkenninga og nýverið var BL+ Eye Serum valið sem besta augnvaran 2022 hjá Allure í f lokki „CLEAN BEAUTY“. Nú á dögunum var kynnt til leiks þriðja varan í línunni, BL+ The Cream, sem þegar hefur hlotið góðar viðtökur. n Rannsóknir og nýsköpun í þrjátíu ár Ása og Fannar hafa í mörg horn að líta hjá Bláa Lóninu sem á 30 ára sögu sem nýsköpunarfyrirtæki. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 4 kynningarblað 24. september 2022 LAUGARDAGURVÍSINDAVAK A R ANNÍS öll velkomin! Þriðjudag 27. september Hvað viltu vita um frumurnar þínar? Þórarinn Guðjónsson prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands fjallar um stofnfrumur og krabbamein. Stofnfrumurannsóknir verða æ mikilvægari í leitinni að lausnum við margvíslegum sjúkdómum. Stofnfrumur eru ósérhæfðar en hafa hæfni til að þroskast yfir í frumur með sérstaka virkni. Þær geta því fræðilega orðið að hvaða frumum sem er og endurnýjað sig án þess að sýna merki öldrunar. Slíkar frumur eru því ákaflega mikilvægur efniviður í rannsóknum en ekki síður í meðferð við hinum ýmsu sjúkdómun. Miðvikudag 28. september Orkan og gleðin í umhverfinu okkar - hvers konar þéttbýli viljum við? Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði fjallar um sálfræðileg áhrif umhverfis á heilsu og vellíðan. Hvernig er samspil umhverfis og fólks og hvaða áhrif hefur náttúra og byggt umhverfi á heilsu og líðan almennings? Hvernig getum við notað vísindalega nálgun á sviði sálfræði við skipulag, hönnun húsa og hverfa til að tryggja að þetta samspil virki? Fimmtudag 29. september Viltu smakka? Hvernig bragðast? Aðalheiður Ólafsdóttir skynmatsstjóri hjá Matís fjallar um skynfærin, skynmat, matarupplifun og gæðamat. Gestir á Vísindakaffi geta fræðst um hvernig skynmat virkar, en í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla. Skynmat í íslenskum matvælaiðnaði er stór þáttur í gæðaeftirliti í fiskiðnaði, kjötvinnslu og mjólkuriðnaði. l Hólmavík Gömlu húsin á Hólmavík og heildarmynd þorpsins Fimmtudagur 29. september kl. 18:00 l Þingeyjarsveit Svartárkot menning - náttúra og Stofnun rannsóknasetra HÍ Málþing. Föstudag 30. september kl. 10:00 og laugardag 1. október kl. 09:30 l Höfn Fræðsludagskrá í tilefni Vísindavöku 2022 Laugardag 1. október kl. 14:00-16:00 l Þingeyri Ferðir fiskanna – rannsóknir í Dýrafirði Mánudag 3. október kl. 17:00-18:00 l Vestmannaeyjar Whales of Vestmannaeyjar Mánudag 3. október kl. 16:30-19:00 l Breiðdalsvík Borkjarnar – Skyggnst undir yfirborðið Þriðjudag 4. október kl. 20:00-21:30 Rannís býður upp á Vísindakaffi þar sem vísindafólk kynnir viðfangsefni sín á óformlegan hátt í þægilegri kaffihúsastemningu. Markmiðið er að færa vísindin nær fólki og segja frá rannsóknum sem skipta máli fyrir daglegt líf. Vísindakaffi Rannís Bókasamlaginu skipholti 19 vísindakaffi Á landsbyggðinni: 27.-29. september kl. 20:00-21:30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.