Fréttablaðið - 24.09.2022, Page 53

Fréttablaðið - 24.09.2022, Page 53
Hlutverk Veðurstofu Íslands er að stuðla að bættu öryggi almennings, eigna og innviða gagnvart öflum náttúrunnar, jafnframt því að styðja sjálfbæra nýtingu náttúrunnar og samfélagslega hagkvæmni. Því hlutverki sinnir starfsfólk Veðurstofunnar með vöktun lofts, láðs og lagar, byggðri á öflun, varðveislu og greiningu gagna, rannsóknum, þróun og miðlun upplýsinga. Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið. Á Veðurstofunni starfa um 140 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfar fjöldi fólks við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið. Nánari upplýsingar um Veðurstofu Íslands má finna á vedur.isGildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum. Veðurstofa Íslands auglýsir eftir leiðtogum í störf framkvæmdastjóra þriggja nýrra sviða Sviðin þrjú eru hluti af breyttu skipulagi Veðurstofunnar þar sem til verða tvö ný kjarnasvið, annars vegar athugana- og upplýsingatæknisvið og hins vegar þjónustu- og rannsóknarsvið. Að auki verður til stoðsvið fjármála og reksturs. Allt ytra umhverfi Veðurstofunnar einkennist af vaxandi áskorunum, allt frá tækniþróun og kröfum samfélagsins um aukna þjónustu til áskorana vegna loftslagsbreytinga. Með nýju skipulagi verður Veðurstofan betur í stakk búin til að takast á við þessar áskoranir. Um er að ræða þrjár nýjar stöður framkvæmdastjóra sem bjóða upp á spennandi og krefjandi verkefni í að efla þjónustu við samfélagið og byggja upp hátækniumhverfi þar sem viðfangsefnið er síbreytileg náttúra Íslands. FRAMKVÆMDASTJÓRI ÞJÓNUSTU- OG RANNSÓKNARSVIÐS Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi og er framhaldsmenntun nauðsynleg. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka og farsæla stjórnunarreynslu og reynslu af stefnumótun, áætlunargerð, verkstýringu og innleiðingu breytinga. Gerð er krafa um framúrskarandi samskiptafærni og hæfni til að ná árangri í samvinnu við stjórnvöld og hagaðila og þvert á starfseiningar stofununarinnar. HLUTI AF MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUM Á þjónustu- og rannsóknarsviði eru þekkingaröflun, rannsóknir, veðurþjónusta, spár, náttúruvárvöktun og miðlun upplýsinga samþætt á einu sviði. Nýr framkvæmdastjóri mun leiða vinnu við mótun þjónustustefnu Veðurstofunnar og innleiðingu hennar. Framkvæmdastjórinn ber m.a. ábyrgð á forgangsröðun verkefna og samþættingu verkefnavinnu sviðsins ásamt því að bera heildar ábyrgð á því að Veðurstofan sinni lögbundinni og samningsbundinni þjónustu og rannsóknum. Er jafnframt fulltrúi Veðurstofunnar í erlendu samstarfi og samvinnu er víkur að þjónustu og rannsóknum. FRAMKVÆMDASTJÓRI ATHUGANA- OG UPPLÝSINGATÆKNISVIÐS Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi og er framhaldsmenntun æskileg. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka og farsæla stjórnunarreynslu og haldgóða reynslu af breytingarstjórnun. Gerð er krafa um farsæla reynslu af stefnumótun, áætlunargerð, verkstýringu og innleiðingu breytinga. Viðkomandi þarf að hafa haldgóða innsýn í tækniumhverfi og þau tækifæri og áskoranir sem tengjast fjórðu iðnbyltingunni. HLUTI AF MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUM Á nýju sviði er verið að samþætta gagnasöfnun Veðurstofunnar, rekstur á mælitækjum og búnaði sem staðsettur er víða um land, rekstur og viðhald upplýsingatækniinnviða og rekstur og þróun á upplýsingatækni. Hlutverk framkvæmdastjóra athugana- og upplýsingatæknisviðs er að leiða uppbyggingu, þróun og rekstur tækniinnviða og ber hann ábyrgð á að tryggja virkni og viðhald tækniinnviða þannig að þeir uppfylli innri og ytri þarfir og kröfur um öryggi. Er jafnframt fulltrúi Veðurstofunnar í erlendu samstarfi og samvinnu er víkur að innviðum. FRAMKVÆMDASTJÓRI FJÁRMÁLA- OG REKSTRARSVIÐS Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi og er framhaldsmenntun æskileg. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka og farsæla stjórnunarreynslu og reynslu af stefnumótun, áætlunargerð, verkstýringu og innleiðingu breytinga. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af umsjón með fjármálum, ferli áætlanagerðar og eftirfylgni. Gerð er krafa um framúrskarandi samskiptafærni og hæfni til að ná árangri í samvinnu við stjórnvöld og hagaðila og þvert á starfseiningar stofununarinnar. HLUTI AF MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUM Fjármála- og rekstrarsvið er nýtt stoðsvið sem sinnir verkefnum á sviði fjármála, reksturs fasteigna, notendaþjónustu tölvumála, skjalamála og margs konar innri þjónustu fyrir starfsmenn. Nýr framkvæmdastjóri gegnir veigamiklu hlutverki við að leiða stofnunina inn í nútímalegri umgjörð fyrir verkefna-, rekstrar- og fjárfestingaráætlanir í stofnunarinnar og skapa skilvirkt umhverfi fyrir aðra stjórnendur sem hafa rekstrarlega ábyrgð innan Veðurstofunnar. ÖFLUGIR LEIÐTOGAR FYRIR ÞRJÚ NÝ SVIÐ Umsóknir eru fylltar út á heimasíðu Hagvangs, hagvangur.is, en þar eru jafnframt nánari upplýsingar um störfin. Tengiliðir eru Inga S. Arnardóttir (inga@hagvangur) og Geirlaug Jóhannsdóttir (geirlaug@hagvangur.is). Umsóknarfrestur er til og með 3. október, nk.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.