Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 71

Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 71
Á Vísindavöku Rannís í Laugardalshöll laugardaginn 1. október verður hægt að kynna sér hvernig mann- legir sjúkdómar, eins og Alz- heimer, Parkinsons, sykur- sýki og Wolfram-heilkenni, koma fram í músum. „Við ætlum að fjalla um mannlega sjúkdóma í músum og hvernig nota má mýs til að rannsaka ýmsa sjúkdóma og auka skilning okkar á þeim,“ upplýsir Valdimar Sveins- son, einn fjögurra læknanema sem í sumar tóku þátt í Mobility-verk- efninu sem ESB/ESS styður. „Okkur bauðst að taka þátt í rannsóknum á þessum til- teknu sjúkdómum vegna þess að rannsóknir hafa staðið á þeim í Eistlandi og þangað fengum við að fara í heilan mánuð í sumar. Þar máttum við velja hvaða sjúkdóm við vildum einblína á, og sjálfur valdi ég Parkinsons,“ upplýsir Valdimar. Fyrir Parkinsons athugaði Valdimar hvort aukna fitusækni (e. lipophilcity) væri að finna í ákveðnum svæðum músarheilans. „Ástæðan fyrir því var niður- staða úr fjölþjóðlegri rannsókn sem sýndi aukningu á genatján- ingu í svokölluðum fáhyrnum (e. oligodentrocytes) en það eru sérstakar frumur sem finnast í miðtaugakerfinu. Frumurnar eru þess valdandi að rafboð innan heilans berast hraðar. Hingað til hafa fáhyrnur verið hundsaðar í Parkinsons-sjúkdómi en með því að skoða aukna fitusækni í heila fæst vísbending um aukna virkni þeirra í heilanum. Þá gat ég borið saman Parkinsons-mýs við heilbrigðar mýs og séð muninn,“ útskýrir Valdimar. Til að rannsaka Wolfram-heil- kenni voru sneiðar af músaheilum skoðaðar, bæði frá heilbrigðum músum og músum sem tjáðu ekki Wolfram-prótínið. „Síðan var notað forrit sem bjó til þrívíddarmyndir úr sneið- unum og þá var hægt að athuga breytingar í rúmmáli heilans, en tilgangurinn var að athuga hvort mýs sýni sömu heilabreytingar og menn, sem er mjög gagnlegt þegar kemur að því að rannsaka sjúk- dóminn, sem er afar sjaldgæfur og því erfitt að rannsaka í mönnum,“ greinir Valdimar frá. Eitt aðaleinkenni og helstu orsakavaldar Alzheimer eru amyloid- og tauprótín-útfellingar í heilanum. „Þá var sérstöku efni, bisdemet- hoxycurcumin (BDMC), sprautað í mýsnar og var tilgangurinn að athuga hvort hægt væri að nota BDMC sem lyf við Alzheimers en vonin er að BDMC geti minnkað þessar útfellingar,“ segir Valdimar. Spennandi að rannsaka betur Ástæða þess að mýs eru gjarnan notaðar í rannsóknum segir Valdi- mar vera þá að framgangur ýmissa sjúkdóma í músum líkist því sem þekkist í mönnum. „Erfðamengi músa er mjög líkt okkar og þess vegna má gjarnan yfirfæra niðurstöður músarann- sókna á menn. Þetta getur auð- vitað verið vandmeðfarið en engu að síður þjóna músarannsóknir sem góð byrjun áður en farið er að rannsaka menn. Ef ég tek Parkinsons-mýsnar sem dæmi eru einkenni þeirra mjög lík þeim sem sjást í okkur mannfólkinu. Það eru mörg einkenni sem geta fylgt Parkinsons, önnur en dæmigerð hreyfivandamál sem flestir tengja sjúkdóminn við. Mörg einkenni koma fram áður en hreyfitruflanir gera vart við sig, til dæmis hægða- tregða, skyntruflanir og verkir. Öll þessi einkenni mátti sjá í músum sem voru ekki langt komnar í framgangi sjúkdómsins,“ greinir Valdimar frá. Niðurstöður frá Parkinsons-mús- unum sýndu að aukin fitusækni var í heilum þeirra. „Það gæti þýtt að virkni fáhyrn- anna jókst í músum með Parkin- sons. Næsta skref væri að lita fyrir fáhyrnurnar og sjá hvort aukning sé í fjölda þeirra. Hvað þetta þýðir fyrir framgang sjúkdómsins er aftur á móti ekki ljóst en það gæti verið spennandi að rannsaka það betur,“ segir Valdimar og heldur áfram: „Niðurstöður Wolfram Synd- rome sýndu minnkun á heilanum, eins og sést hefur í mönnum með sjúkdóminn, og er nú hægt að nota mýsnar til að rannsaka sjúkdóminn betur og vonandi í náinni framtíð til að lækna eða meðhöndla sjúk- dóminn. Alzheimer-niðurstöð- urnar voru ekki eins góðar þar sem magnið sem notað var af BDMC sýndi engin mælanleg áhrif, en svona geta vísindin víst verið.“ Vel hugsað um mýsnar Læknanemarnir fjórir fóru út til að hjálpa til við rannsóknir sem staðið hafa yfir í nokkur ár. „Ég hafði aldrei áttað mig almennilega á því hversu gríðar- legur tími fer í þessar rannsóknir og undirbúningsvinnuna fyrir þær. Okkur gafst tími til að sjá aðstöðuna fyrir mýsnar og hvernig þær eru meðhöndlaðar fyrir ýmis verkefni sem þær leysa. Það sem kom mér mest á óvart var öll vinnan í kringum mýsnar, en þess skal geta að það er mjög vel hugsað um þær enda gilda um það mjög strangar reglur,“ segir Valdimar sem er á öðru ári í læknisfræði. „Ég hef alltaf haft áhuga á vísindum og sérstaklega lækna- vísindum. Ég ákvað að fara í læknis- fræði þegar ég áttaði mig á að það væri gerlegt að starfa sem læknir, bæði í rannsóknum og klíník, en mér þykir mjög spennandi að geta gert bæði. Einnig hef ég heyrt að læknar í rannsóknum geti haft ákveðna sérstöðu fyrir þær sakir að hafa reynslu af báðum hliðum.“ n Framgangur sjúkdóma líkur í músum og mönnum Læknaneminn Valdimar Sveins- son rannsakaði Parkinsons- sjúkdóminn í músum í Eist- landi í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Við erum að fikta í reikistjörnunni Þorvarður við einn af hratt hverfandi jöklum Íslands. Hann mælir með stuttmyndinni climatevis.com/after-ice þar sem sjá má afleiðingar loftslags- breytinga á íslenska jökla síðustu ár. MYND/GUNNLAUGUR ÞÓR PÁLSSON Í tilefni Vísindavöku verða sex Vísindakaffi haldin víða um land. Þar af verða loftslagsmál í algleymingi í Nýheimum á Höfn í Horna- firði laugardaginn 1. október. klukkan 14 til 16. Fjögur erindi verða flutt á mál- stofunni. Í erindinu Ungt fólk og útsýnið á loftslagsbreytingar kynnir Arndís Ósk Magnúsdóttir laganemi niðurstöður rannsóknar sinnar um líðan og viðhorf 14-25 ára Hornfirðinga til loftslags- breytinga. „Sjálfur flyt ég síðasta erindið, Hernaðurinn gegn heiminum: Um mikilvægi þess að glata hvorki von né skopskyni. Það fjallar um stöðu loftslagsmála og kallast á við erindi Arndísar,“ segir Þorvarður Árnason, forstöðumaður rann- sóknaseturs HÍ á Hornafirði. Tvö önnur spennandi erindi verða flutt á Vísindakaffinu og má nálgast dagskrána á visindavaka. is/visindakaffi/ Baráttan við hernaðinn Titill á erindi Þorvarðar er tilvísun í blaðagrein Halldórs Laxness, Hernaðinn gegn landinu. „Þar ræddi hann umhverfismálin sem voru efst á baugi fyrir um hálfri öld á Íslandi. Í dag glímum við enn við sömu vandamál og til viðbótar hafa bæst við umhverfismál vegna loftslagsbreytinga. Þó svo birt- ingarmyndir loftslagsbreytinga séu að hluta til staðbundnar, þarf að takast á við þær í hnattrænu samhengi,“ segir Þorvarður. „Loftslagsbreytingarnar eiga rót sína í losun gróðurhúsaloft- tegunda. Ríku löndin á norður- hjara plánetunnar losa margfalt magn gróðurhúsalofttegunda á við lönd á suðurhjaranum. Orsökin eru vestrænir lifnaðarhættir og óhófleg iðnaðarframleiðsla. Hnattrænu loftslagsáhrifin eru ekki bundin við löndin sem valda þeim, heldur geta komið fram hinum megin á hnettinum, í löndum sem hafa lítið eða ekkert sér til sakar unnið. Þau birtast í gríðarlegum þurrki, flóðum og ýktu hitastigi í til dæmis Pakistan, Ind- landi, og fátækari löndum Afríku.“ Lausnin felst í skipulagi „Loftslagsmálin verða æ alvar- legri. Þau má sjá alls staðar þar sem eru jöklar, jafnt á Íslandi sem á Grænlandi, Suðurheimskautinu, Himalajafjöllum og víðar. Við erum að hafa áhrif á grunnferla náttúrunnar sem eru af hnatt- rænni stærðargráðu. Við erum að fikta í reikistjörnunni sjálfri. Hernaður er líka vísun í skýrslu sem kom út á vegum umhverfis- stofnunar SÞ í ár: Friðmælst við náttúruna. Mannkynið hefur stundað hernað gegn náttúrunni og afleiðingarnar eru útrýming tegunda, eyðilegging vistkerfa og búsvæða og rýrnun náttúrulegrar fjölbreytni. Það þarf að grípa skipulega til aðgerða á næstu árum og ára- tugum vegna loftslagsvandans, vernda líffræðilega og náttúrulega fjölbreytni og uppfylla heims- markmið SÞ um sjálfbæra þróun. Þessi svið þarf að hugsa sem eina heild í allri stefnumótun og aðgerðum opinberra aðila.“ Fyrirmyndarríkið Ísland „Á Íslandi þurfum við öll að taka okkur tak, stjórnvöld, fyrirtæki, sveitarfélög og almenningur. Þó svo hvert og eitt okkar breyti ekki gangi sögunnar, skiptir máli að Ísland sendi skýr skilaboð til umheimsins að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sporna við loftslagsbreytingum. Við getum sótt í reynslu okkar af Covid-19 faraldrinum. Þar hugsuðum við um hlutina bæði á landsvísu og heimsvísu. Lofts- lagsváin er heimsfaraldur og allur heimurinn er þar undir. Það sem við lærðum í Covid-19 um sam- stöðu og umhyggju fyrir öðrum manneskjum þarf að teygja yfir aðrar lífverur og náttúruna til að ná raunverulegum árangri.“ Vitundarvakning fyrsta skrefið „Undanfarin ár hefur orðið mikil vitundarvakning á meðal íslensks almennings um loftslagsvána. En skrefið frá hugmynd til athafna er stórt og þar þarf ríkisvaldið að hafa skýra sýn á það hvað almenningur getur gert. Ríkis- valdið setti hvata til þess að fólk geti keypt vistvænni bíla, en það nægir engan veginn. Þarf ekki líka að minnka notkun á einkabílnum með því að stórbæta almennings- samgöngur? En hvar kemur skopskynið inn í þetta allt? „Rannsókn Arndísar fjallar um vaxandi loftslagskvíða ungs fólks á Hornafirði. Í ljós kom að töluverður kvíði hefur hreiðrað þar um sig, enda erum við á suðausturhorninu viðkvæm fyrir loftslagsbreytingum með alla þessa jökla í bakgarðinum. Breyt- ingar á náttúrunni sjást glöggt hér í bráðnun jöklanna síðustu 130 árin. Loftslagsbreytingarnar verða með okkur alla næstu öld og lengur. Unga fólkið í dag mun þurfa að glíma við afleiðingarnar af ákvörðunum og athöfnum eldri kynslóða. Vonin liggur í unga fólkinu, en það stefnir allt í voða ef það er lamað af kvíða. Ég lít á það sem hlutverk mitt að valdefla almenning, sérstak- lega ungt fólk og hvetja það til að gefast ekki upp. Skopskynið er ákveðið meðal sem gerir okkur betur kleift að takast á við hluti sem eru sorglegir og yfirþyrm- andi. Ekki má gleyma að hafa gaman á meðan. Nýsköpun er lykilatriði í því að takast á við óvissu og ógnvekjandi framtíð. Stjórnvöld þurfa að efla nýsköpun á öllum sviðum, ekki síður í vísindum, listum, menningar- og samfélagslegri nýsköpun en í iðnaði eða fyrirtækjarekstri.“ n kynningarblað 7LAUGARDAGUR 24. september 2022 VísindaVak a r annís
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.