Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.09.2022, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 24.09.2022, Qupperneq 72
Sea Saver Karlsson ehf. er sprotafyrirtæki í nýsköpun. Það vinnur að hönnun og þróun á ómönnuðu raf- knúnu björgunarfari fyrir sjófarendur, sem nýtist við mjög erfiðar aðstæður og finnur, sækir og skilar. Sea Saver Karlsson ehf. er fjöl­ skyldufyrirtæki og framkvæmda­ stjóri þess er Ásta Karen Ágústs­ dóttir. Hún útskýrir að um er að ræða rafknúið hraðskeyti með mikilli sjálfvirkni, svo sem sónar og lidar, sem er stýrt með fjarstýri­ búnaði eða sjálfstýringu: „Með búnaðinum verður hægt að bjarga mönnum úr sjó á skemmri tíma og við verri aðstæður en áður og í f lestum til­ fellum án þess að þörf sé á að senda aðra menn í sjóinn á eftir þeim. (Undantekning er ef viðkomandi er meðvitundarlaus eða mikið slasaður en þá má senda mann með). Sjálfvirkur sjósetningar­ búnaður gerir það kleift að hægt er að bregðast mjög hratt við þegar menn falla frá borði og geta björgunaraðgerðir hafist strax. Að auki er á hraðskeytinu búnaður sem ekki er hægt að fjalla um á þessi stigi vegna einkaleyfissjónar­ miða.“ Mikil sérþekking margra „Margþætt verkefni sem þetta er bæði dýrt í framkvæmd og kallar á mikla sérþekkingu margra. Þar hafa Tækniþróunarsjóður með styrkveitingum og Háskólinn í Reykjavík, með samstarfi úrvals­ nemenda og leiðbeinenda, reynst sterkir bakhjarlar. Áherslur liggja í tæknilegum lausnum, miðað við nýjustu mögulegu tækni, svo og viðskiptaáætlanir og markaðs­ könnun á fjölþjóðavettvangi. Þá má bæta því við að Samgöngustofa og Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hafa veitt verkefninu stuðning.“ Tvær útfærslur á björgunartækinu Ásta Karen segir að kveikjan að verkefninu hafi sennilega orðið til við vangaveltur um hvernig hægt hefði verið að komast hjá stór­ slysum með hraðari björgunar­ aðgerðum. „Ýmis tilbrigði festust í huga Ágústar, en í tímans rás fóru þessar hugrenningar að verða áleitnari og leiddu til þess að útfærslur að hugmyndinni tóku að þróast og hugmyndavinna og grunnteikn­ ingar, ásamt smíði á frummódeli, leiddu til þess að erfitt var að snúa til baka. Björgunartækið hefur þróast í nokkur ár frá fyrstu hugmynd. Það hefur breyst mjög mikið í meðferð áhugasamra háskólanem­ enda í Háskólanum í Reykjavík og með tilliti til nýjustu framfara í hátæknivísindum sem notaðar hafa verið við gerð og þróun Sea Saver. Ferlið hefur verið langt og stundum strangt, allt frá því að hugmyndin fór fyrst á blað og þar til núna nýverið, þegar fyrsta prófun á prótótýpunni fór fram í Skerjafirði þar sem niðurstöðurnar uppfylltu ýtrustu kröfur. Sennilega verður um tvær útfærslur á björgunartækinu að ræða. Annars vegar ætlað fyrir skip og báta með nokkurra manna áhöfn þar sem fleiri koma að björgunarstarfi. Hins vegar er önnur útfærsla ætluð fyrir smærri báta, skemmtisnekkjur, með eins til þriggja manna áhöfn, þar sem einn aðili fellur fyrir borð og er hægt með aðstoð sendibúnaðar, sennilega festum við handlegg mannsins, gerir mögulegt að stöðva vél eða gera segl óvirkt og maður í sjó getur látið tækið fara sjálfkrafa af stað með boðum frá handtæki, sent farið beint að stöðvuðu farartæki eða að hann getur stýrt sjálfur björgunar­ tækinu með aðstoð handstýri­ búnaðar.“ Stöðug þróun „Sea Saver björgunarskeytið er í stöðugri þróun. Búnaður allur verður að vera eins öruggur og völ er á og standast gæðavottanir. Tækið má ekki bregðast á ögur­ stundu. Að því er stefnt með frek­ ari prófunum og tekið er tillit til árangurs. Samstarf við Háskólann í Reykjavík hefur verið árangurs­ ríkt og er nú haldið áfram. Næstu verkefni í þessu samstarfi er gerð og útfærsla á prótótýpu nr. 2, ásamt hönnun og smíði sjálfvirks sjósetningarbúnaðar. Framtíðarsýn Sea Saver er að hanna, þróa og framleiða hátækni­ björgunarbúnað sem notast við erfiðar aðstæður við björgun fólks úr sjávarháska. Markmiðið með framleiðslu búnaðarins er að efla íslenska hátæknivöru og hugvit, til að skapa verðmæti á mörkuðum innan lands og utan. Þá eru ótalin verðmæti lífsbjargar sem ekki verða metin til fjár.“ n Verðmæti lífsbjargar verða ekki metin til fjár Ágúst Karlsson, verkfræðingur og frumkvöðull. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Framlag Listaháskólans til Vísindavöku Rannís er kynning á sex rannsóknar- verkefnum akademískra starfsmanna skólans, verk- efnum sem ýmist er nýlokið eða standa enn yfir. Hulda Stefánsdóttir er sviðsforseti akademískrar þróunar í Listahá­ skóla Íslands. Hún segir að nefna megi t.d. viðamikið fimm ára rannsóknarverkefni dr. Þórhalls Magnússonar, rannsóknarprófess­ ors, og hans teymis: „INTENT snjallhljóðfæri: Að skilgreina gervigreind 21. aldar gegnum skapandi tónlistartækni. Verkefnið hlaut stærsta styrk sem veittur er einstökum rannsakanda frá Evrópska rannsóknarráðinu árið 2020. Um er að ræða fimm ára þverfaglegt verkefni sem hýst er við Listaháskólann þar sem skoðuð eru áhrif gervigreindar á skapandi vinnu í gegnum smíði hljóðfæra og tónlistarflutnings. Þátttakendur í verkefninu verða á staðnum í Laugardalshöll með fjölda hljóðfæra sem verkefnið hefur þegar leitt af sér og gefst gestum færi á að upplifa og kynna sér nánar þær áleitnu spurningar sem verkefnið vekur um þátt og vægi gervigreindar í daglegu lífi okkar. Brýnar áskoranir sam­ tímans eru þannig í brennipunkti rannsókna í listum, eins og á öðrum rannsóknasviðum.“ Ísbirnir á villigötum og FishSkin „Útgáfan Óræð lönd fjallar um listrannsóknir Bryndísar Snæ­ björnsdóttur, prófessors í mynd­ list, og samstarfsmanns hennar Marks Wilson. Rannsóknarverk­ efni þeirra, Ísbirnir á villigötum, hlaut styrk úr Rannsóknasjóði Vísinda­ og tækniráðs árið 2019. Í verkefninu beina þau sjónum að misvísandi hegðun innan vist­ kerfisins sem birtist í einstöku samspili manna, dýra og annarra lífvera. Alþjóðlega samstarfs­ verkefnið Baráttan gegn örplast­ mengun (Plastic Justice) fól í sér rannsókn á því hvernig nýta megi aðferðir grafískrar hönnunar og sjónrænnar miðlunar til að vekja athygli samfélaga á lang­ tíma heilsuáhrifum mengunar sem stafar af ofgnótt örplasts í umhverfinu. Lóa Auðunsdóttir og Hrefna Sigurðardóttir, lektorar í grafískri hönnun, leiddu verk­ efnið fyrir hönd skólans og hlaut það styrk úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. Annað verkefni innan hönnunardeildar sem kynnt verður, FishSkin, fjallar um möguleika sjávarleðurs sem umhverfisvæns valkosts við fram­ leiðslu lúxusefna í fatahönnun. Katrín María Káradóttir, dósent í fatahönnun, er fulltrúi Listahá­ skólans í þessu stóra alþjóðlega verkefni sem styrkt var af Marie Curie­áætlun Evrópusambands­ ins.“ Þýðing birkis í menningu og listum Hulda nefnir að þverfaglegt sam­ starf milli háskóla, stofnana og ólíkra fagsviða hér á landi hafi færst mjög í aukana á síðustu árum og Listaháskólinn sé áfram um að nýta krafta sína og sérþekk­ ingu sem framlag til slíks sam­ starfs. „BirkiVist er þverfræðilegt rannsókna­ og þróunarverkefni sem miðar að þróun skilvirkra leiða við endurheimt birkiskóga á landsvísu. Auk þess að greina helstu hindranir og tækifæri fyrir náttúrulegt landnám birkis eru samfélagslegir þættir skoðaðir, þar með talið þýðing birkis í listum og menningu. Fulltrúar LHÍ eru þær Rúna Thors, lektor í vöruhönnun, og Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, dósent í umhverfisheimspeki við listkennsludeild.“ Á mörkum dans og myndlistar „Loks er það verkið ALDA sem er innsetning á mörkum dans og myndlistar, innblásin af sögu og líkamlegri vinnu kvenna. Höfund­ ur þess er Katrín Gunnarsdóttir, dósent í samtímadansi, en verkið var sett upp á sýningu í Gerðar­ safni í Kópavogi síðasta sumar. Verkefnið er eitt dæmi um hvernig félagssögulegir þættir eru virkj­ aðir með nýstárlegum hætti með aðferðum listanna. Það felst sögn í því hvernig við hreyfum okkur í umhverfinu, rétt eins og hvernig við hugsum. Við val á framlagi Listahá­ skólans til Vísindavöku horfðum við til þess að kynna nýleg rannsóknarverkefni sem unnin eru innan vébanda skólans fyrir tilstilli styrkja úr ytri styrktar­ sjóðum, bæði innlendum sjóðum og Evrópusjóðum, og leitumst við að draga fram mikilvægi slíkra styrkja fyrir framgang og þróun rannsóknarverkefna í listum, rétt eins og í öðrum greinum. Um er að ræða fjölbreytt verkefni og markmið okkar var að draga fram breidd þeirra rannsókna sem listirnar spanna og samvirkni þeirra, ef ekki oft á tíðum skörun, við önnur fræðasvið. Sýn okkar til nánustu fram­ tíðar er að halda áfram að styrkja aðkomu lista, hönnunar og arki­ tektúrs að rannsóknarumhverfinu og brýnum málefnum samtímans. Við erum sannfærð um að enginn einn einstaklingur eða eitt sér­ fræðisvið þekkingar geti leitt fram lausnir eða umbreytt nálgun okkar og sýn á þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Til þess að skapa nýja haldbæra þekk­ ingu þurfi að leiða saman ólík þekkingarsvið, ólíkar nálganir og raddir, til samtals og greininga. Það er engin tilviljun að yfirskrift nýafstaðinnar ráðstefnu Listahá­ skólans bar yfirskriftina Enginn er eyland.“ n Sex rannsóknarverkefni Listaháskóla Íslands  Hulda er sviðsforseti akademískrar þróunar í LHÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kynntu þér spennandi verkefni á Vísindavöku þér di verkefni ísindavöku tu þér an i verkefni á V v ku 8 kynningarblað 24. september 2022 LAUGARDAGURVÍSindaVak a r annÍS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.