Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 92

Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 92
Samkvæmt frétt bílatímarits- ins Autocar mun væntanlegur rafbíll Toyota, sem fá mun nafni bZ3, fara fyrst á markað í Kína þar sem slíkir bílar eru enn mjög vinsælir. Líklegt má teljast að stutt sé í að bíllinn komi á markað í Evrópu en talað hefur verið um 2024 í því sambandi. njall@frettabladid.is Athyglisvert er að Toyota gerði nýlega samstarfssamning við kín- verska bílarisann BYD um notkun á nýju Blade-raf hlöðunni sem að getur tekið við meiri orku en aðrar raf hlöður af sömu stærð. Er nýju raf hlöðunni ætlað að vera í bZ3 líkt og hinum áhugaverða Seal frá BYD, en báðir þessir bílar munu þá keppa beint við Tesla Model 3. Samkvæmt tækniupplýsingum um bílinn frá iðnaðarráðuneyti Kína verður bZ3 með annað hvort 178 eða 238 hestaf la rafmótor og mun eigin þyngd vera á bilinu 1.710-1.840 kíló. Ef bZ3 mun nota sömu 64,5 kWst raf hlöðu og nýr BYD Atto 3, sem hefur 420 km drægi, mun bZ3 hafa aðeins meira þar sem hann er með minni loft- mótstöðu. n bZ3 fyrst á Kínamarkað Stutt er síðan myndum af Toyota bZ3 var lekið á netið en hann er svipaður að stærð og Tesla Model 3. njall@frettabladid.is Með tilkomu nýs Kia Niro á mark- að var þess stutt að bíða að önnur kynslóð Hyundai Kona kæmi á markað. Samkvæmt veftímaritinu Auto Express verður bíllinn frum- sýndur snemma á næsta ári, en verið er að prófa frumgerðir hans um þessar mundir. Búast má við að bíllinn verði á sama K3-undirvagni og Niro EV og mun því líklega koma sem tvinnbíll, tengiltvinnbíll og raf bíll, eins og hann. Tvinnbíllinn mun fá 1,6 lítra bensínvél og 1,32 kWst rafhlöðu svo að hann fær um 140 hestöf l. Hyundai Kona hefur hingað til ekki verið boðinn sem tengil tvinnbíll og ekki er víst að svo verði. Raf bíllinn mun fá 64,8 kWst rafhlöðuna ásamt 201 hestafla mótor á framdrifið. n Ný Kona á markað á næsta ári Með betra loftflæði er líklegt að bíllinn nái 500 km drægi. MYND/AUTO EXPRESS njall@frettabladid.is Kominn var tími til þess að Subaru XV fengi andlitslyftingu, en önnur kynslóð bílsins kom á markað árið 2018. Von er á þeirri útgáfu áður en langt um líður en tilkynnt hefur verið um bílinn fyrir Japansmarkað. Má því búast við að bíllinn komi til Evrópu seint á næsta ári, en um leið fær bíllinn nafnið Crosstrek. Að sögn Subaru er í raun um þriðju kynslóð bílsins að ræða, en Cros- strek-nafnið mun ekki leysa XV af hólmi alls staðar. Eins og sjá má af myndum er framendinn alveg nýr hvar sem á er litið en að aftan minnir bíllinn nokkuð á Outback. Það er líka ný hönnun innandyra, en kominn er 11,6 tommu lóðréttur skjár í miðju- stokkinn sem inniheldur meðal ann- ars stjórnborð fyrir miðstöð. Mæl- arnir í mælaborði fá þó að halda sér áfram. Bíllinn mun fá tvinnútfærslu tveggja lítra Boxer-vélarinnar. n Subaru XV fær nýtt andlit og nafn Framendinn er með þynnri ljósum, stærra grilli og endurhönnuðum stuðara og þokuljósum en að öðru leyti er bíllinn svipaður og áður. MYND/SUBARU Toyota gerði samstarfs- samning við kínverska bílarisann BYD um notkun á nýju Blade rafhlöðunni í Toyota bZ3. 44 Bílar 24. september 2022 FRÉTTABLAÐIÐ Barónsstígur 8-24 Akureyri 24/7 Reykjanesbær 24/7 *0,5 l gos í plasti frá Ölgerðinni Gló skál og gos 500ml* Gló pasta og gos 500ml* 1.599 kr. Gló vefja og gos 500ml* Gló to go! 1.299 kr. 999 kr. BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 24. september 2022 LAUGARDAGUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.