Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 95

Fréttablaðið - 24.09.2022, Side 95
tsh@frettabladid.is Mikil umræða hefur skapast um uppsetningu Þjóðleikhússins á söngleiknum Sem á himni, í kjölfar þess að RÚV birti leikhúsgagnrýni eftir Nínu Hjálmarsdóttur þar sem hún gagnrýndi leikhúsið meðal annars fyrir þá ákvörðun að láta ófatlaðan leikara túlka hlutverk fatlaðs manns. Leikstjóri verksins, Unnur Ösp Stefánsdóttir, brást við gagnrýninni með yfirlýsingu á Facebook þar sem hún sagði umræðuna vera „miklu stærri og mikilvægari en einstaka leiksýning“ og kvað málefni fatlaðs fólks standa sér nærri. Þá lýsti hún því yfir að Þjóðleikhúsið myndi boða til málþings um leikhúsið og birtingarmynd raunveruleikans innan þess. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri staðfestir þetta. „Við fögnum umræðu um þessi mikilvægu málefni og viljum taka þátt í henni. Í leikhúsinu viljum við takast á við brýn samfélagsleg mál og miðla þeim af heilindum og virð­ ingu. Við finnum að það eru ólíkar skoðanir á einni sögunni í sýning­ unni Sem á himni og okkur langar að opna þá umræðu og samhliða að ræða leikhúsið almennt og hvernig raunveruleikinn birtist í leikhúsinu. Því efnum við til málþings nú síðar í haust þar sem við ræðum þessi mál á breiðum grunni og vonandi með þátttöku sem flestra. Vonandi verður það til að þoka okkur öllum í rétta átt,“ segir hann. Að sögn Magnúsar verður sjónum ekki aðeins beint að birtingarmynd­ um fatlaðs fólks í sviðslistum, heldur lögð áhersla á hlutverk leikhússins sem samfélagslegs hreyfiafls. Hann segir Þjóðleikhúsið gagngert hafa tekið Sem á himni til sýninga til að beina kastljósinu að fjölbreyttum samfélagskimum og varpa ljósi á ólíkan reynsluheim fólks, svo sem fatlaðra og þolenda heimilis­ ofbeldis. „Með þessu verki erum við að reyna að vekja athygli á til dæmis stöðu fatlaðs fólks og raunveru­ leika þess. Unnur þekkir það af eigin raun og er þess vegna málið afskaplega skylt og kært og er í því af mikilli ástríðu,“ segir Magnús og bætir við: „Einlægur ásetningur listamannanna og leikhússins alls er að miðla þessari sögu á fallegan og heiðarlegan hátt, á sama tíma og áhorfendur hrífast með sögunni í víðara samhengi.“ Magnús Geir viðurkennir að saga Dodda, sem er ungur fatlaður maður leikinn af Almari Blæ Sigurjónssyni, sé krefjandi og geti verið óþægileg fyrir áhorfendur að horfa á. „Þó flest í sýningunni sé fallegt og opni hjörtu okkar, þá eru einstaka þættir sem geta verið óþægilegir eins og í lífinu sjálfu og það á við um sögu Dodda, þar sem dregin er upp mynd af lífi manns sem glímir við tiltekna fötlun. Ásetningur listamannanna var að fegra ekki þessa mynd heldur vekja okkur til umhugsunar. Listamennirnir gera þetta af mikilli næmni og stóru hjarta og þessi saga virðist hreyfa við fjölmörgum sem hafa séð hana.“ Að sögn Magnúsar var spurningin um hvort fatlaður eða ófatlaður leik­ ari skyldi túlka hlutverkið skoðuð og rædd frá öllum hliðum af list­ rænum stjórnendum og leikstjóra sýningarinnar, sem tók endanlega ákvörðun um hlutverkaskipan, venju samkvæmt. „Það var rætt ítarlega hvort ástæða væri til að sækja út fyrir leikhúsið einstakling sem þekkir hlutskipti Dodda af eigin raun. Niðurstaða list­ rænna stjórnenda hér var sú sama og í flestum erlendum uppsetningum, að það þyrfti atvinnuleikara í þetta hlutverk eins og önnur í verkinu til að ná þeim áhrifum sem að er stefnt. Leikhúsið byggist almennt á því að Þjóðleikhússtjóri fagnar umræðunni Magnús Geir Þórðarson segir umræðuna um Sem á himni vera mikilvæga og eitthvað sem Þjóðleikhúsið fagni og sé tilbúið að taka þátt í. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK við segjum sögur með því að leikari bregður sér í hlutverk og túlkar það á sviðinu. Við gerum almennt ekki kröfur um að leikari hafi upplifað allar aðstæður eða tilfinningar sem persónan sem hann leikur á að upp­ lifa, þó það geti verið áhrifaríkt á réttum vettvangi,“ segir hann. Magnús Geir segir það ekki standa til að breyta Sem á himni, en ítrekar að umræðan um verkið sé mikilvæg og að allir í leikhúsinu leggi við hlustir og vilji taka þátt í samtalinu. „Í leikhúsinu verðum við að þora að taka á viðkvæmum málum og reyna að nýta samband okkar við áhorfendur til að vera hreyfiafl til góðra verka. Sýningin Sem á himni er um samfélag, hvert og eitt okkar á að fá pláss og rétt til að vera eins og við erum. Til að kórinn í sögunni virki, þá þurfa allir að fá að vera með,“ segir hann. n MARK AÐURINN ER LÍK A Á NETINU: W W W.FORL AGID. IS 1.490 kr. 1.490 kr. 990 kr. 1.990 kr. 990 kr. 1.990 kr. 990 kr. 990 kr. 490 kr. 2.990 kr. ÓTRÚLEGT ÚRVAL! OPIÐ 10-19 ALLA DAGA 7. SEPT.- 3. OKT. Á FISKISLÓÐ 39 ÍS- BÍLLINN KL. 14.00 Á SUNNUDAG LAUGARDAGUR 24. september 2022 Menning 47FRÉTTABLAÐIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.