Fréttablaðið - 24.09.2022, Blaðsíða 98
Heimildarmyndin Í skóm
drekans var frumsýnd 2002
eftir að hafa brotið af sér
hlekki lögbanns. Myndin
þykir fanga vel horfinn
tíðaranda náinnar fortíðar og
Hrönn segir að þegar horft er
á hana núna sé það svolítið
eins og að opna illa lyktandi
tímahylki.
toti@frettabladid.is
Systkinin Hrönn og Árni Sveins-
börn fagna því með sérstakri afmæl-
issýningu í Bíó Paradís í kvöld að 20
ár eru liðin frá frumsýningu heim-
ildarmyndarinnar Í skóm drekans,
þar sem Árni fylgdi systur sinni eftir
með tökuvélina þegar hún tók þátt
í fegurðarsamkeppninni Ungfrú
Ísland.is.
„Atburðir myndarinnar eiga sér
stað fyrr, á því herrans ári 2000.
Myndin kemur svo ekki út fyrr en
2002,“ segir Árni. „Þetta er sko fyrir
einkavæðingu bankanna og það
tívolí sem okkur var boðið upp
á. Þannig að þetta er bara annar
heimur. Það er líka rosa mikið reykt
í þessari mynd.“
Komið var í veg fyrir frum-
sýningu myndarinnar árið 2000
og fram undan voru lagaf lækjur
og krókar þar sem systkinin, lög-
maður þeirra og margir aðrir, töldu
tjáningarfrelsið í raun vera í húfi.
Stigið í drullusvað
„Þetta voru náttúrlega bara ein-
hverjir varðhundar vörumerkis
sem höfðu ekkert ímyndunarafl og
héldu að hún, eða við, værum bara
illa innrætt og drifin áfram af ein-
hverjum mjög lágum hvötum,“ segir
Árni og Hrönn skýtur inn í: „Og ætl-
uðum að drulla yfir alla.“
„En síðan kom annað á daginn
þegar myndin leit loksins dagsins
ljós. Að þetta var bara mjög per-
sónuleg frásögn af reynsluheimi
ungrar konu að stíga inn í þetta…“
segir Árni og aftur grípur systir hans
fram í. „… drullusvað sem fegurðar-
samkeppnir eru…“
Vendipunkturis
Árni nær síðan orðinu aftur:
„Affallsrör tískuiðnaðarins, ímynd-
aða.“ Og Hrönn heldur áfram hlæj-
andi: „…þessi rotþró meðalmennsk-
unnar.“
„En nei, nei, en ég held að þarna
haf i orðið pínu vendi-
punktur í þessum fegurðar-
samkeppnisheimi,“ heldur
Árni áfram. Hann bætir
síðan við að hann ætli ekki
að eigna myndinni sérstak-
lega heiðurinn af því að það
tók að fjara undan keppnum
af þessu tagi og systkinin
benda á að ákvörðunin um
að uppfæra Ungfrú Ísland
með því að bæta .is aftan við
hafi verið til marks um að þetta
væri komið í einhvers konar
hallærislegt þrot.
„Já, og síðan bara vitum við
hvernig er komið fyrir svona
keppnum í dag. Þær eru svona
frekar komnar út á jaðarinn.
Stækur tíðarandi
í skóm drekans
Bæjarlind 4 / Sími: 510 7900 / www.fastlind.is
Allar
upplýsingar veitir
NÝTT!
2-4 HERBERGJA ÍBÚÐIR TIL SÖLU Í 210 GARÐABÆ
KINNARGATA 43-45
15 íbúða fjölbýlishús
Útsýni
2-4 herbergja íbúðir
Upphituð bílageymsla
Ísskápur, frystir og
uppþvottavél fylgir
Eignirnar afhendast
fullbúnar með gólfefnum
Afhending í október 2022
OPIÐ HÚS
Laugardag
og sunnudag
24. og 25. sept.
kl. 13 - 16
Auður
Löggiltur fasteignasali
848 2666
audur@fastlind.is
Hrönn og Árni bróðir hennar náðu að fanga sérkennilegan tíðarandann fyrir
tuttugu árum í Í skóm drekans og opna nú það tímahylki.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Nema náttúrlega í Suðurríkjunum
og Suð-austur-Asíu,“ segir Árni.
Efasemdir um úthald
Þegar Árni er spurður hvort hann
hafi strax í upphafi kveikt á því að
hugmynd systur hans um að skrá
sig til keppni í Ungfrú Ísland.is væri
góð hugmynd að heimildarmynd
verður Hrönn fyrri til svars.
„Nei. Honum fannst þetta ekkert
góð hugmynd, sko.“ Og Árni kemur
sjálfum sér til varnar með því að
benda á að hann hafi bara séð fyrir
sér alla þá hluti sem gætu farið
úrskeiðis. „Og svo var það aðallega
að ég hafði ekki trú á að þú og við og
allir einhvern veginn myndum hafa
úthald í þetta.“
Endist og eldist vel
Hugmyndin reyndist síðan bara
ansi góð og þrátt fyrir ýmsar hindr-
anir, blóð svita og tár, varð til heim-
ildarmynd sem gerði það gott á
sínum tíma, var sýnd víða um heim
og hlaut Edduverðlaunin sem besta
myndin í sínum flokki 2002.
„Við eigum svo fáar myndir sem
fanga svona tíðarandann,“ segir
Hrönn, þegar hún bendir á
þann virðisauka sem
myndin hefur fengið á
síðustu tveimur áratug-
um. „Þetta er alveg því-
líkt svona skemmtileg
stúdía á samfélagið og
tíðarandann og íslenskt
líf þarna um aldamótin.
Bara þess vegna finnst
mér að allir, ungir sem
aldnir, þurfi að drífa sig
á þessa mynd. Hún hefur
ekki sést í tuttugu ár og
þetta verður bara eins og að
opna eitthvert illa lyktandi
tímahylki af Nokia-símum
og öllu sem við vorum að gera
þá.“ n
50 Lífið 24. september 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 24. september 2022 LAUGARDAGUR