Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.10.2022, Blaðsíða 36
Gúllassúpa er vinsæll réttur þegar kólnar í veðri enda yljar súpan og er matarmikil. Gúllassúpa kemur uppruna- lega frá Ungverjalandi en hún er engu að síður í fimmta sæti yfir vinsælustu kjötrétti í Bandaríkjunum. Þannig hefur þessi ævaforni réttur farið sigurför um heiminn. elin@frettabladid.is Gúllassúpa líkist pottrétti þótt hún teljist vera súpa. Hana er einfalt að laga og lítið að þrífa á eftir þar sem allt fer í einn pott. Nautakjöt er notað í réttinn, kartöflur og mikil paprika. Það er reyndar paprikan sem gerir þennan rétt einstakan, að því er Ungverjar segja. Nota má hvaða grænmeti sem er í gúllas- súpu og hún verður bara betri við það. Ef maður vill hafa hana sér- staklega sparilega er sett rauðvín saman við, tómatpúrra og beikon. Það er þó ekki nauðsynlegt. Gúllassúpa fyrir 8–10 2 kg nautakjöt, gúllaskjöt eða annað eftir smekk 3 msk. hveiti 3 msk. paprikuduft 1 msk. reykt paprikuduft 1 msk. gott salt ½ tsk. pipar Grænmetisolía til steikingar 2 gulrætur, skornar í smáa bita 2 sellerístangir, skorið smátt 1 laukur, skorinn smátt 4 hvítlauksrif, pressuð 100 g chorizo-pylsa ef fólk vill 1½ lítri kjötsoð 1 dós hakkaðir tómatar 2 lárviðarlauf 1 kg skarlotlaukur, skorinn niður 7-8 gulrætur í stórum bitum 1 kg litlar kartöflur, afhýddar 4 paprikur, skornar í grófa bita Balsamsíróp Notið milt paprikuduft ef notuð er reykt paprika líka. Skipta má cho- rizo út fyrir beikon. Nota þarf stóran pott fyrir þessa uppskrift. Skerið kjötið í 2-3 cm bita. Veltið þeim upp úr hveiti, papriku, salti og pipar. Brúnið því næst kjötið og leggið síðan til hliðar. Setjið aðeins meiri olíu í pottinn og steikið gulrætur, sellerí, lauk, hvítlauk og chorizo. Steikið í um það bil 10 mínútur. Þá er kjötið sett í pottinn aftur ásamt tómötum, lárviðar- laufum, kjötkrafti og niðurskorn- um skallotlauk. Látið þetta malla í klukkustund. Næst er gulrótum, kartöflum og papriku bætt út í súpuna og aftur er súpan látin sjóða hægt í klukku- stund. Bragðbætið með balsamsír- ópi, salti og pipar. Dreifið smávegis steinselju yfir að lokum og berið súpuna fram með sýrðum rjóma ef einhver óskar eftir því. Focaccia-brauð Gott er að hafa nýbakað brauð með súpunni. Til dæmis er hið Fáðu hlýju í kroppinn með gúllassúpu Gúllassúpu er einfalt að gera og nota má hvaða grænmeti sem til er í ísskápnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Volgt focaccia- brauð með smjöri er ljúf- fengt meðlæti með súpu. ítalska focaccia-brauð mjög gott og einfalt að útbúa. 500 g hveiti 1 pakki þurrger 1 tsk. hunang ½ tsk. salt 4 dl vatn Setjið gerið í 1 dl af volgu vatni með hunangi og leysið upp með því að hræra aðeins. Setjið því næst hveiti í hræri- vélarskál ásamt geri og salti. Byrjið að hnoða og bætið vatni saman við. Hnoðið í 10-15 mínútur. Eftir það er deigið aðeins hnoðað í höndunum og látið hefast í eina og hálfa klukkustund. Síðan er deigið flatt út þannig að það passi á bökunarplötu, fingrum potað í deigið og ólífuolíu dreift yfir ásamt rósmaríni eða öðrum kryddjurtum eftir smekk. Látið hvíla aftur í hálftíma. Rífið þá mikið af parmesan-osti yfir. Það er líka gott að setja pressaðan hvít- lauk á deigið. Loks er salti dreift yfir. Hitið ofninn í 200°C. Bakið brauðið í 20–30 mínútur. Dreifið ólífuolíu yfir þegar það kemur úr ofninum og aðeins meira af parmesan-osti. n Bætiefnið Comfort-U frá Good Routine er öflug vörn fyrir þvagfærakerfið og byggir á fjórum virkum inni- haldsefnum sem hafa þekkta eiginleika til þess að koma í veg fyrir blöðrubólgu/þvag- færasýkingu. „Comfort-U er sérhannað fyrir fólk sem vill koma í veg fyrir blöðru- bólgu/þvagfærasýkingu, sem er ein algengasta bakteríusýkingin og algengari hjá konum en körlum. En ein af hverjum fimm konum upplifir að minnsta kosti eina þvag- færasýkingu á ævinni,“ segir Freydís Hjálmarsdóttir, næringarfræðingur að mennt, með BSc, og meistara- gráðu í næringarfræði. „Einstaklingur sem hefur fengið þvagfærasýkingu er í aukinni hættu á að fá sýkingu aftur og talið er að um fjórðungur fái endur- tekna sýkingu innan sex mánaða og þriðjungur innan árs. Þar af leita hundruð sýklalyfjameðferðar við þvagfærasýkingum á Íslandi á hverju ári. Yfir 80% þvagfæra- sýkinga eru taldar vera af völdum þarmabakteríunnar e.coli, en aðrar bakteríur, sveppir og sníkjudýr geta líka valdið þvagfærasýkingum.“ Fyrirbyggjandi er lykilatriði Þvagfærasýkingar geta verið afar óþægilegar en eru þó oftast skað- lausar að sögn Freydísar. „Einstaka sinnum nær sýkingin til efri þvag- færa eins og nýrna, en það er afar óalgengt. Til að mynda verða 30% þvagfærasýkinga einkennalausar á innan við viku án meðferðar. Hins vegar getur verið erfitt að eiga við síendurteknar sýkingar. Þótt þær séu meðhöndlaðar á áhrifaríkan hátt með sýklalyfjum, getur óhófleg notkun sýklalyfja leitt til skaðlegra, heilsufarslegra afleiðinga. Til að forðast of mikla útsetningu fyrir sýklalyfjum leita margir til fæðubótarefna og náttúrulyfja. Rannsóknir þar að lútandi eru af skornum skammti og sumar mis- vísandi, en nokkur fæðubótarefni gefa góða raun þegar kemur að því að koma í veg fyrir þvagfæra- sýkingu.“ Fjögur virk efni Comfort-U inniheldur fjögur efni sem rannsóknir hafa sýnt fram á að geti hjálpað til við að fyrir- byggja þvagfærasýkingar. Það eru einsykran D-mannóse, þarma- gerillinn Lactobacillus rueteri og svo virku efnin í trönuberjum og sortulyngslaufum (e. bearberry leaf). „Trönuberin eru frægust, en eitt virku efnanna í þeim er ein- mitt „D-mannóse“. Sortulyngslauf þekkja flestir undir nafninu uva ursi og „Lactobacillus rueteri“ er einn af góðgerlunum sem finna má til dæmis í AB-mjólk. Af þessum fjórum efnum hefur D-mannóse komið hvað best út úr þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar með tilliti til forvarnar á þvagfærasýkingum. Rannsóknir á D-mannóse sýna fram á marktæka minnkun á endurteknum þvag- færasýkingum hjá þeim sem fá þær reglulega. Til þess að sýking nái fótfestu í þvagfærum þarf e.coli eða önnur örvera að ná að festast við blöðruvegginn. Virkni D-mannóse er sú að bindast til dæmis e.coli bakteríum, skola þeim út með þvagi og koma þannig í veg fyrir sýkingu. Trönuber innihalda meðal annars D-mannóse, hippúrsýru og anthósýanín, sem eru talin torvelda e.coli að festast við þvagblöðru- vegginn. Ekki eru allir á eitt sáttir, en samantekt margra rannsókna sýnir fram á verndandi áhrif D- mannóse gegn þvagfærasýkingum hjá konum sem fá þær reglulega. Ekki skemmir fyrir að trönuber hafa líka marga aðra heilsubætandi kosti. Lauf sortulyngs, (önnur nöfn: uva ursi, bjarnaber, fjalla-trönuber) hafa í árþúsund verið notuð til að meðhöndla þvagfærasýkingar. Nú benda rannsóknir til þess að það sé svo sannarlega eitthvað til í því og kallað hefur verið eftir fleiri rann- sóknum. Sortulyngið inniheldur örverueyðandi efnasambönd sem vinna gegn óvingjarnlegum bakteríum og hjálpa við upptöku á efnum úr trönuberjum. Efna- sambönd í laufunum, svo sem Arbutinin, eru talin vinna gegn útbreiðslu e.coli meðal annars og trufla viðloðun bakteríunnar við blöðruvegginn,“ segir Freydís. Hjálplegar örverur Jafnvægi í þvagkerfisflórunni er svo viðhaldið með hjálp gagn- legu bakteríunnar Lactobacillus rueteri. „Hjálplegu örverurnar í líkamanum kallast góðgerlar og er fjöldinn allur af þeim í meltingar- kerfinu. Við getum bætt um betur með trefjaríku fæði, ab-mjólk og skyldum vörum, súrsuðum mat og bætiefnum. Sumir góðgerlar viðhalda jafnvægi í þvagi, leggöngum og meltingarvegi með því að fram- leiða efnasambönd sem leyfa ekki óvinveittum bakteríum að vaxa. Sá stofn sem er talinn hvað mikilvæg- astur fyrir þvagfærakerfið er Lac- tobacillus rueteri. Þessi bakteríu- stofn getur endurheimt náttúrulegt örverujafnvægi í þvagfærum og getur myndað efnasambönd sem leyfa ekki óvinveittum bakteríum að vaxa og dafna.“ Fjölþætt fyrirbyggjandi virkni Í Comfort-U koma saman þrjú virk innihaldsefni sem eru studd af rannsóknum, ásamt Lactobacillus rueteri stofni. Saman eru þessi efni talin geta stutt heilbrigði þvag- færa og veitt fjölþætta vörn gegn þvagfærasýkingum. „Til eru margir mismunandi stofnar góðgerla og fjöldi þeirra í hverjum skammti er merktur með einingunni CFU sem stendur fyrir „colony formin unit“, eða nýlendumyndandi stofn. Í Comfort-U er réttur stofn í nægilegu magni til að hafa tilskilin áhrif án þess að valda skaða, enda er þetta verðlaunuð formúla. Com- fort-U er náttúrulegt bætiefni sem kemur í pillu- og belgjaformi. Forvörn er alltaf best og Com- fort-U hefur það fram yfir sýklalyf að vera laust við aukaverkanir eins og ógleði og magaeinkenni. Comfort-U skaðar ekki vinveittu þarmaflóruna sem er einn helsti ókostur sýklalyfja. Hins vegar er sýklalyfja alltaf þörf ef sýking er staðfest í efri hluta þvagfæra eins og nýrum og ávallt skal fylgja læknis- ráði. Þegar stór hluti kvenna er með endurteknar þvagfærasýkingar, fögnum við því þegar vara á borð við Comfort-U kemur á markað.“ n Good Routine fæst í Lyf og heilsu, Apótekaranum, Hagkaup og Krónunni. Fjölþætt og fyrirbyggjandi vörn gegn þvagfærasýkingum Freydís fagnar því að vara eins og Comfort-U sé komin á markað fyrir íslenskar konur. MYndIR/AÐsEndAR Comfort-U inni- heldur fjögur efni sem rann- sóknir hafa sýnt fram á að geti hjálpað til við að fyrirbyggja hinar hvimleiðu þvagfærasýk- ingar. 4 kynningarblað A L LT 8. október 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.