Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 42

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 42
40 86. \ STRÍÐSÁRUNUM fluttist mjög lítið af ávöxt- um til landsins,. og var ætlazt til, að það litla, sem var, gengi til sjúklinga gegn ávísunum lækna. Kona ein, sem hafði Katrínu Thoroddsen að heimilislækni, hringdi eitt sinn til hennar og bað hana að koma til sín í sjúkravitjun. Konan átti heima inni í Kleppsholti. Þegar Katrín kom þangað, var ekkert að, og erind- ið ekki annað en að fá recept upp á appelsínur. Katrín varð f júkandi vond, settist niður og skrifaði á recept-blað, að hún segði þennan sjúkling af hönd- um sér í sjúkrasamlaginu, fleygði þessum miða í konuna og rauk út. En kella labbaði sig með blaðið niður í Grænmetis- sölu og fékk appelsínur út á plaggið. Það gat nefnilega enginn lesið skriftina. 87. pÁLMI ÓLAFSSON heitir maður. Hann var um skeið kyndari á togara hjá Þórarni Olgeirssyni, sem þá var skipstjóri. Einu sinni var það, að Pálmi kom upp úr kyndi- rúminu. Hann hafði svitnað mikið, og sá ekki í hann fyrir kolaryki og salla. Þegar skipstjóri kom auga á hann, varð honum að orði: j

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.