Fréttablaðið - 11.10.2022, Page 8

Fréttablaðið - 11.10.2022, Page 8
Það er með ólíkindum ef til stendur að endur- taka leikinn við núver- andi aðstæður. Sigursteinn Más- son, fjölmiðla- maður Forstjóri Hvals segist stefna ótrauður með hvalkjöt sitt til Japan í gegnum Norður-Íshaf- ið. Þarf aðstoð Pútíns, segir Sigursteinn Másson, sem telur með ólíkindum að sagan sé að endurtaka sig nú á tímum stríðs og viðskiptaþvingana. bth@frettabladid.is VIÐSKIPTI Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals, segir í viðtali við stað- armiðilinn Skessuhorn að innrás Rússa í Úkraínu og ófriðarástand muni ekki koma í veg fyrir að hægt verði að selja hvalaafurðir um Norður-Íshafið til Japans. Sigursteinn Másson fjölmiðla- maður, sem hefur barist gegn hvalveiðum um árabil, segir að ekki verði siglt með hvalkjötið um Norður-Íshafið nema með aðstoð Rússa. Sigursteinn segir að í þau skipti sem f lutningaskip á vegum Krist- jáns hafi farið þessa leið hafi rúss- neskir kjarnorkuknúnir ísbrjótar siglt á undan, skip sem tilheyri kjarnorkustofnun Rússlands eða dótturfyrirtæki hennar. Það veki upp stórar spurningar um við- skiptasiðferði í ljósi árásarstríðs Rússa í Úkraínu og margvíslegra v iðsk iptaþv ingana vestrænna ríkja. „Það er með ólíkindum ef til stendur að endurtaka leikinn við núverandi aðstæður,“ segir Sigur- steinn. Fréttablaðið hefur ítrekað reynt að ná tali af Kristjáni vegna máls- ins en án árangurs. Haft hefur verið samband símleiðis og með tölvu- póstum. Aðrir starfsmenn hjá Hval vilja ekki tjá sig og segja að Kristján einn eigi samskipti við fjölmiðla. Í viðtalinu við Skessuhorn segir Kristján að undanfarin ár hafi verið siglt með hvalaafurðir til Japans um Norður-Íshafið. Siglt hafi verið upp með strönd Noregs, þar tekin olía, þaðan farið norður fyrir Rúss- land um Norður-Íshafið og þaðan til Osaka í Japan. Kristján kveðst í Skessuhorni ekki eiga von á því að ófriðarástand hamli því að hægt verði að sigla þessa leið. Árið 2014, eftir innlimun Krím- skaga og landsvæða í Úkraínu, átti varautanríkisráðherra Rússlands fund með Kristjáni hér á landi ásamt rússneska sendiherranum. Upp úr því varð til viðskiptasam- band. Kristjáni tókst að halda sam- bandi við Rússana sem greiddu götu hans. „Það sem kom út úr fundi Krist- jáns forðum með varautanríkisráð- herra Rússa var að Kristján Lofts- son varð sá fyrsti í heiminum til að sigla með sjávarafurðir þessa leið árið 2015 í fylgd vopnaðs rússnesks kjarnorkuísbrjóts,“ segir Sigur- steinn. Ógerlegt er fyrir Hval að sigla um rússneska landhelgi án viðskipta við rússnesku kjarnorkustofnunina Rosatom, sem Pútín stofnaði árið 2007, að sögn Sigursteins. n Telur að hvalkjöt Kristjáns kalli á rússneskan ísbrjót Ógerlegt er fyrir Kristján Loftsson, forstjóra Hvals, að sigla um rússneska landhelgi með afurðir án viðskipta við rúss- nesku kjarnorkustofnunina Rosatom sem Pútin stofnaði árið 2007, að sögn fjölmiðlamanns. MYND/ANTON BRINK Kristján Loftsson, forstjóri Hvals birnadrofn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Um þrettán þús- und manns, 60 ára og eldri, fengu örvunarskammt af bóluefni gegn Covid-19 í Laugardalshöll síðustu tvær vikur. Þá fengu á sama tíma rúmlega fimmtán þúsund manns í sama aldurshópi bólusetningu gegn inflúensu. Opnar bólusetningar fóru fram í höllinni dagana, 27. september til 7. október og segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins, allt hafa gengið vel. Misjafnt hafi verið hvort fólk þáði bæði örvunarskammt og bólu- setningu gegn inflúensu eða annað hvort. Nú standi fólki sem er yngra en 60 ára og með undirliggjandi sjúk- dóma til boða örvunarskammtur og inflúensubólusetning á heilsu- gæslustöðvum. „Nú leggjum við áherslu á þennan hóp og mælum með að hann þiggi bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Þá er einnig algengt að fyrirtæki bjóði starfsfólki sínu upp á bólu- setningar. „Það eru margir sem líta á það sem góða forvörn og heilsu- vernd og það er bara frábært,“ segir Ragnheiður. n Tugir þúsunda þáðu bólusetningu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmda- stjóri hjúkrunar hjá HH ser@frettabladid.is SKÓLAMÁL Nýir eigendur Hótel Sögu eru nú í óðaönn að koma þessari kunnu stórbyggingu á Mel- unum í nýjan búning, en hún mun í framtíðinni hýsa hluta af starfsemi Félagsstofnunar stúdenta og allt Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Nú er unnið að því að breyta 115 hótelherbergjum í stúdentaíbúðir með litlum eldhúskrók, en afgang- urinn af húsinu, um 70 prósent af f latarmáli þess, fer undir starfsemi Menntavísindasviðs sem flytur úr leiguhúsnæði í Stakkahlíð. Þá verð- ur upplýsingasvið Háskólans einnig til húsa í endurbættri byggingunni. Áætlað er að kostnaður við breyt- ingar á húsnæðinu nemi þremur milljörðum króna, en kaupverð þess á sínum tíma var hálfur fjórði milljarður króna. Það verður tekið í notkun í áföngum, fyrstu stúd- entarnir munu flytjast þangað um áramót, en kennsla hefst þar haustið 2024 með hátt í þrjú þúsund nem- endum, kennurum og öðru starfs- fólki Menntavísindasviðs. „Þetta verður lifandi hús og ekki aðeins fyrir háskólafólk,“ segir Guð- mundur R. Jónsson, framkvæmda- stjóri sameiginlegrar stjórnsýslu HÍ, „en okkur finnst mikilvægt að gera húsið aðlaðandi fyrir gesti og gangandi,“ bætir hann við. „Þarna verða vísindasmiðjur fyrir börn og fullorðna og vonandi verð- ur eftirsóknarvert að heimsækja það fyrir landsmenn alla,“ segir Guðmundur enn fremur og minnir á að veitingasala verði áfram í Grill- inu og þar sem gamli Mímisbar var á sínum tíma á jarðhæðinni. n Ný Saga verður iðandi vísindasmiðja Gamla Sagan er nú hjúpuð vinnupöllum, en verður iðandi vísindasmiðja á næstu árum, þó ekki aðeins fyrir háskólafólk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR benediktarnar@frettabladid.is RÍKISENDURSKOÐUN Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoð- andi, er vongóður um að skýrslunni um söluna á hlut ríkisins í Íslands- banka verði skilað til Alþingis í lok næstu viku. Skýrslan verður svo loksins gerð opinber fyrir almenn- ing, en skilum á henni hefur verið frestað ítrekað. „Ef þessi tímalína gengur upp, sem að ég er vongóður um, þá verð- ur skýrslan send forseta Alþingis undir lok næstu viku. Síðan á eftir að ákveða dagsetningu fyrir stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd til að taka skýrsluna fyrir. Ég á nú ekki von á því að það muni dragast lengi. Við munum gera skýrsluna opinbera eftir að við höfum kynnt nefnd- inni skýrsluna, það er venjulegur framgangsmáti hjá okkur við þessar úttektarskýrslur,“ segir Guðmundur. Hann segir að skýrslan fari í umsagnarferli á miðvikudaginn til fjármálaráðuneytisins og banka- sýslunnar. „Ef við gefum okkur að það ferli taki viku, þá er skýrslan klár undir lok næstu viku,“ segir Guðmundur. n Stutt í að skýrslan verði opinberuð Guðmundur Björgvin Helgason, ríkisendurskoðandi. birnadrofn@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Enn eru um 1.150 fullorðnir einstaklingar á biðlista eftir ADHD-greiningu hjá Geð- heilsuteymi Heilsugæslunnar. Elvar Daníelsson, yfirlæknir Geðheilsu- teymis ADHD fullorðinna, segir erfitt að segja til um hversu lengi fólk þurfi að bíða. „Það fer náttúrulega eftir því hvernig þessu teymi gengur að stækka og dafna og hvaða aðstæð- ur verða skapaðar fyrir teymið til þess,“ segir Elvar. Hann segir að þegar mönnun teymisins sé eins og núna geti fólk gert ráð fyrir því að bíða eftir greiningu í 30 til 32 mánuði eða um og yfir tvö og hálft ár. „Ef við náum fullri mönnun miðað við það fjár- magn sem við höfum núna, það eru þrjú stöðugildi sálfræðings, þá gæti biðin farið í 23 mánuði og við gætum náð biðlistanum niður á kannski 7 til 10 árum,“ útskýrir Elvar. Hann segist vona að teyminu verði veitt nægilegt fjármagn til að hafa í heild fimm sálfræðinga, þá væri möguleiki að vinna biðlistann niður á tveimur árum og stytta bið í eitt ár. Þetta segir Elvar þó byggjast á fjölda beiðna sem teyminu berist og því að hægt sé að manna þær stöður sem um ræði. ADHD-greining fullorðinna heyr- ir nú undir Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins en áður fóru þær fram hjá ADHD-teymi Landspítalans. Árið 2020 bárust teyminu á Land- spítala 450 beiðnir um greiningu fullorðinna, Elvar segir þeim hafa fjölgað. Spurður að því hversu hátt hlut- fall innsendra beiðna endi með greiningu á ADHD segir Elvar það hátt. „Sennilegast eru það í kringum fimmtán prósent sem eru ekki með ADHD,“ segir hann. n Enn löng bið eftir ADHD-greiningu Elvar Daníels- son, yfirlæknir Geðheilsu- teymis ADHD fullorðinna 6 Fréttir 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.