Fréttablaðið - 11.10.2022, Page 14

Fréttablaðið - 11.10.2022, Page 14
Þau eru orðin öldruð, hjónin. Eiga sér að baki langan og merkan starfs­ feril. Hún á sviði menningar og listar. Hann sem foringi íslenskra jafnaðarmanna. Maðurinn, sem gerbreytti íslenska skattkerfinu á nokkrum mánuðum. Úr gömlu og úreltu kerfi söluskatts og eftirá­ skattgreiðslu tekjuskatta. Í heim virðisaukaskatts og staðgreiðslu­ skatts . Maðurinn, sem náði í samn­ ingum að tryggja landsmönnum mestu efnislegu og réttarfarslegu framfarir, sem orðið hafa í Íslands­ sögunni. EES­samninginn. Maðurinn, sem veitti þjáðum Eystrasaltsþjóðum mestan og bestan stuðning allra vestrænna þjóðarleiðtoga. Stuðning, sem þær hafa heiðrað Ísland og Íslendinga fyrir og nýlega var minnst með heimsókn helstu forystumanna þessara þriggja þjóða hingað til Reykjavíkur, þar sem íslenskum ráðamönnum þótti ekki henta, að maðurinn sjálfur fengi að vera viðstaddur. Þessi aldraði leiðtogi íslenskra jafnaðarmanna. Hvorki friður né ró Eftir langan og merkan starfsferil skyldu menn ætla, að ellin fengi að bíða hjónanna í friðsæld og ró. Svo hefur þó ekki reynst vera. Stöðugt harðar hefur verið vegið að friðsæld þeirri og ró. Ásakanir hafa stöðugt og vaxandi verið á þau bornar. Ásakanir, sem beinst hafa gegn honum, en bæði hjónin þurft að axla saman. Ásakanir um fjölmörg brot, sem mörg eiga að hafa átt sér stað fyrir meira en hálfri öld. Ásakanir, sem aldrei hefur þó verið fylgt eftir með ákærum svo hið íslenska dómskerfi gæti fengið að fjalla þar um og ákveða refsingu fyrir, ef stæðust. Ásakendur hafa þannig tekið að sér bæði ákæru­ valdið, dómsvaldið og refsivaldið – sem skal vera að gera þessi öldr­ uðu hjón útlæg úr eigin samfélagi og eigin landi. Nei – afsakið. Ein ákæran hefur verið tekin upp af ákæruvaldinu. Ákæran um, að sá ákærði hefði strokið um bak kven­ manns við matborðið á heimili hins ákærða. Var ákærði sýknaður í hér­ aði. Handhafi ákæruvaldsins, kona, áfrýjaði sýknudómnum til Lands­ réttar þar sem dóms er að vænta í nóvember. Að flýja föðurland Í sínum erfiðu, ævarandi raunum hafa þessi gömlu hjón valið þann kostinn að f lýja landið sitt. Hafa yfirgefið ættjörð sína, heimili sitt, vini sína og vandamenn. Valið sér að dvelja víðs fjarri heimahögum til þess eins að fá um frjálst höfuð strokið. Vistað sig fjarri hinum ill­ skeyttu ákærendum og löglausum ærusviptingum og útlegðardómum. Aðeins heimsótt ættarland sitt þegar brýna nauðsyn ber til. Eins og nú. Þegar í aðdraganda er dómur Landsréttar í máli, sem eiginmað­ urinn var sýknaður af í undirrétti en ákæruvaldið krafðist áfrýjunar til Landsréttar. Máli, sem hefur nú þegar kostað hjónin miklar þján­ ingar, margvíslega erfiðleika – og mikla fjármuni. Það er dýrt að verja æru sína á Íslandi Þeirra beið í ætt­ jörðinni meira af slíku. Þess vegna þurftu þau að snúa aftur heim. Sama dag og þau stigu fæti á ætt­ jörð sína birtist í vönduðu blaði, Stundinni, ný atlaga að þeim. Atlaga, sem þagað hafði verið yfir þunnu hljóði þar til fótum þeirra á ættlandið hafði verið stigið. Birtist þá þegar í stað. Atlaga nákvæm­ lega sams konar og flestar þær fyrri höfðu átt sameiginlegt. Hvergi ákært fyrir refsivert brot heldur kynni, sem hefðu getað valdið slíku ef gert hefði verið. Engar refsi­ verðar beinar sakir fram bornar heldur vakin athygli á framkomu, sem hefði getað leitt til slíks, ef slíkt hefði gerst. Svona eins og að strok um bakið á gesti við matarborð hefði getað leitt til refsiverðar hátt­ semi – ef svo hefði orðið. Slátrunin – sem næstum tókst Betur hafði árásin verið undirbúin. Aðeins fimm dögum eftir að þessi öldruðu hjón höfðu stigið fótum sínum á ættjörðina kom ný, undir­ búin atlaga. Þá frá manneskju, sem verið hafði leiðtogi íslenskra jafn­ aðarmanna – axlað hlutverk, sem hinn aldraði eiginmaður hafði borið með sóma og sæmd. Hvaða manneskja er sá ákærandi? Það er manneskja, sem engan þátt hafði átt í stofnun hinnar nýju, öflugu hreyfingar jafnaðarmanna, Samfylkingarinnar. Haldið sig þar víðs fjarri – framanaf. Því engan hlut átt í að reyna að gerbreyta því umhverfi, sem jafnaðarmenn á Íslandi höfðu áratugum saman þurft að sætta sig við. Að ná aldr­ ei sömu forystu meðal íslenskrar þjóðar og jafnaðarmenn náðu í nálægum löndum þar sem fyrir til­ verknað þeirra varð til hið norræna samfélag, sem var fyrirmynd ann­ ara þjóða um samhygð, samstöðu og jafnan rétt þegnanna. Langvinnum og tvístrandi deil­ um íslenskra flokka, sem aðhylltust sósíalisma, lauk með hruni Berlín­ armúrsins og kommúnismans. Ekk­ ert var, sem lengur gæti staðið í vegi fyrir upprisu jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Samfylkingin, flokkur jafn­ aðarmanna, var þá stofnuð og setti sér það meginmarkmið að verða forystuaf l gegn íhaldsöf lunum í Sjálfstæðisflokknum. Hratt ris – hratt hrun Þetta tókst. Í fyrstu þingkosningum Samfylkingarinnar náði hún 27% atkvæða. Í næstu kosningum þar á eftir 32% atkvæða. Í fjölmiðlunum var þá talað um hina tvo turna í íslenskum stjórnmálum hvar af Samfylkingin var annar. Það var við þessar aðstæður, sem manneskja sú, sem kvaddi sér hljóðs á fimmta degi ættjarðar­ vistar hjónanna gömlu, gaf kost á sér til starfa fyrir Samfylkinguna. Svili hennar, sem þá var formaður f lokksins, bauð henni að styðja hana til forsætisráðherra, næði flokkurinn nægu fylgi með hennar liðsinni. Og þá sló hún til. Aðeins tveimur árum eftir sigurkosning­ arnar, sem skiluðu 32% atkvæða, réðist hún gegn þessum svila sínum og felldi hann frá formennsku. Sett­ ist sjálf í það sæti. Gekk svo til sinna fyrstu þingkosninga sem f lokks­ formaður. Samfylkingin fékk þar 16,8% atkvæða. Hafði sem sé tapað því sem næst helmingi fylgisins frá næstu kosningum þar á undan. Tók formaðurinn því næst þá ákvörðun að falla frá sjálfri megin­ stefnu jafnaðarmanna. Brá á það ráð að ganga til stuðnings við Sjálfstæðisf lokkinn í samsteypu­ stjórn undir hans forystu og fékk þar utanríkisráðherrastól fyrir sig. Sama stól, og hinn gamli forystu­ maður jafnaðarmanna hafði setið með glæsibrag. Sú vegferð, sem þessi nýi formaður leiddi, endaði með mesta afhroði, sem íslenskir jafnaðarmenn hafa orðið fyrir í meira en 100 ára sögu sinni. Hlutu 5,7% fylgi í kosningum. Hver einn og einasti fram­ bjóðandi f lokksins féll í þeim kosningum, sem eftir var þá enn af þeim hópi, sem leiddur var til sam­ starfs við Sjálfstæðisflokkinn og til eftirleiksins, sem af því leiddi. Einn frambjóðandi náði kjöri, ungur Akureyringur sem engu hlutverki hafði gegnt í vegferðinni sem hafin var fyrir tilstilli þess, sem lét sér sæma að lýsa forvera sínum sem rándýri. Rándýr, var hann sagður vera. Hvaða heiti skyldi nafngef­ andinn velja þeirri manneskju, sem leiddi f lokk sinn til vegferðar, sem nánast leiddi til slátrunar flokksins eins og varð um Samfylkinguna í kosningunum 2017? Átök jafnt sem samstarf Það er aldraður maður, sem skrifar þessi orð. Á sinni löngu starfsævi hafði hann mikil samskipti við þau hjón. Átti í harkalegum átökum við þau . Líka í miklum samskiptum og samvinnu. Hefur deilt með þeim bæði stríðum og stund, jafnt gleði­ stundum sem erfiðum. Í öllum þeim samskiptum hefi ég aldrei orðið var við eða fengið pata af neinu af því mikla og neikvæða ásökunarefni, sem þeim hjónum er ætlað að bera. Aldrei! Í friði og rósemd elliáranna, sem ég hef fengið að njóta, hefur það miskunnarleysi, sem þeim er sýnt, valið mér áhyggjum. Raskað ró minni. Vakið mig til samúðar. Að þurfa að flýja heimili sitt, ættingja, vini sína og vandamenn, sjálfa ætt­ jörðina – vegna grímulausra, stöð­ ugt ítrekaðra og vandlega undirbú­ inna árása. Mælist eindregið til þess við þá þjóð, sem við öll tilheyrum, að hún leyfi öldruðu fólki að njóta síðustu hérvistardaga í friðsemd og ró á ættjörðinni sinni, á heimili sínu og með vinum sínum og vanda­ mönnum. Svo fer þeim að ljúka ­­­­­ þessum skrifum. n Þegar líður að lokum Sighvatur Björgvinsson fyrrum formaður Alþýðuflokksins og meðal stofn­ enda Samfylk­ ingarinnar Eftir langan og merkan starfsferil skyldu menn ætla, að ellin fengi að bíða hjónanna í frið- sæld og ró. Svo hefur þó ekki reynst vera. „Hvað ertu að hugsa um?“ spurði ég manninn minn í gær. „Alzheimer,“ svaraði hann. „Og hvað um Alzheimer?“ spurði ég. „Ég man það ekki,“ svaraði hann með glotti, vel vitandi um sjúkdóm sinn. Hjá lækninum, þegar maðurinn minn fékk greiningu – nota bene eftir átta mánaða erfiða bið – spurði ég: „Og hvar er áfallahjálpin?“ „Ha? Áfallahjálpin?“ – „Já, þú ert að tilkynna manninum mínum að hann sé með erfiðan banvænan sjúkdóm!“ svaraði ég, minnug þess að þegar vinkona mín var greind með brjóstakrabbamein var hún strax send í næsta herbergi þar sem áfallasálfræðingur tók á móti henni. Það reyndist vera afgerandi fyrir hana við að vinna úr þeim alvarlegu tíðindum. – Læknirinn hans Gests spurði vissulega hvort hann ætti að senda inn beiðni um sálfræðiaðstoð hjá Minnismóttökunni á Landa­ koti, sem við að sjálfsögðu þáðum, en biðin varð tveir erfiðir mánuðir. Þessar vikurnar hefur staðið yfir vitundarvakning Alzheimersam­ takanna. Á ráðstefnu samtakanna á alþjóðlega Alzheimerdeginum sagði Steinunn Þórðardóttir yfirlæknir Minnismótökunnar, frá því að það væri búið að leggja niður stöðu­ gildi sálfræðinga, félagsráðgjafa og iðjuþjálfa á Minnismóttökunni. Hún benti líka á að þrátt fyrir að heilabiluðum hafi stöðugt fjölgað á síðustu árum hafi stöðugildum á Minnismóttökunni ekki fjölgað frá árinu 2010. Spáin gerir ráð fyrir enn meiri fjölgun á komandi árum og áratugum. „Það verður bara að setja þetta á oddinn í samfélaginu! Þetta er vandamál sem má ekki bíða degi lengur,“ sagði Steinunn. Hún minnti á að þegar þjónustu á Minnismóttöku lýkur er skjólstæð­ ingum vísað til Heilsugæslunnar. Þar er hins vegar enga skipulagða þjónustu að fá nema hjá einstaka eldhugum sem sinna starfi sínu af eigin áhuga umfram væntingar í kerfinu. Steinunn þakkaði Alzhei­ mersamtökunum, félagasamtökum aðstandenda og áugamanna, fyrir að hafa náð að grípa boltann að einhverju leyti með þjónustumið­ stöðinni Seiglunni, en sagði réttilega að ef Seiglan ætti að taka við þeirri þjónustu sem nauðsynleg er, væri nauðsynlegt að gera ráð fyrir henni í opinberri fjárlagagerð. Munum og minnum á að þeir sem þurfa að lifa með þessum skelfilega sjúkdómi er fólk sem – allavega í fyrstu lotu – man að það gleymir, og að ferlið er óbærilega sársauka­ fullt, bæði fyrir hinn sjúka og fyrir aðstandendurna. Ferlinu fylgir nýr sársauki, nánast daglega, og það er sjálfsögð skylda heilbrigðisyfirvalda að styðja þennan hóp með reglu­ legri meðferðarþjónustu og öðrum úrræðum − bæði fyrir skjólstæðing­ inn og nánustu aðstandendur. Það er svo augljóst að það þarf varla að nefna það, að slík þjónusta sem snýr að aðstandendum getur sparað heil­ brigðisþjónustunni umtalsverðar fjárhæðir í annarri umönnun. Það er þekkt að á meðan þjónusta við aðstandendur heilabilaðra er af svo skornum skammti sem raun ber vitni, þá eru aðstandendur í mikl­ um áhættuhópi fyrir kulnun og eru einnig útsettir fyrir ýmsum öðrum sjúkdómum. Og við þurfum líka að muna að með sálfræðiþjónustu er sjúklingum og aðstandendum ekki einungis hjálpað að takast á við áföllin, heldur líka – og það er ekki síður mikilvægt – er þeim veitt leið­ sögn við að njóta lífsins með þennan sjúkdóm innanborðs. Því það er af nógu að taka. og handleiðsla getur svo sannarlega hjálpað okkur að opna augun fyrir því. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að ásaka heilbrigðisyfirvöld um heilabilun og minnisglöp. En við getum með góðri samvisku varað þau við að „gleyma“ þegar kemur að þessum þætti í þjónustu við almenn­ ing. Heilbrigðisyfirvöld! Ekki gleyma þeim sem gleyma! Eiginmaður höfundar greindist með alzheimer í september 2020. n Ekki gleyma þeim sem gleyma Kristín Ólafsdótir félagsfræðingur og framkvæmdastjóri almannasamtaka 12 Skoðun 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.