Fréttablaðið - 11.10.2022, Qupperneq 22
Hjónarúm Hennýjar Drafnar
Davíðsdóttur er 2,7 metrar á
breidd. Það fer því mjög vel
um fjölskylduna yfir blánótt-
ina þegar börnin kíkja yfir.
starri@frettabladid.is
Það fer heldur betur vel um Henný
Dröfn Davíðsdóttur og fjölskyldu
hennar í stóra hjónarúminu sem
er staðsett í herbergi þeirra hjóna
í fallegu steinhúsi í Vestmanna-
eyjum. Hjónarúmið er nefni-
lega óvenju stórt, eða 2,7 metrar
á breidd, og því nóg pláss fyrir
hjónin og börnin þeirra tvö þegar
þau kíkja í heimsókn yfir blánótt-
ina.
Henný segir hugmyndina hafa
kviknað eftir að börnin þeirra
hófu að venja komur sínar til
þeirra reglulega um nætur. „Þá
var plássið orðið frekar lítið fyrir
okkur öll þegar við lágum fjögur
saman í rúminu. Í stað þess að
banna þeim að koma upp í vildum
við frekar stækka rúmið svo þau
gætu haldið áfram að koma yfir til
okkar um næturnar. Okkur þykir
nefnilega voðalega gott að hafa
þau uppi í með okkur en viljum
auðvitað á sama tíma að allir sofi
vel og það sé gott pláss fyrir okkur
öll.“
Með heimasmíðaðan rúmgafl
Þau keyptu því þrjá 90 cm botna
sem voru settir saman og eina
180 cm dýnu og aðra 90 cm dýnu.
„Við vildum hafa þann möguleika
seinna meir að geta tekið 90 cm
dýnuna í burtu ef við skyldum vilja
minnka rúmið.“
Næst létu þau sauma 270 cm
yfirdýnu til þess að festa allar
einingarnar betur saman auk þess
þau létu sérsauma lak sem er einn-
ig 270 cm. „Það var auðvitað ansi
erfitt að fá svona stóran rúmgafl
en okkur fannst samt nauðsyn-
legt að hafa hann með. Maðurinn
minn bjó því til rúmgafl úr rimla-
klæðningu þannig að hægt var að
setja innstungur í hann og hengja
náttborðsljósin á rimlana.“
Henný segir stærsta kostinn
við svo stórt rúm vera að þar sofi
allir fjölskyldumeðlimir vel, þrátt
fyrir að þau séu fjögur þar. „Það
má segja að þetta séu mikilvægar
gæðastundir fyrir okkur öll því við
elskum öll að kúra svona saman.“
Taka því rólega í vetur
Hjónin eru mjög framkvæmdaglöð
að hennar sögn. „Við tókum fyrsta
heimilið okkar algjörlega í gegn.
Þar breyttum við skipulagi íbúðar-
innar, opnuðum milli rýma, rifum
allt af gólfi, veggjum og lofti og
klæddum upp á nýtt. Núna erum
við að klára aðra eins framkvæmd
á núverandi heimili okkar.“
Hún segir þau þó ætla að taka
því rólega í vetur. „Við erum alveg
til í smá slökun og rólegheit þar
sem við erum að flytja heim eftir
að hafa búið hjá foreldrum mínum
í næstum átta mánuði á meðan við
tókum allt húsið okkar í gegn.“
Meðal helstu framkvæmda
í nýja húsinu má nefna breytt
skipulag á húsinu þar sem eldhúsið
var fært til og stækkað og baðher-
bergið var fært á aðra hæð. Einnig
settu þau gólfhita í íbúðina og nýtt
gólfefni nánast alls staðar. „Svo
klæddum við loft og veggi ásamt
alls kyns öðru sem fylgir þegar
maður byrjar á svona framkvæmd-
um. Verkefnalistinn er fljótur að
stækka við svona framkvæmdir.“ n
Mikilvægar gæðastundir með fjölskyldunni
Henný Dröfn Davíðsdóttir.
Rúmgaflinn er
úr rimlaklæðn-
ingu. Þannig var
hægt að setja
innstungur í
hann og hengja
náttborðsljósin
á rimlana.
Það er auðvelt að koma fjölskyldunni fyrir í rúmi sem er 2,7 metrar á breidd. MYNDIR/AÐSENDAR
Rúmið samanstendur af 180 cm og 90 dýnum og þremur 90 cm botnum.
Okkur þykir nefni-
lega voðalega gott
að hafa þau uppi í með
okkur en viljum auð-
vitað á sama tíma að allir
sofi vel og það sé gott
pláss fyrir okkur öll.
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Betri svefn
Melissa Dream er hannað til að stuðla
að djúpri slökun og værum svefni.
Þessi blanda inniheldur ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif.
Þvílíkur munur!
„Ég bæði sef fastar og sofna fyrr. Ég ligg ekki andvaka á koddanum og
vakna endurnærð og úthvíld. Ég sef alla nóttina og er ekki sífellt að vakna
upp eins og áður. Ég mæli hiklaust með Melissa Dream fyrir alla“
Elsa M. Víðis.
Valið besta
bætiefni við
streitu hjá
National Nutrition
í Kanada
8 kynningarblað A L LT 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURGÓÐUR SVEFN