Fréttablaðið - 11.10.2022, Síða 40

Fréttablaðið - 11.10.2022, Síða 40
www.sleeprevolution.eu Hrýtur þú kannski? Viltu taka þátt í Svefnbyltingunni? Leitað er eftir einstaklingum á aldrinum 18-40 ára til að taka þátt í vísindarannsókn á sviði svefnrannsókna. Skannaðu QR kóðan hér fyrir neðan til að skrá þig! Nú er hafinn nýr hluti rann­ sókna hjá Svefnbyltingu. Um er að ræða stóra lífstíls­ rannsókn sem stór hópur nemenda, kennara, rannsak­ enda og starfsfólks Háskól­ ans í Reykjavík kemur að og vinnur innan hins stóra svefnrannsóknarverkefnis sem Svefnbyltingin er. Markmið lífsrannsóknarinnar sem er í gangi núna er að skoða hvaða áhrif breyttur lífsstíll hefur á hrotur og kæfisvefn. „Með þess- ari rannsókn vonumst við til þess að finna nýja nálgun til að með- höndla hrotur og vægan kæfisvefn með breytingum á lífsstíl,“ segir Erna Sif Arnardóttir, lektor og leið- togi verkefnisins. „Þau sem hafa gert svefnrann- sóknir að sínu lífsviðurværi, eins og mörg þeirra sem eru með okkur í þessu verkefni, vita að svefn- vandamál geta verið f lókin og oft erfið úrlausnar. Þess vegna er þessi rannsókn sett af stað,“ segir hún. Hver geta tekið þátt? „Við leitum að fólki á aldrinum 18 til 40 ára. Helst fólki sem hreyfir sig ekki reglulega og hefur sterkan grun um að það hrjóti. Öll sem telja að þetta eigi við sig, endilega skrái sig og haft verður samband við þau sem passa inn í þann hóp sem rannsakendur leita að,“ segir Anna Sigríður Íslind, dósent í tölvunarfræði og sú sem leiðir stafrænu byltinguna í svefninum. Einstaklingar sem eru valdir til þátttöku fá snjallúr, fylla út svefndagbók og gera verkefni sem reyna á vitræna getu, eins og minni og viðbragðshraða í snjall- forriti.Einnig heimsækja þátt- takendur Svefnbyltingarteymið nokkrum sinnum í Háskólanum í Reykjavík á tímabilinu. Þegar rannsókn lýkur fá þátttakendur niðurstöður úr svefnmælingum sínum, öllum öðrum mælingum og ráðleggingar ef þurfa þykir. Skráning er í gegnum vef- síðu Svefnseturs Háskólans í Reykjavík, https://svefnsetrid. ru.is/2022/06/20/lifstilsrann- sokn/. Bylting fyrir okkur öll Svefn hefur verið áberandi í sam- félagsumræðunni síðustu ár og fengið síaukna athygli heilbrigðis- kerfisins. „Íþróttafólk er til dæmis að skoða svefninn nánar í auknum mæli, vinnustaðir eru sumir farnir að huga að áhrifum vaktavinnu á svefn starfsfólks og svo eru for- eldrar sem eiga börn sem sofa illa og lítið að kynna sér málið. Því er gaman að geta boðið fólki að taka þátt í þessari rannsókn. Markmiðið er að skoða áhrif lífs- stíls á svefn, en það vantar enn tölu- vert af vísindalegum rannsóknum á þessu sviði, svo við getum vitað nákvæmlega hvað hefur áhrif á gæði svefns og hvað ekki.“ Greining í eigin rúmi Svefnbylting er margþætt og marg- laga verkefni með það markmið að bæta greiningu og meðferð á kæfisvefni. „Vissulega þarf að rann- saka mörg önnur svið svefns en hópurinn á bak við rannsóknina vildi bæta greiningar á kæfi svefni og færa tæknina nær kröfum nútímans. Eitt af því er að fólk þurfi ekki að leggjast inn á sjúkrahús til greiningar, heldur geti það fengið mælitækin heim og sett á sig sjálft. Tilgangurinn er að minnka kostnað og álag á heilbrigðiskerfið og jafn- framt að bæta ferlið fyrir þau sem þurfa greiningu. Því hver kannast ekki við að sofa illa fyrstu nóttina í nýju umhverfi? Í stað þess að mæla einungis eina nótt, er fylgst með svefni fólks með langtímamælingum í snjallforriti og snjallúri, þar sem fólk skráir og mælir svefn daglega á meðan á rannsókn stendur. Því vinna verkfræðingar, tölvunarfræðingar, sálfræðingar, íþróttafræðingar og fleiri þessar rannsóknir í samstarfi við sérfræðinga úr svefnheim- inum,“ segir Anna Sigríður. Þekking sem lifir áfram Svefnbyltingarverkefnið er umfangsmikið og niðurstöður úr rannsókninni sem er að hefjast, koma um hálfu ári eftir að rann- sóknin hefst, þegar búið er að vinna úr gögnunum sem safnast. „Nú vantar okkur bara fólk til að taka þátt,“ segir Erna. Þegar verkefninu lýkur mun þekkingin lifa áfram og vonin er að við höldum áfram að rannsaka og auka við þekkingu í kringum svefn, bæði hér á landi og fyrir fólk um alla Evrópu. Það er margt enn órannsakað í svefnheiminum og það er ekki seinna vænna en að taka næsta skref,“ segir Erna Sif. n Nýr kafli hafinn í Svefnbyltingunni Á myndinni eru frá vinstri: Dimitri Ferretti, Birta Sóley Árnadóttir og Emil Harðarson sem öll vinna að rannsókninni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða áhrif lífsstílsbreytinga hjá 18- 40 ára á hrotur og vægan kæfisvefn. Þátttakendur fá snjallforrit og snjallúr sem mælir svefn- gæði. 18 kynningarblað A L LT 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURGÓÐUR SVEFN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.